Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn Sunnudagsblaš

						gömlu nemenda hans, Jónas Hall-
grímsson, stóð að, ásamt fleiri
menntamönnum í Kaupmannahöfn.
Mörgum þótti Fjölnir ærið viðsjár-
verður. En séra Jón var á öðru máli.
Því fór fjarri, að hann væri sammála
öllu því, sem þar var haldið fram,
eií hann þóttist kenna þar þeirrar
lífshræringar, fjörs og áhuga, sem
hann vildi meta og virða Hin fyrsta
bók Magnúsar Eiríkssonar, þar sem
vefengdár eru ýmsar kennisetning-
ar kirkjunnar, einkum barnaskírnin,
kóm einnig út á síðustu árum séra
Jóns. Margir íslendingar lögðu hatur
á Magnús fyrir skoðanir hans og
rægðu hann og affluttu eins og þeir
höfðu hugkvæmni til. Séra Jón fyllti
ekki þann flokk, enda annaðist Magn-
ús prófarkalestur smárita hans í Höfn.
Hann var Magnúsi ekki sammála, en
unni honum sannmælis. Hann sagði.
að bókin væri „f tillití margs vel
samin og mikill í henni í bland sann-
leikur, en röksemdir hans mótí barna
skírninni finnast mér af sárlitlu
verði".
Þ6 að séra Jðn væri óbilgjarn í
mörgu, átti hann einnig í fari sínu
frjálslyndi, sem hann Iét ellina ekki
glepja. Aftur á móti hraus homrm
hugur við því, er Jakob Pétursson á
Breiðumýri, alræmdur maður meðal
bænda fyrir óvirðingu á trúarbrögðun
um, keypti Grundartorfuna og seildist
þannig til áhrifa i hinum gömlu sókn-
um hans.
Helga tómasdóttir dó í Dunhaga
vorið 1841 Séra Jón þraukaði nokkr-
um árum lengur. Yngsta dóttir hans,
Guðrún, fél! frá, en alltaf hjarði séra
Jón og hélt furðanlega burðum sínum.
Síðustu misserin varð hann þó að fá
séra Hákon til þess að messa fyr-
ir sig annað veifið. En skriftum hélt
hann áfram á rrieðan hann fékk valdið
fjöðurstaf og lét ekki aftra sér, þótt
orðinn væri hann ærið skjálfhentur.
Og ekki afrækti hann dagbókina, er
hann haf ði skráð óslitið frá því hann
var ungur maður. f hana skrifaði
hann, þar til fáum vikum áður en
hann dó.
En loks kom þar, að hann þraut
með öllu sumarið 1846. Á afmælisdag
hans, 28 ágúst, er hann varð 87 ára.
var mjög af honum dregið, og þá
heyrði fólk hann síðast mæla skiljan-
leg orð umfrám já og nei. Þá bað
hann ]>ess, að yfir sér væri sunginn
sálmur, Jesús Kristur að Jórdan kom.-
Um það bil víku síðar andaðist hann.
Engum getur blandazt hugur, þar
hneig mikilmenni að velli.
Þegar farið var að kanna hirzlur
hans, fannst bréf til sonai hans, séra
Jóns helsingja, er fengið hafði Grund-
arþing eftir hann. Voru bar í áminn-
ingarræður, er hann ætlaði dætrum
sfnum tveimur, er lifðu hann — Sig-
ríði i Stærra-Árskógi ot; Margréti,
Framhald á 358. siðu.
ÁRNIKETILBJARNAR:
5TAÐARHÓLSPÁLL
Páll Jónsson sýslumaður var son-
ur Jóns Magnússonar, sýslumanns á
Svalbarði, og Ragnheiðar á rauðum
sokkum Pétursdóttur, Loftssonar,
Ormssonar, Loftssonar ríka á Möðru-
völlum.
Hann fæddist á Svalbarði við Eyja-
fjörð árið 1535 og var bráðþroska
og snemma gervilegur, skarpvitur og
ákafamaður mikill. Á unga aldri
stundaði hann vísindi þau, er mönn-
um var þá títt að nema.
Páli lék mjög hugur á að ná Stað-
arhóli, er hafði af hinum fyrrí bisk-
upum verið dæmdur beneficium.
Keypti Páll af samörfum móður sinn-
ar rétt þann, er. þeir kynnu að hafa
til Staðarhóls, fór svo utan þá 17
vetra og klagaði fyrir konungi 1552
hald á Staðarhóli og ofríki hinna
fýrri biskupa og þáverandi biskups,
sem var Marteinn Einarsson, próf-
^asts og Ölduhryggjarskálds, Snorra-
sonar á Staðarstað. Hafði Marteinn
biskup fengið Daða Guðmundssyni,
mági sínum, Staðarhól að léni, og
vildi Daði ekki laust láta.
Vegná klögunar Páls bauð konung-
ur Ormi lögmanni Sturlusyni að gera
honum þar í lög og rétt, en Ormur
dæmdi málið 1553 undir konungsdóm.
Páll sigldi um haustið til þess að
fylgja fram málum sínum. 1554 kom
hann út með þann dóm konungs í
málinu, að erfingjum Lofts Orms-
sonar bæri Staðarhóll.
