Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 20
EVSorse - Framhald af 857. síðu. hagur hans var mjög bágur. Og um þessar mundir varg hann fyrir áfalli, sem hann tók sér mjög nærri. Banda rikja'ping hafði skipað nefnd, sem átti að velja úr fjóra listmálara til þess að skreyta hringsalinn í þing- húsinu. Adam forseti sniðgekk Morse, og Það særði listamannsstolt Morses djúpt: „Adam drap mig sem málara og gerði það að yfirlögð'u ráði,“ — sagði hann við einn af vin- um sínum. Eftir þetta hætti Morse alveg að rnála, en helgaði líf sitt ritsímanum. Fyrst hugsaði liann sér að nota raf- segul fyrir hvern bókstaf, en eftir margvíslegar tilraunir, fækkaði hann þeim niður í 3—4, og að lokum fékk hann kerfi sitt til að verka með einum rafsegli og tveim þráðum. Fyrsti símriti Morses var ákaflega frumstæður. Hann var festur á gam- alt litabretti og táknin voru send með hjálp skífu í stað þess, að nú er not- aður sérstakur lykill. 24. janúar sýndi Morse tæki sitt opinberlega í fyrsta sinn. Hann von- aði fastlega, að þingig léti honum í té nægilegt fé til þess að koma á rit- símasambandi milli fjarlægra staða. En það var ekki fyrr en fimm árum seinna, að þingig veitti honum 30. 000 dollara til þess að koma á sím- skeytasambandi milil Baltimore og New York. Línan milli þessara stór- borga var tekin í notkun árig eftir, þar með var grundvöllurinn lagður að hinni hröðu uppbyggingu í Banda ríkjunum. í Evrópu tóku menn einn ig tæki Morses í sína Þjónustu, og lífið brosti nú vig honum. Á þingi tíu þjóða í París,, sem haldið var 1858, ákváðu Þær, að tillögu Napole- ons III að heiðra Morse með 400.000 frönkum. Af þessari miklu fjárhæð fengu samstarfsmenn hans sinn hluta, en í hans hluta komu samt 19.000 dollarar. Helztu vísindastofnanir l.aimsins heiðruðu hann. Hann var gerður að heiðursdokto/ við Yalehá- skólann í Bandarikjunum og þjóð- þjóðhöfðingjar Danmerkur, Frakk- lands og Prússlands sæmdu hann orðum. Á ferðalagi sínu í Evrópu heim- sótti hann Rússland,' og Alexander III. tók persónulega á móti honum í Pétursborg og gaf honum styttu, sem stendur í Central Park í New York. Morse andaðist, þegar hann var 81 árs ag aldri. Hann hafði hlotið frægð og heiður fyrir símrita sinn, en áreiðanlega hefur hann óskað frem ur eftir því að vera metinn sem listamaður, meðan hann lifði. En nú er hann álitinn meðal fremstu and- litsmálara síðustu aldar í Banda- ríkjunum. NJÁLSBRENNA - Framhald af 851. síSu í Austur-Landeyjum. Og Njála nefnir þrjá bæi í Vestur-Landeyjum, Berg- þórshvol, Álfhóla og Berjanes. í Aust ur-Landeyjum kemur einungis einn bær vig sögu Njáls, þ.e. Hvítanes, þar sem Höskuldur bjó. Vegna strjál- býlis hefur því ekki verið auðhlaup- i'ð að því að draga santan mikið lið á skömmum tíma. Og mestu mun þó sennilega hafa ráðig í því efni, að öflugustu styrktarmennirnir, höfð- ingjarnir Ásgrímur Elliðagrímsson og Hjalti Skeggjason, voru búsettir úti í Árnessýslu. Af því ag nálæga for ustu vantaði, getur liðssöfnunin hafa lent í hiki og handaskolum, og ekki sízt vegna þess, að Flosi mundi lið- sterkur og því ekki auðsóttur nema með öruggri forystu og fjölmennu liði. Eitt af því, sem bendir á undirbú- inn liðssafnað af hálfu Njáls og sona hans, er og viðbrögg Flosa í brennu- lokin. Hann telur sér eigi setugrið boðin, sem von var til. Og hann hrað- ar mjög ferð sinni, fer jafnvel áður en vitað er með vissu, hvort allir séu dauðir, sem við eldinn börðust. En hann fer ekki beina leig inn í Þórs- mörk, sem var þó skemmsta og heppi- legasta leiðin austur á bóginn. Hann fer heldur í aðra átt — upp í Hvol- hrepp — eða stytztu leið frá