Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 15
Lóninu yfir Kjarrdalsheiði, Illakamb og Kollumúla. Vegurinn, sem ég fór 1882, yfir Hofsjökul, er nú af lagður. Hann er orðinn ófær sakir jökulsprungna. — Niður í Geithellnadal má enn klöngrast sem fyrr, en sá vegur er illfær með burð . . . Um morguninn 17. ágúst fór ég úr Víði dal upp á öræfin, og fylgdi Jón bóndi Sigfússon okkur. Yfir Vxðidalsá fórum við fyrir neðan bæinn og riðum svo upp á hjalla, austan í Kollumúlanum. Þar fellur Múiaá í háum fossi niður stallana og í Víðidalsá . . . Frá Múlaá riðum við hjailana inn í Víðidalsbotn. Blágrýti er hér aðalefni fjallanna aust- an og norðan við dalinn, og eru þar víðast ux'ðir ofan á. Hálendið hér efra ex allt þakið blágrýtisurðum, öldumynd uð holt og sker, lágar bungur og háls- ai. Þetta urðaland tekur yfir geysi- mikið svæði. Það var nær frá Vatnajökli niður undir Skriðdal og Hérað um há- lendisbungurnar allar milii dalabotn- anna og Jökulsár í Fljótsdal. Alþýða manna í næstu byggðarlögum kallar þetta svæði Hraunin . . . Botninn á Víðidal nær hér um bil jafn langt norður eins og innsti sporðurinn á Hofsjökli . . . Upp af Víðidal gengur grunn dæld alllangt upp eftir Kollumúl'a og Hnútu, og ganga þau saman fyrir norðan dældina. Niður þessa hvilft renn ur Víðidalsá gegnum eintómt stórgrýti og urðir. Upp af iiinum eiginlega Víði- dalsbotni er kölluð Múiaheiði. Þar eru á stöku stað mýrarver, en víðast þó klungur og urðir. Þar heitir enn Norð- lingavað á Víðidal'sá eins og á Jökuisá við Leiðartungur. Við riðum upp með Víðidalsá um ein- tómar urðir og stórgrýti, hinn versta veg, og upp um nraunin upp af Víði- dalsdröngum. Þar sem Víðidalsá fellur niður af hálsaþrepinu, er sameinar Hnútu og Kollumúla, er í henni foss, sem heitir Dynjandi. Annar foss í sömu á, rétt fyrir ofan Víðidalsbæinn, heitir Beljandi. Upp Víðidalsdrögin segir vörðustrjálingur nokkur dálítið til veg- ar. Vörður þessar voru byggðar í vor til leiðbeiningar fyrir þá, er kynnu að vilja ferðast fjallaleið úr Lóni til Héraðs, en þeir munu nú líklega ekki enn vera margir. Vegurinn til Héraðs beygir norð ur á við nálægt efstu drögum Víðidals- ár, en við héldum til suðvesturs og stefndum á Marköldu. Þar eru eintóm- ar horngrýtisurðir yfir að fara, og urð- um við oftast að teyma og selflytja hestana, þar sem verst var“. Þannig farast Þorvaldi Thoroddsen orð um nágrenni Víðidals og leiðir þær, sem þaðan lágu. II. Þrátt fyrir þau vandkvæði, sem voru á búskap í Víðidal, leituðu menn hvað eftir annað í þessa tröllabotna á nítj- ándu öldinni. Þessi fjall'adalur laðaði og seiddi þá, er áttu þröngt um vik niðri í sveitum. — Sá maður, sem fyrstur reisti þar bæ, svo að kunnugt sé, hét Stefán Ólafsson, kallaður hinn sterki. Hann var bónda- sonur frá Húsavík eystra, og hafði faðir hans Ólafur Hallgrímsson, átt hann með bústýru sinni milli kvenna. Var Stefán mikill vexti og afrenndur að afli, en lítill gæfumaður, ekki góðmenni kallað ur né neinn eljumaður, þrátt fyrir mikla orku. Hann barst snemma á ævi upp að Aðalbóli í Hrafnkelsdal, og andaðist Aðalbólsbóndi á meðan hann dvaldist þar, en Stefán gekk síðan að eiga ekkj- una, Önnu Guðmundsdóttur. Þau bjuggu síðan í Litlu-Breiðuvík, og þar gerðist sá atburður, að Stefán átti barn með vinnukonu þeirra hjóna, unnustu Árna, sonar Hjörleifs hins sterka Árnasonar á Snotrunesi. Hugðist Stefán villa um, hver væri móðir barnsins, og lét Önnu, konu sína leggjast á sæng og láta sem hún hefði alið það. En þetta komst upp, og voru hjónin í Litlu-Breiðuvík bæði dæmd til hýðingar fyrir barnsviliu. Síð- ar hröktust þau suður á fjörðu, og þar brá Stefán á það ráð, að flytjast í Víði- dal, þegar torveldlega gekk að fá jarð- næði í byggðum. Hann varð sér úti um heimild til þess að húsa bæ í Víði- dal og fluttist þangað með Önnu vorið 1834. Um svipað leyti settust mágur hans og systir, Valgerður, að í Eski- felli innan við aura Jökulsár í Lóni. Það segir fátt af búskap Stefáns, en vafalaust hefur hann