Nýja dagblaðið - 21.10.1936, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 21.10.1936, Blaðsíða 1
4. ár. • Reykjavík, miðvikudaginn 21. okt. 1936. 242. blað. Merkur norskur iornfræð ingur heimsækír Island Flytur Íyrírlestur á Norrænadagmn Viðtal við Haakon Shetelig professor Srá Bergen Hingað kom með Lyru í gær- morgun einn allra þekktasti fomfræðingur á Norðurlönd- um, Haakon Hhetelig prófes- Haakon Shetelig. sor í fomfræðum í Bergen. — Kemur hann í boði Norræna fé- lagsins hér. Prófessor H. Shetelig er þekktur meðal fomfræðinga víðsvegar um heim fyrir vís- indastarf sitt. Hann er rit- stjóri mikil s verks um sögu Noregs frá fyrstu tímum. Verð- ur það í 10 bindum. Er fyrsta bindið, um elztu sögu Noregs, nýkomið út. Hann er einnig í útgáfustjóm hins mikla rits um norræna menningu (Nor- disk Kultur), sem gefið verður út í 30 bindum, og vísinda- menn frá öllum Norðurlöndum starfa að. Sér próf. Shetelig um bindið um fomfræði Norð- urlanda og er það að koma út. Prófessor Shetelig hefir mik- inn áhuga fyrir kynningu og samstarfi Norrænna þjóða og hefir verið formaður Norræna félagsins í Bergen frá stofnun þess. Nýja dagblaðið náði tali af þessum góða gesti í gær á Hótel Borg. Sagði hann, að sér væri óblandin ánægja að því, að hafa átt þess kost að koma hingað. — Ég þekkti ísland áður mest af fornsögunum, segir hann, en kynnist því nú af eig- in raun. Þess vegna er ég sér- staklega þakklátur Norræna félaginu hér, sem bauð mér hingað 'til að halda fyrirlestra. — Hvenær haldið þér fyrir- lestrana ? — Ég flyt fyrirlestur um þætti úr nýjustu menningar- sögu Norðmanna í Oddfellow- húsinu kl. 6 á Norræna daginn, 27. þ. m. Auk þess mun ég flytja nokkra fyrirlestra um fomfræði í Háskóla íslands. Geri ég ráð fyrir að tala um vikingatímabilið og sýna skuggamyndir viðvíkjandi byggingum og lifnaðarháttum á þeim tímum. Annars er það svo, að þegar dregnar eru sam- an heimildir úr fombókmennt- um Islendinga og þar við bætt þekkingu fomleifarannsókn- anna, þá verður fengin skýrus’t mynd af lifnaðarháttum for- feðra vorra. Prófessor Shetelig er maður óvenju vel máli farinn, enda vanur að flytja fyrirlestra víðs- vegar um lönd. Hann ræður yfir mikilli þekkingu um þau málefni, sem jafnan hafa verið Islendingum hugþekkari en flest önnur. Er því engum efa bundið, að fyrirlestrum hans verður vel fagnað. Máraliðí Franco pykir kalt á hálendi Spánar Engar stórorustur í gær. London í gær. FÚ. Á vígstöðvunum umhverfis Madrid hefir verið lítið um bar- daga í dag. Uppreisnarmenn segjast vera aðeins 19 mflur frá borginni, á einum stað, en það er á veginum frá Illescas. Stjórnarherinn er enn í Kaval- camero og áður en uppreisnar- menn komast þangað, verða þeir að hafa stökkt á flótta eða yfirbugað smásveitir stjórnarhersins, sem eru dreifð- ar um héraðið milli Talavera og Toledo, — annars eiga þeir á hættu að fá árás á bak sér. I Guadramafjöllunum varð smáorusta í dag, og biðu upp- reisnarmenn ósigur í þeirri við- ureign. I nánd við Saragossa segist stjómin hafa stökkt Framh. á 4. síðu. Göhring eildur ad völdum Hitler hefir falið Herman Göhring að annast framkvæmd fjögurra ára áætlunamnar í viðskipta- og framleiðslumál- um, sem Hitler tilkynnti á flokksþingi nazista í Niirnberg. En í apríl fól hann Göhring að hafa umsjón með gjaldeyri#- málum og hráefnakaupum tii iðnaðar. Þykir sem í bæði akiptin sé gengið framhjá dr. Schacht, enda talið, að hann hafi hlotið ákúrur fyrir að hafa eigi sagt fyrir verðfellingu frankans, þegar hann kom úr Parísarför sinni. (Samkv. FÚ.). Leitað skipbrotsmanna aS hollenska skipinu sem ’fórst við Java London í gær. FÚ. Enn er verið að bjarga mönnum af hollenzka gufuskip- inu, sem fórst í nótt nálægt j Java. Flugvélar og fiskibátar taka þátt í björgunarstarfinu. j Ennþá vantar 34 menn, þar af ! 