Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 6
SIGURJON JONSSON FRÁ ÞORGEIRSSTÖÐUM: BA RNA FOSS OG VERÐANDI I. í Hvítá í Borgarfirði, uppi í Hál«a- sveit, er foss, sem svo er getið í ís- lenzkum þjóðsögum: „Það er sagt, að eftir það að Músa-Bölverkur í Hraunsási veitti Hvítá í gegnum ásinn, hafi verið sbeinbogi á ánni sjálfgjörður. Átti þá Hraunsás kirkjusókn að Gilsbakka. Einu sinni bjó kona nokkur í Hraunsási. Hún átti tvo sonu stálp- aða; auðug var hún að fé. Einhverju sinni fór hún og allt heimafólk henn- ar til kirkju upp að Gilsbakka. Vóru .þá sveinarnir tveir einir heima og tók hún þeim vara fyrir að fara ekki frá bænum meðan hún væri í burtu. En þegar fólkið var farið í burt, ætl- uðu drengirnir að elta kirkjufólkið og fóru norður ásinn. Þeir komu að boganum, en það er sagt, að boginn var mjór og hátt ofan að vatninu, en foss undir. Sveinarnir tóku þá höndúm saman og leiddust. Fóru þeir þá út á bogann og ætluðu yfir ána. En þegar þeir komu út á miðj- ann bogann varð þeim litið aiður fyrir sig. Þá sundlaði þá, er þeir sáu í iðuna undir boganum og féllu út af niður í ána. Þegar fólkið kom heim aftur, íund- ust sveinarnir hvergi. Móðir þeirra lét leita að þeim, en allt kom fyrir eitt, sveinarnir fundust ekki. Hún frétti þá hvernig á stóð; því eínhver átti að hafa séð til sveinanna, en orð- ið of seinn til hjálpar. Reiddist þá konan og lét höggva bogann af ánni með þeim ummælum, að þar skyldi engi framar lífs yfir komast. Fossinn heitir síðan Barnafoss.“ — II. Árið 1882 sendu fjórir íslenzkir námsmenn í Kaupmannahöfn út til íslands tímarit, sem þeir nefndu Verð andi. Þetta er aðeins 140 blaðslðna hefti. En þó að það væri ekki meíira að vöxtum, hefði fjórmenningunum 390 I t M i N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.