Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 21
KATANESDÝRID — Framhald af 848. síSu. sen eigi að síður nokkru eftir ára- niótin. og óskaði rannsóknar og dóms. Cróst það þó fram á vorið, ag sýslu maður sinnti þessu. En á næsta Kanntalsþingi í Saurbæ tók hann mál ið upp. Var þá þangað kominn Daní- el Fjeldsted, bróðir Andrésar, og lagði hann fram ýmis gögn. Sýslu- niaður yfirheyrði síðan Þorstein á Þórustöðum og Símon á Geitabergi, en gerði allmargar athugasemdir við frásögn Andrésar, þótt hann viður- kenndi á hinn bóginn, að hann hefði sent eftir honum og ætlað honum kaup fyrir ómak sitt gegn framlagi frá fleiri aðilum. Helgi Sveinsson bað um frest til þess að afla gagna í mál mu, en sýslumaður vísaði þeirri kröfu á bug án þess að hafa einu sinni svo mikið við að yfirheyra Helga. Nokkrum vikum síðar kvað sýslu- maður upp dóm heima í Hjarðarholti, an þess að' hirða um frekari rannsókn. ^rarð sá dómur hans, að þeim Símoni og Helga bæri að standa Andrési skil a kaupi fyrir Katanesförina, og þar eð þeir hefðu ekki mótmælt kaup- kröfum hans fyrir rétti, skyldu þeir greiða honum óskerta þá fjárhæð, sem hann fór fram á, níutíu og sex krón- ur, og þar á ofan átta krónur til Haníels Fjeldsteds og málskostnað allan. Símon og Helgi undu þessum dómi hla. Þótti þeim sýslumaður hafa um margt komið fram eins og hann væri umboðsmaður Andrésar, en ekki hlut faus dómari. Þeir töldu einnig, að aldrei hafi verið löglega um málið fjallað í sáttanefnd og meðal annarra augljósra missmíða væri, að Helgi Svéinbjörnsson var aldrei yfirheyrð- ur 0g stefna ekki birt fyrr en eftir að rannsókn málsins var lokið í Saur- hae. Áfrýjuðu þeir því héraðsdómin- um til landsyfirréttar. Landsyfirréttur kvað upp dóm sinn snemma árs 1878. Féllst hann á, að ekki hefði farið fram lögleg sátta- Llraun, og væri því öll meðferð máls- rns f héraði ómerk. Þar að auki þótti landsyfirrétti óviðurkvæmilegt, að vitni skyldu yfirheyrð, áður en þeim Var stefnt, og þag látið ráða fjár- næg þeirri, sem Andrés var dæmd, að málsaðilar höfðu ekki borið fram formlegar kröfur fyrir réttinum, að Pví er virtist sökum þess, að dómar- mn hafði sjálfur vanrækt að láta þeim f té leiðbeiningar í því efni. var málinu vísað heim í hérað á nyjan leik. Ekki þóttu samt missmíð<- lr' á málarekstri sýslumanns svo gróf, hann yrði sjálfur látinn bera máls nostnaðinn, og var því Andrés dæmd- m til þess að grejga þeím Símoni T í M I N n og Helga málskostnað í héraði og fyrir landsyfirrétti, tuttugu og fimm krónur. Málið var aldrei tekið upp að nýju í héraði. Er því annað tveggja, að gengið hefur verið á milli og deil- urnar jafnaðar í kyrrþey eða Andrés hefur látið kröfur sínar niður falla, og er það líklegra, því að enginn kann frá því að segja, að þeir Símon og Helgi hafi neitt látið af hendi rakna við hann. Varð því hér fullur viðskilnaður dómstólanna við „hið nafnfræga, voðalega og kynlega Katanesdýr, er vera átti í tjörninni hjá Katanesi — dýr. sem hreppsbúum þá stóð svo mikill ótti af, ag opinber stjórnarvöld í