Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 13
FLÖSKUR AF JURTASEYÐf var í Vestmannaeyjum, leitaði al- menningur helzt ekkert til læknisins, heldur bara til hennar. Sjómennirnir komu til hennar með ígerðir, og þeir urðu ,undir eins heilir. Þag var eins og hún vissi um leið, hvað að var og sæi strax ráð við því, hvort sem það var innvortis eða útvortis. Lækn arnir litu illu auga til hennar. Þeir vildu hafa einkarétt á því að lækna fólkið. Apótekarinn var þkátur, og þeir hundeltu hana í Vesímannaeyj- um. Þar læknaði hún svo marga. Það var logið upp á hana heilum sögum, og svo kærðu þeir hana. En hún fór upp í stjórnarrág og heimtaði kær- una til þess að hreinsa sig af lygun- um. Hún gat nú talað fyrir sig, sú gamla. Það varð ekkert úr málsókn. Þeir heyktust á þvi. — Það hefur verið kalt milli henn- ar og læknisins. — Það var ekki meg góðu. Þegar Gissur bróðir brenndist, sendi ein- hver kunningi hans lækninn heim. Gissur hafði brunnið ógurlega, þeg- ar kviknaði í botni vélarrúms, þar sem hann var að vinna. Hann vissi ekki fyrr en hann stóð allur í björtu báli, hendur, háis og höfuð. Þegar læknirinn kom í dyrnar heima og sá Gissur, sagði hann: — Hvaða andskoti er að sjá hann, hann er eins og negri. Hann lifir ekki lengi, þessi. Mamma sagði, að hún hefði ekki beðig hann að koma og það væri bezt fyrir hann að hypja sig burt. Hún átti mikið af smyrslum og lagði þetta á sárin, og eftir fimm vikur var hann farinn að vinna. Það þótti öllum furðulegt, sem höfðu séð, hvernig hann var út- leikinn. — Hvernig hefur samkomulag þitt og læknanna verið? — Þeir eru mér ljúfir og góðir, læknarnir. Ég hitti engan lækni, sem ekki tekur mér ’sem bróður sínum. En einu sinni fóru þeir í mál við mig. Það eru víst um þrjátíu ár síð- an. Það féll ofsóknaralda á hómó- patana um þetta leyti. Það átti að útrýma þeim og öðrum réttindalaus- um, sem fengust við lækningar. Ég átti að fá að fjúka líka. Þegar ég var kærður, lagði ég fram vottorg frá fjórtán eða sextán mönnum, ég man ekki, hvort heldur, sem höfðu leitað til annarra lækna án árangurs, en höfðu læknazt hjá mér. Þá stóðu þeir illa ag vígi, en ég fékk samt 300 króna sekt: — Ég álít þá, að ég sé búinn að borga lækningaleyfið, sagði ég, og svo hef ég haldið áfram. — Heldurðu, að hómópatarnir hafi verig góðir læknar? — Já, margir þeirra. Sumir voru kannske lélegir, en meiri hlutinn var áreiðanlega góður. Ég átti þrjá frænd ur, sem allir voru hómópatar og læknuðu oft, þegar þeir Iærðu voru gengnir frá. Þetta voru þeir Runólf- ur í Hólmi, Eyjólfur á Reynivöllum og Lárus Pálsson í Arnardranga. — Hómópatarnir læknuðu með þýzkum lyfjum, en aldrei með grösum. Ég er viss um, að þeir hefðu orðið fleiri, hefðu lögin ekki verið sett til höfuðs þeim. — Hvers vegna heldurðu, að þeir hafi farið að fást við lækningar? — Þeir aumkuðu aumingjana og vildu hjálpa þeim. — Fékkstu snemma áhuga á lækn ingum? — Já, nokkuð. Ég lærði náttúrlega fljótt að þekkja grösin, en áhuga fékk ég ekki fyrr en ég var í Eiða- skóla, þá