Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 12
JG SEND! HENNIÞRJÁR Erlingur grasalæknir er gam- all maður. Hann fæddist 13. desember 1873 í Kálfafellskoti í Fljótshverfi í Vestur-Skafta- fellssýslu. „Þa3 kom engin björg í búið me'5 mér“, segir hann, „því að nóttina, sem ég fæddist, fennti fyrir sauðahell inn hans pabba, og þar köfnuðu fjörut.íu sauðir". — Erlingur kvæntist Kristínu Jónsdóttur frá Gilsárvöllum í Borgarfirði, en hún lézt fyrir allmörgum ár- um. Þau eignuðust tólf börn, og eru níu þeirra á lífi. SPJALLAÐ við erling grasa- LÆKNI UMGRÖSOGLÆKNINGAR Hann er furðulítíil maSur i hvífum sloppi, og hefur ekki fengizt viS anna^ en grasalækníngar í þrjáfíu ár. Amma hans og móSir voru báóar grasalæknar og auk þess læróar yfirsetukonur. Hann nam fræfi sin um grösin af þeim, en systir hans varð yfirsetukona. — Þrjá frændur átfi hann ausf- ur á f jöröum, sem ailir voru homópafar. Hann er sjaldan kallaður annað í umtali en Erlingur grasalæknir, en er reyndar Filippusson og býr í litlu timburhúsi á baklóð á Grettisgöt- unni. í kjallara hússins geymir hann grasalyf sín, og þegar fól-k kemur að leita sér lækninga, trítlar hann nið- ur tröppurnar, 89 ára, ótrúlega bein- vaxinn og kvikur og lítur út fyrir að vera hálfsjötugur. — Það þýðir ekkert að tala við mig, segir hann, — blessaður, ég er orðinn kalkaður, bráðum níræður karlinn. — Þú, sem ert grasalæknir. — Eigum vig nokkuð að fara út í það? — Ja, því ekki? — Það er ekki víst, að það þýði neitt. Sálin er kannske einhvers stað að úti í geimnum. — Þú manst nú samt eftir því, hver kenndi þér ag búa til lyfin. — Já, það var hún mamma. Hún lærði það af ömmu. Þær hétu báðar Þórunnir og voru báðar yfirsetukon- ur og grasalæknar. Amma lærði af Hjörleifi grasalækni og af bókum. Hjörleifur fór um og læknaði fólk meg grösum. Ég týndi stundum grös með henni ömmu gömlu í gamla daga, en það var bara að þykjast, því að ég var ekki nema þriggja ára þá. Það var í Kálfafellskoti. Þá var amma orðin fullorðin og fólkig kom aðal- lega til mömmu, en amma lagði oft á ráðin. Mamma byrjaði ekki á þessu að ráði fyrr en seinna. — Þetta er ævaforn lækningaað- ferð, er það ekki? — Maður sér grösin, sem fylgja bæjunum, þetta eru ekki úthaga- jurtir. Þeir hafa-komið með grösin með sér frá Noregi, landnámsmenn- irnir, til að græða menn og lækna innvortis, sjáðu til dæmis heimuluna og vallhumalinn. — Var mamma þín mikill grasa- læknir? — Hún læknaði marga. Þe.gar hún 852 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.