14 Evrópumenn og 20 blökku- menn. Ekki er enn vitað, hvað muni hafa valdið því, að skipið sökk. Fascistaríkm tef|a fyrir hlutleysis- nefndinni London í gær. FÚ. Enn hafa stjórnir Portúgal, Ítalíu og Þýzkalands engu svar- Framh. á 4. síðu. Spilavítinu við Vesturgötu lokað Þrír menn sektaðir fyrír að leyfa börnum að leika billiard Lokað hefir verið illræmdu um græddist því meiri pening- spilavíti á Vesturgötu 5, sem ar, oft aleiga fátækra manna. starfað hefir þar síðan 1932. Þá hafa þrír billiardstofu- Jafnframt hafa eigendur 3ja eigendur verið sektaðir um 100 billiardstofa verið sektaðir fyr- ; kr. hver fyrir það að uppvíst ir ólöglegt athæfi. | var að þeir leyfðu iðulega Nýja dagblaðið krafðist þess börnum innan 16 ára að leika fyrir alllöngu síðan að bönnuð billiard, en slíkt er óleyfilegt. yrði hliðstæð starfsemi og á ■ Var gerð gangskör að þessu, Vesturgötu 5, en hún var rek- vegna þess, að það upplýstist, in samkvæmt leyfi frá ráð- að ýmsir óknyttastrákar svif- herratíð Magnúsar Guðmunds- ust þess eigi að stela fé til að sonar og hefir því eigi verið geta sótt billiardstofurnar. Var lokað fyr en nú, að rekstur j slíkt tiitölulega algengt. spilavítisins var kærður fyrir i Sektaðir voru: Gunnar Hall- lögreglunni. i dórsson, eigandi billiardstofu Eigandi spilavítisins var | við Vesturgötu, Guðm. Kr. Gunnar HaJldórsson. Er þar j Guðmundsson, eigandi Privat kassi og kostar 25 aura að billiardstofunnar og Björn ireysta gæfunnar í hvert sinn. Þórðarson, eigandi billiardstof- En á þennan hátt fórnuðu nunar á Hótel Héklu (Hafnar- margir miklu fé, en eigandan- strætismegin). Kosningarnar líl norska Stórþíngsins Jafinaðarmeim auka fiylgi sitt mest eða um 100 þús. atkvæði FÚ. 20/10. Talningu atkvæða I kosning- unum til norska Stórþingsins var langt komið í kvöld, þegar eftirfarandi frétt var tekin, eftir norska útvarpinu: Sviga- tölurnar eru atkvæðatala hlut- aðeigandi flokka frá síðustu kosningum: Hægri fl. 251000(224000) Frisinnet Folke- parti 13386( 18580) Bændafl. 152173(166913) I Vinstri fl. 220866(205333) Borgerlige Fælles- liste 39400 National Saml. 23840 ( 25898) Verkamannafl. 562709(460000) Samfunds- partiet 40178 ( 17268) Kristeligt Folkearti 18429 ( 5623) Kommúnistaflokkurinn fékk um 4000 atkvæði í Bergen, en annarsstaðar átti hann ekki írambjóðendur. Norska útvarpið skýrir frá því, að samkvæmt atkvæðatöl- um væru horfurnar um skipun norska S’tórþingsins þannig, að i V erkamannaflokkurinn muni fá j 70 eða 71 sæti á þinginu, en j hann hafði áður 69; Hægri ! l'lokkurinn muni fá 36, en hann ! hafði áður 30; Bændaflokkur- inn muni fá 18, en hafði áður I 23; Kristehgt Folkeparti muni íá 2, en hafði áður 1; Vihstri í'lokkurinn muni fá 23, en hafði áður 24; Samfundspartiet muni j fá annaðhvort eitt þingsæti eða ekkert, en á því veltur, hvort Verkamannaflokkurinn í'ær 70 eða 71. Foringinn fyrir Samfunds- partiet, Dybvad Brockman, var i kjöri í Bergen, en féll þar. Radikal Folkeparti og Fri- sinnet Folkeparti áttu áður sinn fulltrúann hvort á þing- inu, en hafa bæði tapað þeim. National Samling hefir ekkert þingsæti fengið. Þær atkvæðatölur, sem greind- ar voru, eru úr 660 héruðum, og öllum bæjum Noregs, og höfðu þegar fréttin var tekin, verið talin um 1300000 atkvæði á móti nálægt 1150000 atkvæð- um við síðustu kosningar.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.