fimmtán ára smápeyi, lítill og hef ekki stækkað enn. Þag kom þangað maður með poka á bakinu og seldi bækur. Þar var ein gömul jurtalækningabók með snjáðum blöð- um. Ég_ keypti hana og fór að lesa hana. Þá skildi ég fyrst ömmu gömlu og jurtirnar. — Þá hefurðu farið að lækna? — Já, þegar ég kom heim, en mín fyrsta lækning var ekki með grösum. — Það kom sendimaður úr Núpsdal til mömmu og bað hana að koma og lækna mann, sem var lagztur í lungnabólgu. Hún gat ekki farið og Framhald á 862. síSu. 1T 1 ' - Erlingur grasalæknir hef- ur látið gera lítið kver, „ís- lenzkar nytjajurtir", þar sem hann segir fyrir um, að hvaða gagni ýmsar jurtir mega verða við sjúkdómum og sárum. Hér eru sýnishorn úr því kveri: Fífill (túnfífill): Þessi jurt er blóðhreinsandi, hreinsar lif- ur og milti, og er því góð við andarteppu, hjartveiki, kveisu o.s.frv. — Safinn úr fíflaleggj- unum er talinn taka vörtur af hörundi manna. Vallhumall: Vallhumall er ein fjölhæfasta lækningajurt. Græð ir sár, hreinsar blóð og stillir allt blóðlát, útvortis og inn- vortis. Bezta meðal við gigt er að núa staðinn með jurtinni grænni, marinni. Gott meðal við staðbundnum tökum er að taka blómknappa jurtarinnar að morgni, með áfallinu, ty.ggja og- kyngja leginum. Seyði af jurtinni læknar uppköst, niður- gang, þvagteppu. ÞUrrkuð og steytt í duft hreinsar hún og græðir sár, sömuleiðis soðin í smyrsl. Bæði seyði og smyrsl græða ýmis útbrot. Brönugrös: Örva hormóna- starfsemi. Blóðhreinsandi og skýrir hugsun. Góð við hósta og hæsi. Súra: Þessi jurt er blóðhreins andi, góð við ljfrarsjúkdómum: Þess vegna góð við gulu og gall setinum. Hjartastyrkjandi. Hrútaberjalyng: Blöð og ber eru hjartastyrkjandi, auka veik- >urða mönnum þrótt, góð við skyrbjúg. Styrkir slímhúð melt ingarfæranna. Sagt er, að séu berin kramin og lögð við hár- vöxt, verði hárið svart, er það vex síðar. Litunarmosi: Þennan mosa hef ég hvergi séð eða heyrt not aðan fyrr en móðir mín fór að nota hann sem lyf. Hún notaði hann fyrst við hjartveiki, síðar við magasári, blandaðan öðrum jurtum, svo sem heimulurót og horblöðku o.fl., eftir því sem sjúkdómseinkennin benda til. Þessi blöndun róar taugar og er því góð við svefnleysi. Burkni: Seyði af honum er gott ormdrepandi meðal, sér- staklega af rótinni. Einnig er duft gott af henni til að græða vond sár. Haugarfi: Bólgueyðandi, bæði lagður við sem bakstur og í inn- töku sem seyði og etinn hrár. Lokasjóður: Seyði af jurtinni er talið gott við hósta og til að þvo úr döpur augu. Maðra: Smyrsl af henni talin góð við stirðar sinar. Horbla'ðka: Þessi jurt er maga styrkjandi, þvagörvandi. Þerr- ar vessa og dregur úr rotnun í meltingarfærum. Talin eink- ar góð við skyrbjúg, gulu og miltisveiki, sömuleiðis lifrar- veiki og flestum innanmeinum. Seyði af henni blandag heimilis njólarót og litunarmosa græð- ir magasár og gefur góðar hægð ir. Einnig er jurtin talin góð við liðagigt og fótaverk. T í M I N N — SUNNUDAGSBLj 853

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.