Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 12
I.
í NÁHLÍÐ í Dölum er þéttbýli mik
ið. Bæirnir standa í röðum suðvestan
í brekkum lágrar íjallbungunnar á
milli Haukadals og Miðdala, sumir
samtýnis, en niður frá þeim er víð-
áltumikið og jafnlent mýrlendi með-
fram Miðá og Tunguá. Yzt við brekku
tána eru svonefndir Skógsbæir, en
inn frá þeim prestsetrið, Kvenna-
brekka, en síðan nokkuð strjálli bæ-
ir, unz byggð þrýtur undir Kolsstaða-
fjalli.
í þessu byggðariagi gerðist það
veturinn 1795, að vinnukona ein, Mál
fríður Benediktsdóttir að nafni, ól
barn, sem kennt var sunnlenzkum
'manni, Eyvindi Bjarnasyni. Þá var
prestur á Kvennabrekku séra Magn-
ús Einarsson, sonur hins mikla óeirða
manns, Einars Magnússonar, Stranda-
sýslumanns. Sjáffur þótti séra Magn-
ús svarri og naut lítilla vinsælda, og
var sá löngum háttur hans að
skamma sóknarbændur af prédikun-
arstóli. Er það í frásögur fært, að
eitt sinn sneri hann sér að bónda
í kórnum, þegar hann hafði bænt
sig fyrir embætti, og spurði hann,
hvort hann ætlaði að stela frá sér
Olgeirsrímum. Fyrr á árum hafði séra
Magnús verið prestur í Trékyllisvík,
og var hann þar kallaður Galdra-
Mangi, því að honum var brugðið um
forneskju. Þegar hér var komið sögu,
var hann hniginn á efri ár og hafði
misst konu sína.
Séra Magnús skírði barn Málfríðar
við messu á Kvennabrekku, og hálf-
um mánuði síðar var keypt með
henni og Eyvindi. Leynir sér ekki, að
prestur hafði þar hönd í bagga. En
um sumarið gerðist atburður, sem
hann hafði ekki órað fyrir. Málfríður
lýsti því yfir í heyranda' hljóði í
Kvennabrekkukirkju, að séra Magnús
væri faðir barnsins, en ekkiEyvindur.
Reis af þessu mál, er lyktaði svo, að
prestur var sviptur kjóli og kalli.
Eftir þetta settist séra Magnús að í
Stóra-Skógi og kvæntist nokkru síðar
Gróu nokkurri frá Múla í Gilsfirði,
dóttur Sigurðar, sem kallaður var
hinn réttlá.ti, Jónssonar. Áttu þau
saman eina dóttur, sem nefnd var
Guðbjörg.
Séra Magnús var kallaður búmað-
ur allmikill á manndómsárum sínum,
en þótti ærið síngjarn og harðdræg-
ur. Þegar ellj færðist á hann embætt
islausan, gengu efni hans til þurrð-
ar. Færði hann sig þá um set að
Fremra-Skógskoti og hafði lítið um-
leikis.
Um þær mundir bjó á Þórólfsstöð
um í Miðdölum bóndi sá, er hét
Andrés Jónsson og átti margt barna.
Vol'u Þórólfsstaðamenn smiðir mikl-
ir og hagleiksmenn. Einn sona Andr-
ésar hét Jón, maður dverghagur, hug
myndaríkur og viðburðasamur. Var
yndi hans að standa í smiðju með eld
á afli og málm í deiglu og sýsla við
smíðar sínar. Frá því er sagt, að hann
hafi meðal annars smíðað sér byssu
og gerði hann hlaupið með þeim
hætti, að hann lóðaði saman kopar-
búta og boraði síðan. Var hann og
refaskytta, og lagði hann tófuskinn-
in inn í kaupstöðum á Snæfellsnesi,
ásamt prjónlesi, ull og tólg, er bænd
ur greiddu honum fyrir smíðar. Á
vorvertíðum réri hann jafnan í ver-
stöðvum, og hafði formaður einn í
Ólafsvík, Kristján Hallsson í Snoppu,
kennt honum ungum sjó.