sveitinni skárust í leik inn til að ráða það af dögum“, eins og komizt er að orði í málsgögnunum. XIV. Það fennti fljótt í spor Katanes- dýrsins, þegar umsátrinni um tjörn- ina linnti. Ævintýrig af Hvalfjarðar- strönd gleymdisít þeim, er ekki höfðu sjálfir verið við það riðnir. En við dóm landsyfirréttarins færðist á ný fjör í umræður manna um það. Gætti þess þá allmikið, að menn gerðu gys að uppþoti því, sem dýrið olli, og ekki létu þeir sér sízt háðuleg orð um munn fara, er töldu sig öðrum fróðari í náttúruvísindunum. Kvað svo rammt að þessu, að þeim, sem sárast var um orðstír Katanesdýrsins, gerðist óvært. Norðanfari á Akureyri tók loks af skarið vorið 1878: „Af því vér heyrum sagt, að sumir náttúrufræðingar vorir hafi vefengt og gert narr að sögn manna um Kata- nesdýrið, er mál kvað risið út af, sem sást þar sumarið 1876, og talið ó- mögulegt, að slík dýr eða náttúruaf- brigði ættu sér stað, heldur væri þetta uppdiktur einn, þá viljum vér benda á, vitringum þessum til at- hugunar, og lesendum til fróðleiks, að ýms fásén og ókennd dýr hafa sézt oftar hér á landi, án þess að sagnir þær verði vefengdar, þvf flest- ir af þeim, er um það hafa ritað, hafa verið merkir menn, lausir við alla hjátrú og hleypidóma, þótt vitr- ingar þessir skilji það ekki.“ Vitnaði blaðið síðan til óteljandi dýra og fiska, sem sézt höfðu eða rekið á fjörur, allt frá árinu 1639 fram til 1868, máli sínu til stuðningS. Þar með lauk blaðaskrifum um Katanesdýrið hér á landi. En seinriá komst mynd, ásamt dálítilli kynn- ingu af því, á síður dansks tímarits, svo að ekki verður annað sagt en að því væri nokkur sómi sýndur, þrátt fyrir vefengingar „náttúruvitringa vorra“. Dr. Sturla FriSriksson Ræktunartilr au nir á liálendinu Á hálendi landsins hefur átt sér stað stórkostleg eyðing gróðurlentiis. svo að þar eru nú stór Hæmi berar og gróður- vana auðnir, þar sem áður var sannanlega gróið land. Svo ný- lega hefur jarðvegurinn fletzt af sums staðar, að enn er mold- arlitur á steinum og jarðvegs- leifar ekki með öllu horfnar úr brekkum og lægðum. Orsakir þessa eru þó ekki þær, að gróður geti síður þrif- izt á hálendinu nú en verið hef ur. Dr. Sturla Friðriksson grasa fræðingur hefur sannað með tilraunum, að unnt er að rækta túngresi og korna upp töðu- völlum'uppi á hálendinu, rétt eins og niðri í byggð, jafn- vel í sex hundruð metra hæð yfir sjávarflöt. Um þetta flutti hann fynr skemmstu merkilegt erindi á vegum Náttúrufræði- félagsins. (Helztu heimildir: Þinga- og dómabók, bréfabók, bréfadagbók og bréfasafn Borgarfjarðarsýslu, dómsskjöl landsyfirréttar, Þjóð- ólfur, ísafold, Norðanfari, Sagna- kver (Katanesdýrið eftir Ólaf Þor- steinssön), Þjóðsögur og munn- •mæli dr. Jóns Þorkelssonar, Minn- ingar Guðrúnar Borgfjörð, Sagna- þættir Þjóðólfs, Lbs. 1973 4to, prestsþjónustubækur og sóknar- mannatöl Saurbæjar á Hvalfjarð- arströnd og Garða á Akranesi, •sóknarmannatal Mela í Melasveit, útfararræður séra Jón Benedikts- sonar). SUNNUDAGSBLAÐ 861

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.