Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn Sunnudagsblaš

						fengið mann scr til fylgdar í Galtar-
vík. Var hann blóðugur i andliti,
tennur brotnar úr honum og jafnvel
laskaður kjálkinn. Og hatt sinn sýndi
hann götugan eftir barsmíðina.
Þessi heimsókn var litlu betri held-
ur en þótt sjálft Katanesdýrið hefði
guðað' á glugga. Vaknaði fólk allt með
andfælum, ag lýsti Þiðrik í áheyrn
þess áverkum á hendur Sverri og
lagði að lokum hald á svipu þá, sem
hann taldi sig hafa verið barinn með.
En hér voru engir til vitnis, nema
þeir Bleikskjóni og Magnús berfætti,
en undir þá var þessu áverkamáli ekki
vikið. Vannst því Þiðriki lítt á. '
XII.
Ekki er kunnugt, að öðru blóði
hafi verið úthellt umsátursdagana en
því, sem flaut úr sárum Þiðriks í
Steinsholti, og að lokinni þessari næt-
urrimmu í Katanesi virðast fátt ann-
álsvert hafa drifið á daga þeirra,
sem fyrir dýrinu lágu. Þess var nú og
skammt að bíða, að umsátrinni væri
létt og þeir Sigfús og Andrés hyrfu
brott, síðastir manna. Hafði þá Andrés
' verið tvær vikur í Katanesi. Sverrir
fór til vinnu að Leirá, og fylgdi
Magnús berf ætti honum af engu minni
tryggð en Sámur Gunnari á Hlíðar-
enda. Sigfús hafði heim með sér
margar ljósmyndir af athöfnum setu-
liðsins og teikningar voru gerðar af
dýrinu og veiðibrellum þeim, sem í
frammi höfð'u verið hafðar. Þótti
mörgum, sem ekki höfðu sjálfir kom-
izt á vettvang, mikill fengur í þessum
myndum. En því miður munu nú all-
ar Ijósmyndir Sigfúsar frá Katanes-
ferðinni glataðar
Annars urðu það mörgum von-
brigði, að dýrið skyldi ekki vinnast.
Aðförin hafði verið gerð með svo
miklum liðsafnaði og vopnabúnaði, að
mörgum þótti einsýnt, að það myndi
að velli lagt. Blöðin höfðu átt von á
því, að náttúruvísindin yrðu fyrir
happi. En þetta fór á annan veg.
Akureyrarblaðið Norðanfari varð að
segja sögtlna eins og hún gekk:
Ekkert nýtt hafði „uppgötvazt í sæ-
dýrafræðinni" Og nú urðu líka und-
arleg straumhvörf á Hvalfjarðar-
strönd og um Skilmannahrepp. Kata-
nesdýrið hætti með öllu að bera fyrir
augu manna, og mun þess aldrei hafa
orðið vart frá þvi um miðbik júlí-
mánaðar þetta sumar. Gætti þess og
brátt, þegar sýnt var, að hersetan
mikla myndi verða árangurslaus, að
þeim hraðfjölgaði, er báru brigð'ur
á tilveru dýrsins-, og vildu sumir, sem
áður þóttust hafa séð það, vart kann-
ast við það lengur. En svo voru líka
' . aðrir, sem kváðu þeinvmun fastar að
orði um það, er fyrir þá hafði borið,
þegar fylgi Katanesdýrsins rénaði ¦
meðal almennings.
XIII.
Andrés bóndi Fjeldsted á Hvítár-
völlum var fjárgæzlumaður mikill og
vildi að vonum fremur vita fjár-
muna sína í sinni vörzlu en í ótrygg-
um skuldastöðum. Hann fór því fljótt
að ýja að því við þá Símon á Geita-
bergi og Helga á Hlíðarfæti, að þeir
inntu af höndum kaup það, sem hann
taldi sig eiga inni hjá Hvalfjarðar-
strandarhreppi fyrir aðförina að
Katanesdýrinu. Heimtaði hann af
þeim níutíu og sex krónur, en kvaðst
þó ekki færa til reiknings alla dag-
ana, sem hann varði í þágu sýslunga
sinna sunnan heiðar.
