Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn Sunnudagsblaš

						Allt  f  einu rekur  snáðinn  upp
skerandi skelfingaróp. Grípur báðum
,faöndum  um  höfuðið,  beygir sig  í
keng og brýzt um til að komast af
háihestinum.
„Hvað gengur á, drengur?"
„Ránfuglinn", segir snáðinn Og
stendur á öndinni.
Faðirinn -lætur snáðann á þúfna-
koll og lítur til lofts. Valurinn úr
Valshamri sveimar yfir enginu. Hann
er í rannsóknarför, fer að engu óðs-
lega, hnitar hringi og hverfur heim
í hamarinn.
„Ertu hrædur við fálkaskömmina?"
spyr faðirinn.
„Hann gat rennt sér niður til okk-
ar og dauðrotað mig með vængbörð-
unum!" segir snáðinn.
í brjóstinu á snáðanum býr mik-
ill ótti, sem speglast í augum hans
og öllu látbragði. En faðirinn skelli-
hlær. Hann tekur snáðann í handar-
krikann og öslar yfir keldurnar í
áttina til hestanna.
Snáðinn er ofsareiður.
Hann er reiður við valinn, sem er
morðingi. Hann er Iíka reiður við
pabba. sem hló. En reiðastur er hann
sjálfum sér — þykist ber að hrak-
smánarlegum  heigulshætti.
Faðirinn gerir ítrekaðar tilraunir
til að hefja viðrækur Þegar þær
bera engan .árangur, lætur hann
snáðann eiga sig í duttlungunum.
Þeir ná til hestanna, feðgarnir.
Faðirinn tekur einn hestinn. Það er
tinnusvört hryssa, sem er bezti reið-
skjótinn á heimilinu. Snáðinn er lát-
inn á bak. Faðirinn sezt fyrir aftan
hann
Snáðinn hefur sagt margar frægð-
arsögur af sér á bakinu á Tinnu.
Þær sögur tilheyra framtíðinni. Heim
ur. snáðans er svo a:|ðugur af dag-
draumum, sem eiga eftir að rætast.
En nú heldur hann í faxið, báðum
höndum, álútur og niðurdreginn —
gleymir alveg að dingla fótunum.
Við bæjarlækinn bograr gömul
kona og þvær sokkaplögg. Hún lem-
ur sokkana við stein og skolar þá í
rennandi iðunni. Óhreinindin lita
silfurtæran lækinn, mynda ta-uma
og þræði, sem hríslast út í straum-
inn. En bráðlega fær lækurinn aftur
sinn bjarta svip, Gormurinn hefur
dreifzt og botnfallið.
Snáðinn nemur staðar á lækjar-
hakkanum og horfir niður í straum-
fallið Hér er ekki kyrrstaða eins og
í tjarnarpollinum í enginu. Hann
bregður krepptum hnefum í buxna-
vasana, stendur fattur, blæs úr nös-
um í skaphita. Bítur á jaxlinn, svo
að gnístir í tönnunum.
„Þegar ég er orðinn gamall maður,
ætla ég að drepa!"
Gamla konan steinhættir að lemja
sokkaplöggin, horfir steinhissa á
snáðann og skilur ekki ofsa hans.
Snáðinn færist í aukana:
„Þegar ég verð stór, stelndrep
ég!"
,Guð almáttugur varðveiti þig,
blessað barn" segir gamla konan.
Snáðinn reigir sig í þéttingsþótta.
En honum er í blóð borin riddara-
mennska, vill eyða ótta gömlu kon-
unnar. Hún amma er svo góð, að það
má ekki gera hana ofsahrædda.
„Þú þarf't ekki að vera hrædd,
amma mín. Ég ætla alls ekki að
drepa þig."
„Hver hefur kennt þér þennan
munnsöfnuð?"
Snáðinn vill ekki munnhöggvast
við hana ömmu. En hann leggur ekki
eyru við neinum heilræðum. Hann
hefur svo oft hlustað á hana ömm-j.
Nú á amma að hlusta á hann.
„Ég ætla að ganga upp á Vals-
hamar."
„Hvað ætlar þú að gera uppi á
Valshamri?"
„Ég ætla að grýta grjóti ofan í
hamrana."
„Grýta grjóti o£an í hamrana?"
„Já, miklu grjóti."
„Það er ljótt að grýta grjóti. góði
minn."
„Ég ætla að grýta voðamiklu grjóti
og drepa."
„Talaðu ekki svona óguðlega,
drengur."
„Ég ætla að drepa valinn og hyski
hans f hömrunum."
