Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 18
hBergsieinn Kristjánsson safnaði IDNl OG FLÓNSKA HELGI kaupmaður þótti heldur grannvitur og orðmargur. En kapps- fullur var hann við atvinnu sína. Hann verzlaði með alla skapaða hluti, allt frá fínasta silki og niður í gamla grásleppu. Eitt sinn kemur til hans frú ein ÓLAFUR LAPP var svo nefndur af því að „lapp“ var orðtak hans. Eitt sinn strandaði skip nálægt heimili hans. Fór Ólafur þá á strandstaðinn og hirti ýmislegt, sem hann girntist og gróf það niður- í sandinn í fjör- unni. Meðan Ólafur var að þessu of stór. En Helgi fullyrti að þau væru mátuleg og endaði þetta svo, að frúin keypti fötin. Daginn eftir kemur frúin með föt- in og segir, að svo hafi farið, sem hún hélt, að þau væru allt of stór á drenginn. En Helgi var ekki af baki dottinn, heldur sagði með mik- illi áherzlu: — Nei, það kemur sko ekki til mála, að fötin séu of stór. Meining- in er. að barnig er of lítið. ÖÐRU SINNI var frú ein að skoða vefnaðarvöru hjá Helga. Hafði hún lengi velt fyrir sér ströngunum, án þess að gera nein kaup. Farið var að reyna á þolinmæðina hjá Helga. Lokt spyr hún með nokkurri vanþókn un, hvort þetta séu danskar vörur. Þá svaraði Helgi með miklum ákafa: — Nei, nei, það er meiningin frá hinu útlandinu. leit upp frá verki sínu og svaraði hinn rólegasti: — Ég er að grafa þetta, lapp, til þess að því verði ekki stolið. Nágranninn spurði þá: — Hverjir eru það, sem stela? — Þeir, sem stela, lapp, þjófar eru alls staðar, svaraði Ólafur og hélt áfram verki sínu. ★ ÞÓRDÍS OG HALLDÓRA voru mikl- ar vinkonur og voru oft saman úti. Eitt sinn, er Halldóra kom heim, sagði hún frá ferðum þeirra á þessá leið: — Ég er búrn ag vera við tvær jarðarfarir í dag, ég fylgdi Dísu og Dísa fylgdi mér. ★ JÓSEP var mesti vinnugarpur og átti fáar tómstundir. Eitt sinn um hátíð, er hann átti nokkra frídaga, fór hann til kunningja síns og’’ bað hann að lána sér góða sögubók. Kunn inginn lánaði honum símaskrána, og fór hann með hana heim til sín. Eftir nokkra daga kom hann með bókina og þakkaði fyrir lánið. Var hann þá spurður, hvernig honum hefði líkað bókin. — Það er skemmtileg saga, sagði Jósep. ★ GUNNA GAMLA var að segja frá ættingjum sínum og komst þá svo að orði: — Ég á fjóra bræður, og þfeir heita allir Jónas, nema hann Bjössi, hann heitir Pétur. ★ KONA nokkur kom inn i vefnaðar- vöruverzlun og spurði hvort þar feng- ist grænsápa. Kaupmaðurinn, sem var danskur, svaraði með nokkrum þótta: — Nei, ég verzla ekki með mat- vöru. ★ JÓSEP var talsvert veðurgloggur að eigin dómi og taldi sig ekki þurfa að taka aftur þá s-pádóma, sem hann hafði einu sinni látið uppi. Eitt sinn snemma vors hitti hann nágranna sinn, og fóru þeir að tala um veðrið af miklum áhuga, en það hafði verið stirt um skeið. Jósep segir þá: 858

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.