Sunnanbændum þótti til mikils
mælzt: Þetta var kýrverð. Mölduðu
þeir í móinn, kváðust aldrei hafa
gengig að slíkum afarkostum og ekki
grunað, að Andrés lægi í hálfan mán
uð við Katanestjörn, án þess að verða
nokkurs vísari, upp á kostnað Strand
arhrepps. Þeir hefðu engin afskipti
haft af honum, eftir að hann kom að
Katanesi og þaðan af síður farið þess
á leit, að hann hefði þar slíkar lang-
dvalir, og hefðu þeir enda í viður-
vist votta tjáð honum, að seta hans
væri á ábyrgð og kostnað hans sjálfs,
ef þá hefði órað fyrir því, að hann
liti þetta öðrum augum. Einhverja
huggun munu þeir þó hafa viljað gera
Andrési að sínum hluta, væntanlega
gegn jþátttöku fleiri hreppa, enda var
ffá upphafi gert ráð fyrir því. En
hann vildi ekki tilslökun gera og
ebki eiga við aðra tun þetta. Iá mál-
ið nú í lotum næstu mánuði, og sátu
hvorir tveggja við sinn keip.
Símon á Geitabergi var enginn -ár-
áttumaður um mannvirðingar. Hann
hafði nú verið hreppstjóri í þrjú ár,
og var þá liðinn sá tími, er þegnsleg
skylda þótti, að menn gegndu slíku
starfi, ef þeir voru til þess kvaddir.
Greip hann  tækifærið  og  sagði  af
sér hreppstjórastarfinu þetta haust
og óskaði þess að mega sleppa frá
því hið bráðasta Getur verið, að sú
mæða, sem aðförin að Katanesdýrinu
hafði í för með sér, hafi átt einhvern
þátt í því, hve brátt hann lét sér
um að losna.
Sýslumaður skipaði Magnús bónda
Einarsson á Hrafnabjörgum hrepp-
stjóra í stað Símonar, karlmenni mik-
ið og engan veifiskata. Mun Andrés
á Hvítárvöllum fljótt hafa reynt, ef
hann vissi það ekki fyrir, að ekki
myndi auðsóttara gull í greipar hans
heldur en Símonar.
Þolinmæði Andrésar þraut, þegar
svo leið fram í desembermánuð, að
ekkert vannst á um greiðslu, þrátt
fyrir endurteknar ámálganir, bréfleg-
ar og munnlegar. Tók hann þá það
til bragðs að skrifa sáttanefndinni
í Hvalfjarðarstrandarhreppi, „hinu
sjötta sáttaumdæmi Borgarfjarðar-
sýslu", og fara þess á flot, að hún
kallaði deiluaðila fyrir sig og freist-
aði að koma á sáttum. Lét hann þess
jafnframt getið, að harni myndi
sækja málið að lögum, ef ekki næð-
ist samkonmlag.
Sáttanefndin brást fljótt og vel
við. Séra Þorvaldur Böðvarsson í
Saurbæ kallaði nefndina saman um
miðjan desembermánuð. Komu þeir
Helgi og Símon báðir á sáttafundinn,
en fyrir hönd Andrésar kom mágur
hans, Jón Sveinbjörnsson á Drag-
hálsi. Hafði hann í höndum umboðs-
skjal frá Andrési, og var umboðið
bundig því skilyrði, að hann tæki
ekki sættum, nema Andrés fengi þá
peninga, sem hann krafðist. Fór því
að sjálfsögðu svo, að efeki komust
á neinar sættir, og taldi sáttanefnd-
in umboðsskjalið á þann veg úr garði
gert, að það kæmi í veg fyrir alla
málamiðlun.
Andrés skrifaði Theódóri Jónas-
Framhald á 861. siðu.
¦1	l|li
	
ssllllill	•**w..>»^.
! ¦ ¦-
Þannig hugsaði Benedikt Gröndal sér athafnir setuliðsins við  Katanestjörn
arið 1876. Á fánann er letrað: Bænarskrá um styrk tll að vinna dýrið.
848
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 841
Blašsķša 841
Blašsķša 842
Blašsķša 842
Blašsķša 843
Blašsķša 843
Blašsķša 844
Blašsķša 844
Blašsķša 845
Blašsķša 845
Blašsķša 846
Blašsķša 846
Blašsķša 847
Blašsķša 847
Blašsķša 848
Blašsķša 848
Blašsķša 849
Blašsķša 849
Blašsķša 850
Blašsķša 850
Blašsķša 851
Blašsķša 851
Blašsķša 852
Blašsķša 852
Blašsķša 853
Blašsķša 853
Blašsķša 854
Blašsķša 854
Blašsķša 855
Blašsķša 855
Blašsķša 856
Blašsķša 856
Blašsķša 857
Blašsķša 857
Blašsķša 858
Blašsķša 858
Blašsķša 859
Blašsķša 859
Blašsķša 860
Blašsķša 860
Blašsķša 861
Blašsķša 861
Blašsķša 862
Blašsķša 862
Blašsķša 863
Blašsķša 863
Blašsķša 864
Blašsķša 864