Jón Andrésson gerðist nú vinnu-
maður séra Magnúsar í Fremra-Skógs
koti, og með því að þar var lítið bú
að annast, urðu honum drjúgar stund
irnar í smiðjunni. Vann hann hús-
bónda sínum að mestu, en hafði þó
nokkuð frjálst um hendur, enda leit-
uðu margir til hans með það, er
þeir vildu láta smíða fyrir sig eða
þarfnaðist viðgerðar. Vann hann þar
stundum að smíðum sínum við ljós
fram á nætur, og í almæli var, að
marga stund væri hann í smiðju á
helgum dögum. Slíkt þótti ekki
nema miðlungi gott afspurnar. En
Jón var greiðvikinn maður og vin-
sæll, viðmótsþýður og lastvar, og var
ekki stórlega um það fengizt, þótt
hann héldj ekki ávallt hvíldardagana
heilaga. Sóknarpresturinn, séra Gunn
laugur Gunnlaugsson á Kvenna-
brekku, hikaði ekki við að kalla
hann listamann, þrátt fyrir þennan
misbrest í fari hans.
Guðbjörg, dóttir séra Magnúsar og
Gróu, konu hans, var á unglingsaldri,
og fór það orð af henni, að hún
væri dauf og jsinnulítil um vinnu.
Þótti það ekki spá góðu um fram-
líð hennar. Þó kastaði tólfunum, er
það vitnaðist sumarið 1816, að hún
var vanfær, ekki sextá.n ára gömul.
Þá voru aðeins fá misseri liðin frá
því að hún gekk fyrir gafl.
Ekki fór það dult, að Jón Andrés-
son átti þungann. Foreldrum telp-
unnar þótti illt í efni, og varð það
að ráði, að hann fengi stúlkunnar.
Var bráður bugur undinn að lýsing-
um, og um haustið voru þau Jón og
Guðbjörg gefin saman. Þremur vik-
um síðar ól hún barnið, svo að ekki
hefði hjónavígslan mátt dragast öllu
lengur.
U.
Séi^ Magnús var orðinn meira en
áttræður og farinn mjög að heilsu,
þegar hér var komið sögu, og lítt
fær um að veita heimili forsjá. —
Tengdasonur hans virðist ekki hafa
verið búmaður að því skapi sem
hann var mikill smiður, og varð lít-
ið um aðdrætti til búsins af hans
hálfu. Hann fékk að sönnu nokkra
úttekt í Ólafsvík fyrir brúðkaupið,
en ekki var það samt annað en tíu
pottar af brennivíni .tuttugu og sex
pund af brauði og dálítið af tóbaki
og járni. Mun brauðið og brennivín-
ið hafa verið ætlað í brúkaupsveizl-
una.
En innlegg smiðsins frá Fremra-
Skógskoti hafði verið í rýrasta lagi,
og þess vegna hafði hann fengið eða
sent kunningja sínum í Ólafsvík,
Jóni Svartssyni, hring einn gylltan
til varðveizlu, gegn því, að hann ár
byrgðist kaupmanni skilvísa greiðslu
á verzlunarskuld þeirri, sem úttekt-
in hafði í för með sér.
Þegar kom fram yfir hátíðir, tóku
matföng mjög að ganga til þurrðar
í bú'ri og skemmu í Fremra-Skógs-
koti. Gerðist það þá dag nokkurn,
um miðjan þorra, að Gróa Sigurðar-
dóttir fékk Jóni eina spesíu og gull-
hring, sem séra Magnús hafði keypt
endur fyrir löngu, og bað hann að
fara yfir í Haukadal að Stóra-Vatns-
horni til matarkaupa. Sjálf ætlaði
Gróa að fá fjórðung grjóna og eina
fiskavætt, en Jón skyldi setja gull-
hringinn að veði fyrir því, er hann
vildi frekar kaupa.
f Stóra-Vatnshorni bjó um þess-
ar mundir gildur bóndi, Árni Jóns-
son, mágur Jóns sýslumanns Espó-
líns, og skorti þar sízt tilföng. Kemur
Jón nú á hans fund og ber upp er-
indi sitt, og þótt nokkur fyrirstaða
virðist hafa orðið á því, að Árni
vildi taka veðið gilt, fór komumaður
heimleiðis með tíu fjórðunga af fiski,
tuttugu og fimm pund af tólg, einn
fjórðung af smjöri, sauðarkrof og
grjónafjórðung.
Þótt þessi háttur væri hafður á
um matarkaupin á Stóra-Vatnshorni,
var dálítið af peningum til í Fremra-
Skógskoti. Jón Andrésson áttj með-
708
T í M I N N
SVNNUDAGSBLAÐ