Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 6
Hvítárvellir í Borgarfirði — Hingað var Þorsteinn á ÞórustöSum sendur til þess að sækja skyttuna, er átti aS fara að Kata- nesdýrlnu. (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). sínum í Húnaflóa. Var hann af út- lendu kyni, allstór vexti og svartur sem jálf nóttin. Ekki er kunnugt, hve margir Reykvíkingar voru, en auk þeirra, sem nefndir voru, slóst að sögn í förina séra Þorvaldur Bjarnarson, er var prestur á Reynivöllum í Kjós, en hafði alizt upp í sveitunum sunn- an Skarðsheiðar, svo að hann var gagnkunnugur á þeim slóðum, er mönnum varð nú tíðræddast um. Ferðin upp að Katanesi gekk greitt, og bjuggu Reykvíkingarnir þar um sig sem bezt, Höfðu að minnsta kosti sumir athvarf á bæjum í grennd við tjörnina, í Katanesi og Galtarholti, og Sverrir mun annað veifið hafa ver- ið á Vestra-Miðfelli, því að þar bjó þá frændkona hans, Guðlaug Einars- dóttir Sverrissonar, prestsekkja. Mest mæddi þó gestakoman á Kata- nesheimilinu, og þar hafðist Andrés á Hvítárvöllum við um nætur, ef hann unni sér svefns á annað borð. Var Katanesheimilið um þetta leyti með einkennilegum hætti á mörkum nýja og gamla timans. Þar var nýleg baðstofa, þiljuð að mestu leyti í hólf og gólf og stráð hvitum sandi, og hús- freyja hafði bæði lagt sér til kúst og náttpott úr kaupstað, tákn hins nýja tíma. En til móts við gamla tímann var gengið með þeim hætti, að í öðr- um baðstofuendanum var moldar- gólf, sem svaraði einni rúmlengd, og hafðist þar við gömul kona, er veitt var það tillæti að hafa allt í kringum sig með gamla laginu, þótt ekki megnaði hún að sporna gegn því, að aðrir tækju upp nýja siði. Mátti aldrei þurrka af neinu í henn- ar ríki, þótt baðstofan væri þvegin að öðru leyti, af moldargólfi sínu strauk hún stöku sinnum með torfu- snepli, en mátti ekki heyra nefnt, að aðrir verkuðu askinn hennar en hundarnir á bænum. En þótt ríki gömlu konunnar stæði enn svo föst- um fótum í baðstofuendanum, gátu gestirnir notið hvíldar í hvítþvegnum rúmum á sandstráðum gólfum. Var þeim unninn beini eftir föngum, þeg- ar á þurfti að halda, enda voru allir þeir, er tóku þátt í umsátrinni, au- fúsugestir í Katanesi. X. Bændur luku skjótt skurðinum, en ekki urðu verkalfun þeirra þau, sem þeir höfðu vænzt. Það kom á daginn, þegar moldarverkum var lokið, að ekki lækkaði að ráði í tjörninni, því að vatn fékk ekki þá framrás um skurðinn, er tii þess þurfti. Varð því skylduvinna bænda til lítils gagns. Dýrið kom ekki úr kafinu, og flestir hurfu vonsviknir heim til sín og þótt- ust ósvinnir orðnir. Var nú og sann- arlega kominn tími til þess að fara að bera út, tún fullsprottin og jurtir allar í blóma. Umsátrinni var samt ekki létt. Vörður var haldinn dag og nótt við tjörnina, svo að unnt værj að vísa Andrési á bráðina, þegar henni yrði vart, og voru menn fengnir til varð- stöðunnar af bæjum í nágrenninu, að svo miklu leyti sem á skorti, að þeir, sem þarna höfðust að öllu leyti við, gætu annað henni. Tveir menn voru búnir skotvopnum, auk sjálfs Hvítár- vallakappans. En þótt dyggilega væri staðinn vörðurinn fyrst í stað, tókst svo báglega til, að alarei sá Andrés dýrið. Ekki hafði það þó hræðzt svo mann- söfnuðinn, að það færi í felur eða hörfaði brott, því að til er vitnisburð- ur Sverris Runólfssonar um það, að hann sá það tvívegis, hvern daginn eftir annan. Var það þá á hröðu sundi í tjörninni, nálega á kafi í vatns- skorpunni, og þreytti listir sínar með 846 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.