„Hví segirðu þetta?"
„Ég segi þetta af því, að valurinn
drap öndina. Og valurinn drap eggin
hennar. Og valurinn eyðilagði hreiðr-
ið hennar."
Snáðinn myndar skeifu; her-
mennskusvipurinn hverfur af kringl-
óttu andlitinu. Hann missir taumhald
á tilfinningunni, tvístígur á lækjar-
bakkanum og sparkar \ jörðina. Stór
og skær augun fyllast af tárum.
Krepptu hnefarnir missa alla
reisn, fálmandi fingur grípa í pils
gömlu konunnar dauðahaldi. í návist
ömmu er skjól, þó að gusti á ber-
angrinum. Amma skilur allt. Þreytt-
ar hendur og sigggrónir lófar strjúka
s'efandi um hrokkinkollinn.
Snáðinn hefur bros'tið í grát. Græt-
ur sárt, eins og hjartað sé að bresta.
Hann stamar milli gráthviðanna:
„Komdu heim, amma!"   . /
MÁLARINN,
FRÆGASTI
Árið 1812 sté ungur, amerísk-
ur listamaSur á land í London
eftir langa ferð frá heimalandi
sínu „yfir höfin bráðu". Hann
var listmálari og kom til þess aS
nema meira í list sinni. Þessi
ungi maSur hét Samuel Morse,
sem frægur er um allan heim
fyrir að hafa fundiS upp ritsím-
ann, tæki, sem olli þátfaskilum í
viðskiptum manna.
Hann var ekki á þeim buxunum
um þessar mundir, að fást við upp-
götvanir. Málaralistin tók hug hans
allan, og skömmu eftir að hann kom
til London, vann hann einn mesta
listsigur sinn: Hann tók þátt í mál-
verkasýningu í London, sem Konung
lega akademían sá um. Samkeppnin
um að fá myndir hengdar upp á
þessari sýningu var mjög hörð, og
600 málarar urðu að bíta í það súra
epli, að sýningarnefndin dæmdi verk
þeirra úr leik. Mynd Morses: Hinn
deyjandi Herkúles, var úrskurðuð
ein a£ þeim níu beztu sem voru á
sýningunni, en alls voru þar sýnd
tvö þúsund málverk. Og akademían
sæmdi hann heiðursmerki úr gulli.
Meðan Morse hélt til í London,
skrifaði hann mörg bréf til móður
sinnar, sem saknaði hans mjög og
óttaðist um hann: „ Eg vildi óska,
að ég gæti sagt þér frá þessu á Þessu
andartaki", skrifar hann, „en þrjú
þúsund mílur verða ekki lagðar að
baki á einu andartaki. Við verðum
að bíða í margar vikur eftir að
heyra hvort frá öðru." — Mörgum
árum seinna sau menn, að Morse
hafði bætt við bréfið Þessum orðum:
„Mig var farið að lengja eftir rit-
símanum".
Morse stundaði listnám sitt af
kappi í London í þrjú ár, en þá hélt
hann heim til Bandaríkjanna. í byrj-
un vegnaði honum vel, og honum
bárust margar beiðnir um að mála
„Já^ góði minn."
' „Komdu  heim,  amma  mín,  og
klipptu á mér neglurnar."
„Hvers  vegna  á  að klippa  negl-
urnar?"
„Ég vil ekki verða kóngsgersemi
eins og ránfuglinn!"
856
T f M I N N
SUNNUDAGSBLAO
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 841
Blašsķša 841
Blašsķša 842
Blašsķša 842
Blašsķša 843
Blašsķša 843
Blašsķša 844
Blašsķša 844
Blašsķša 845
Blašsķša 845
Blašsķša 846
Blašsķša 846
Blašsķša 847
Blašsķša 847
Blašsķša 848
Blašsķša 848
Blašsķša 849
Blašsķša 849
Blašsķša 850
Blašsķša 850
Blašsķša 851
Blašsķša 851
Blašsķša 852
Blašsķša 852
Blašsķša 853
Blašsķša 853
Blašsķša 854
Blašsķša 854
Blašsķša 855
Blašsķša 855
Blašsķša 856
Blašsķša 856
Blašsķša 857
Blašsķša 857
Blašsķša 858
Blašsķša 858
Blašsķša 859
Blašsķša 859
Blašsķša 860
Blašsķša 860
Blašsķša 861
Blašsķša 861
Blašsķša 862
Blašsķša 862
Blašsķša 863
Blašsķša 863
Blašsķša 864
Blašsķša 864