ekki verið á marga fiskana, enda voru harðindi hin næstu ár, einkum 1835 og 1836, er mikill fellir varð í Suður-Múlasýslu, jafnvel á kúm. Það er með öllu ókunnugt, hvað gerðist í dalnum þessi ár. Þó herma sagnir, að einn veturinn hafi drengur á fermingar- aldri, er var á vist með Stefáni, horfið og ekki fundizt síðan. Var það jafnvel eignað Stefáni, að hann hefði orðið drengnum að bana, en engum líkum verður það stutt, þaðan af síður að rök verði að slíku' færð. Stefán og Anna þraukuðu í Víðidal til ársins 1838. Þá hröktust þau að Flugu stöðum í Álftafirði „flosnuð upp frá nýbýlinu Viðidal". Skildi með þeim Önnu skömmu síðar, og barst Stefán síðan stað úr stað og hélt sér jafnvel uppi á umferð á köflum. Lagði hann þá stund á lækningar og fékkst meira að segja við að koma af reimleikum, því að hann mun hafa talið sig kunna nokk uð fyrir sér. Kofarnir i Víðidai stóðu nú auðir í nokkur ár, unz til kom annar maður, er hafði hug á að setjast þar að. Sá hét Þorsteinn, sonur Hinriks bónda og hreppstjóra Hinrikssonar á Hafursá í Skógum. Þorsteinn mun hafa verið nokkuð laus í ráðum og enginn fjárafla- maður. Árið 1844 var hann vinnumaður á Berunesi á Berufjarðarströnd, þá kominn á fimmtugsaldur. Þar var þá Ólöf Nikulásdóttir frá Breiðabólstað á Síðu, bróðurdóttir Eiríks sýslumanns Sverrissonar. Hafði Ólöf kvænzt roskn- um ekkjumanni, Sigurði Jónssyni í Kambshjáleigu í Hálsþingum og átt með honum fimm börn. Voru þeirra á meðal dætur, er hétu Guðný og Hall- dóra. Þegar Sigurður lézt, tvístraðist heimilið, og fór Ólöf i vistir. Er nú skemmst af því að segja, að hún átti tvo syni, Sigurð og Þorstein, með Þor- steini Hinrikssyni, en hann hafði átt eitt eða tvö börn áður. Vafaiaust hefur sveitaryfirvöldunum þótt í mikið óefni stefnt, og er hætt við, að þeim Þor- steini og Ólöfu hafi ekki veitzt auðvelt að fá samastað. Árið 1847 hverfa þau líka úr sóknarmannatölum, og verður að hafa fyrir satt, að það vor hafi þau flutzt í Víðidal með syni sína tvo. Þang að mun hafa fylgt þeim ein dætra þeirra, er Ólöf atti með Sigurði í Kambshjáleigu. Hafa sumir talið, að það hafi verið Guðný, en líklegra er, að það hafi verið Halldóra, því að hún hverfur einnig þetta sama ár, þá. þá tólf eða þrettán ára gömul. FóLkið. sem settist að i Víðidal, var í rauninni kom- ið út úr mannfélaginu, og enginn prest ur hirti um að skrá það í bækur sínar. Þorsteinn settist að í kofum Stefáns Ólafssonar í forboði hans. Hafa það varla verið björguleg húsakynni, búin að standa auð í níu ár. Búskaparsaga Þorsteins í Víðidal varð lika enn styttri og hörmulegri en saga Stefáns. Kofarnir stóðu við dálltinn læk á grund undir hlíðarkjamma. Vetrarkvöld eitt hljóp á þá snjóflóð og færði þá í kaf, og þar lét Þorsteinn Hinriksson lifið, ásamt drengjunum báðum. Fiestum heimildum ber saman um það, að þetta hafi verið þrettándadagskvöld, en hitt er ekki að fuliu ijóst, hvort það hafi verið fyrsta eða annan vetur fólksins í dalnum, 1848 eða 1849. Miklum snjó hafði kyngt niður, áður en þetta gerðist, en síðan brá til hláku. Hljóp þá vatn úr iæknum £ fannfergið og ruddi því fram. Sumir telja, að Þor- steinn hafi verið að lesa húslesturinn, er þetta gerðist, en líklegra er þó, að því hafi verið lokið, því að mæðgurnar voru frammi við, en Þorsteinn í bað- stofu hjá drengjunum. Allt er þetta þó nokkuð óljóst, og segja sumir, að mæðgurnar hafi verið í eldhúsinu eða búri — aðrir, að þær hafi verið að mjalta kúna. Ein sagan segir, að þær hafi verið i göngunum, og hafi Ólöf orðið þar föst undir rústunum, en tekizt að losa sig með aðstoð dóttur sinnar. Mun hún hafa meiðzt allmikið, og er ýmist tilgreint, að hún hafi við- beinsbrotnað, síðubrotnað eðá hand- leggsbrotnað. Til er sú sögn, að hún hafi verið vanfær og alið barn þarna í rústunum. En um það ber öllum heimildum sam an, að þær mæðgur hafi hafzt við í rústunum svo að vikum skipti, og eru Framhald á 837. siðu. IIIDINN — SUNNUDAGSBLAÐ 831;

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.