Berg- þórshvoli til fjalls og skógar. Hann sýnist hitta Ingjald frá Keldum að- eins vegna þess, að leiðin, sem hann velur til undankomu, gaf honum svo gott tækifæri til þess. Það, hvernig Flosi hagar ferg sinni frá Bergþórs- hvoli, verður naumast skilið á ann- an veg en að hann hafi búizt við á- rekstri við andstæðinga á hverri stundu. Annars hefði hann ekki sótt til skógar úr leig eða falið sig í fjöll- um dögum saman. Og sagan sjálf staðfestir fyllilega, að Flosi hafi í þessu ekki farið viilur vegar. Það skiptir ekki löngum togum áður en Ásgrímur og Hjalti eru komnir aust- ur að Þverá — alla leið utan úr Árnessýslu — meg fjölda manns. Af öllu því, sem hér hefur verið sagt, leyfi ég mér að draga eftirfar- andi ályktanir: Njáll gengur ekki hugsunarlaust inn í húsin á Bergþórs hvoli í síðasta sinn. Hann fer þang- að ásamt mönnum sínum, af því að hann veit húsin rammger og því örð- ug til sóknar. Hann veit, að eldur muni að þeim borinn, en hann er viðbúinn að mæta honum. Og hann byggir á því, ag vörnin inni muni endast þangag til fyrir, komi til hjálpar. En þétta lið, sem búið var að ieggja durög fer öðruvísi en ætlað var. Kolur Þor- steinsson finnur ráð til að flýta brennunni og tekur hún því skamma stund. Hjálpin utan frá kemur of seint. Njáll hefur gjört sitt til þess að bjarga sér og sínum. En þegar varnirnar bregðast af óvæntum or- sökum, vill hann ekki lifa lengur. Hann kýs að deyja með sonum sín- um, af því að honum mistókst að verja þá og vantar jafnframt kjark og getu til að hefna þeirra sjálfur. Þannig skilst mér, að Njáli hafi farið á hinni átakanlegu úrslitastund, en hvorki oftrú né elliglöp hafi ráðið gerðum hans. Njáll virðist stundum ekki hafa 'sett það fyrir sig að beita brögðum og tefla á tvær hættur. Ef treysta má sögunni, er ljóst dæmi þess fyrsta ferð Gunnars á Hlíðarenda í Dali vestur, sem farin var að ráðum og undirlagi Njáls. Ef til vill hefur hann ætlað Flosa að falla á sjálfs síns bragði á svipaðan hátt og Hrútur féll fyrir Gunnari. Með því að leyfa Flosa að komast alla leið að sér og bera eld að húsum, gat Njáll verið að safna glóðum elds að höfði honum- Tækist að hrekja hann frá því hefnd- arverki með utanaðkomandi hjálp, hafði hann verr af stað farið en heima setið. Það sagðist ekki lítið á því að bera eld að húsum manna. Njáll liafði því ráð Flosa í hendi sér og átti auðvelt með að jafna víg Höskuldar Hvítanessgoða, ef hann hefði getað hrundið brennunni af höndum sér í tæka tíð. Að dómi fróðra manna er Njála ekki skráð fyrr en um 250 árum eft- ir að atburðir hennar gerast. Það þarf því enginn að furða sig á því, þótt margt kunni að hafa gerzt eitt- hvað öðruvísi en sagan sjálf vill vera láta. Hinn glæsilegi höfundur Njálu er ef til vill fyrst og fremst skáld, sem byggir listaverk sitt utan um harmleikinn mikla, brennu Njáls og sona hans, án þess að hafa örugg söguleg gögn í höndum. Þess vegna verður honum ekki legið svo mjög á hálsi fyrir það, þótt hann misskilji síðustu fyrirskipunina, sem Njáll gef- ur. Eg ge'hg þess ekki dulinn, að ýms- ir muni ekki vera mér alls kostar sammála um fyrrgreindar niður- stöður. En hvað sem því líður, verður því ekki neitað, að þær sýna Njál heilsteyptastan og sjálfum sér sam- kvæmastan alveg fram á síðustu stund. Og ég vona, að þrátt fyrir allt megi þessar hugleiðingar mínar frem- ur verða til þess að nálægja menn sögu Njáls, örlögum hans, mannviti, drengskap og dáð. Njálssaga er eitt af þeim sígildu þjóðarverðmætum, sem engin ísler.zk kynslóð hefir ráð á að láta sig litiu skipta eða gleyma- 860 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.