Eigi lá að heldur Staðarhóll laus
fyrir, og hélt Daði svo lengi sem
hann gat, og voru þar um mél og
stefnur milli Páls og Daða, og gerðist
af fullur fjandskapur þeirra á mill-
um. í þriðja sinn fór Páll utan og
klagaði, að hann næði ekki Staðar-
hóli. Bauð þá konungur, að Knútur
Steinsson höfuðsmaður skyldi skakka
Ieikinn, og með aðstoð Eggerts lög-
manns Hannessonar varð Daði í
Snóksdal að láta í minni pokann og
afhenda Páli Staðarhól eftir lang-
vinnt þras og malaferli.
Þá kem ég að konuefninu, Helgu
Aradóttur. Foreldrar hennar voru
Ari lögmaður Jónsson, biskups, Ara-
sonar á Hólum, og Halldóra, dóttir
Þorleifs sýslumanns Grfmssonar á
Möðruvöllum, Pálssonar, Brandsson-
ar lögmanns. Ara lögmanni er svo
lýst, að hann hafi verið maður vel
viti borinn, lærður á latneska og
þýzka tungu, lögspakur, sagnfróður,
örlátur og vinfastur, en stríður og
stórlyndur, þá illu var að skipta, en
þó sannur höfðingi og heiðursmaður,
sem menn báru virðingu fyrir.
Eftir aftöku Ara löginanns í Skál-
holti 1550, ólst Helga Aradóttir upp
á Grund í Eyjafirði hjá Þórunni
Jónsdóttur, föðursystur sinni. Var
Helga nálægt 13 vetra, er feðgarnir
þrlr, Jón biskup Arason, Björn offfc
cialis á Melstað og Ari lögmaður,
voru af lífiteknir. Helga þótti í ung-
dæmi sínu nokkuð uppvöðslumikíl og
blandin mjög. Það er eitt til merk-
is talið, að einhverju sinni lét hún
fylgja sér upp að Möðruvöllum, þá
er Þorleifur afi hennar, var í kaup-
stað, ásamt konu sinni. Hitti hún
Hallóttu, móðursystur sína, og bað
hana að koma með sér í kirkju, sem
Hallótta gerði. Fann Helga lykla að
kistum þeim, er Þorleifur geymdi I
skjöl fyrir jörðum sínum, sem marg-
ar voru, tók skjölin til sín.
- Þegar Þorleif ur kom heim og
nokkru síðar kannaði kistur sínar,
saknaði hann skjalanna og þótti illa
farið. SóTveig, kona Þorieifs, komst
að því hjá Hallóttu, hvað valda
mundi, og gat svo með lagi náð aft-
ur skjölunum og komið þeim í kistu
Þorleifs. Þegar hann eitt sinn lauk
upp kistu sinni og sá, að skjölin
voru komin aftur í hana, mælti hann!
„Guð sé lofaður og hinn heilagi
Martínus, hann gefur oss nógu gott",
sem var máltæki hans.
Allt heimilisfólk á Grund fagnði
því, þegar Helga fór þðan.
Nú víkur sögunni aftur til Páls.
Hann var 15 vetra, þegar þeir Hóla-
feðgar voru af lífi teknir í Skálholti,
og setti hann um það leyti fyrst huga
sinn til Helgu Aradóttur og ritaðl
henni   eftirfarandi   vísur:
Víst hefur vorðið næsta,
vandinn hér á landi
fyrðum heldur harðan
hygg ég þeim  er byggja,
öll ódæmi að kalla
unnu  þeir fyrir sunnan,
minnast þegnar þannin,
þetta  trúi  ég guð rétti.,
Gaman er sagt, að fyrðar fremjl
fastlega með nógu kalsi,
angur er þeim Ijótast löngum
leiðist mér slíkt fyrir þornareiði,
karl mun vera gott að gylla,
glotta margir að honum skotta,
misst hefur sveinninn fingur
flesta,
fær hann  aldrei  slfka  æru.
Hæla jafnan mesta í málum
manni þeim er heitir þannin.
354
T t M I N N  - SUNNUDAGSBLAB
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 337
Blašsķša 337
Blašsķša 338
Blašsķša 338
Blašsķša 339
Blašsķša 339
Blašsķša 340
Blašsķša 340
Blašsķša 341
Blašsķša 341
Blašsķša 342
Blašsķša 342
Blašsķša 343
Blašsķša 343
Blašsķša 344
Blašsķša 344
Blašsķša 345
Blašsķša 345
Blašsķša 346
Blašsķša 346
Blašsķša 347
Blašsķša 347
Blašsķša 348
Blašsķša 348
Blašsķša 349
Blašsķša 349
Blašsķša 350
Blašsķša 350
Blašsķša 351
Blašsķša 351
Blašsķša 352
Blašsķša 352
Blašsķša 353
Blašsķša 353
Blašsķša 354
Blašsķša 354
Blašsķša 355
Blašsķša 355
Blašsķša 356
Blašsķša 356
Blašsķša 357
Blašsķša 357
Blašsķša 358
Blašsķša 358
Blašsķša 359
Blašsķša 359
Blašsķša 360
Blašsķša 360