Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 9
Ágúst Sigurðsson: BAK VIÐ STÓLINN Tindastóll er eitt mesta fjall í SkagafirSi, nær tuttugu km. langur og mikill um sig á alla vegu. Svip- mestur er hann allra fjalla, þegar siglt er inn fjörðinn. Og úr Austur: Skagafirði er hann meginbreiður, hár og samanrekinn að sjá, yfir stálgrá- um sæ. Strandlengjan austan undir honum er byggð og dregur nafn af yzta bænum, Reykjum. Hin kunna Glerhallavík er þar skammt norður af Reykjadiski. Hét þar áður Reykja- nes, én þaðan segir Grettissaga, að vika sjávar sé til Drangeyjar. Þá er þeir bræður Grettir og Illugi höfðu ákveðið að leita til Drangeyjar, héldu þeir til Skagafjarðar og að Reykj- um á Reykjaströnd. Þorvaldur bóndi taldist undan að flytja þá út í eyna og sagði, að Skagfirðingum mundi það þykja engin vinsending. Grettir tók þá fésjóð, er móðir hans hafði gefið honum, og fékk bónda. Hann varð léttbrýnn við féð og fékk til húskarla sína þrjá að flytja þá um nóttina í tunglsljósi. Stephan G. Stephansson kallar þar Reykjasund í vísunni Við Drangey. Hér synti Grettir til lands, er eldur slokknaði í eynni, en Reykjabóndi ferjaði aft- ur út. Innar á ströndinni er hið forna prestsetur, Fagranes. 1880 var Fagranesprestakall lagt niður og 1891 voru báðar kirkjurnar, í Fagra nesi og á Sjávarborg, felldar af og ein sókn skipuð um kirkju á Sauðár- króki. Hér var ekki ætlunin að lýsa því landi, sem við blasir af sjó, bæjaröð- inni inn Reykjaströnd og í Borgar- sveit. Við skulum halda upp frá Sauð árkróki innan Tindastóls, leiðina um Gönguskörð. Á vinstri hönd sjáum við heim að Skollatungu. Af fom- um.skrám má ráða, að hún hafi verið önnur tveggja jarða, sem Möðru- vallaklaustur átti í Skagafirði. Hin jörðin em Móskógar í Fljótum. Ann- ars leikur vafi á um Skollatungu. Vera kann, að átt sé við Sörlatungu í Hörgárdal. Ýmíss bæjarnöfn hafa breytzt ótrúlega. Vonandi fær þó hið ágæta Skollatungunafn enn að hald- ast lengi í Gönguskörðum, enda þótt hitt sé von manna, að ref fækki á þessiun slóðum. — Bærinn á Veðra- móti er á hægri hönd og stendur hátt. Vegfaranda finnst nafnið hálf- kuldalegt, því honum býður í grun, að næðingasamt sé þarna á öxlinni. En hin nafnkunnu Veðramótssyst- kini gera garðinn frægan. All löngu norðar er bærinn á Heiði. Þar mun oft hafa verið gestkvæmt, er menn gengu milli héraða. Þetta er fæðing- arstaður Stefáns grasafræðings op kennara á Möðruvallaskóla. A Möðruvöllum bjó Stefán til 1910 og þar em þau grafin, hjónin frá Heiði í Gönguskörðum. Heiðl er á sveitar- og sóknarenda. Við fórum hjá yzta bænum í Gönguskörðum, og síra Þór- ir Stephensen á Sauðárkróki á ekki eridni lengra á húsvitjunarferðum. Breiðastaðir em í eyði. Áfram er haldið með Grímsá milli Tindastóls og Kolugafjalls, þar til komið er nið- ur í Laxárdal. Vegurinn skiptist, leið- in upp dalinn liggur framhjá eyði- býlunum Hrafnagili, Herjólfsstöðum og loks gömlu landssímastöðinni á Illugastöðum. Þar bjó eitt sinn hag- yrðingur, Lúðvík R. Kemp. Bók hans af sögnum um síysfarir í Skefilsstaða- hreppi 1800-1950 vitnar um það, hve sumar sveitir gátu beðið mikið af- hroð sakir slysfara, einkum þar sém sjósókn var. Kemp getur 70 manna, , sem fómst ó þessum tíma, meirihlati úr hreppnum utanverðum. Ófáií • drukknuðu í ám og vötnum o# 1 hörmulega margir urðu úti. Síra * Gunnar Árnason segir í ritdómi um bókina: „Að lestri loknum verður skuggi sorgarinnar og slóði erfiðleik- anna, sem fór í kjölfar þessara at- burða og ólýst er, — enda ekki unnt að segja með orðum — manni minni legast". — Hjá Illugastöðum er orð- ið þröngt um og hækkar landið ört, en vegurinn liggur áfram um Þverár- fjall og níður í Refasveit í Austur- . Húnavatnssýslu. Sú leið er löngu fær bílum og miklu fyrr en leiðin fyrir ■ Skaga, en þá er farið niður Laxárdal- inn og út Skefilsstaðahrepp. í Laxái»' dal eru nú fimm bæir í byggð. Skíða staðir, mikil jörð og forn bænhús- staður, skammt utan við vegamótin Hafragil austan undir bröttum Háls inum og Þorbjargarstaðir alllöng utar, út við Laxárvík eða Sævar landsvík, sem stundum er svo nefnd eftir bænum Sævarlandi, gömlum kirkjustað, sem stendur undir norð- urrótum Tindastóls. Skammri bæjar- leið þar innar frá er staðurinn að Hvammí í Laxárdal. Þar skulum við koma heim á þessari ferð okkar bak við Stólinn. Við Laxána er sýnt, að vegamála- stjórnin sóar ekki almannafé í brú Gamla kirkjan á Sjávarborg er nú skemma. Hríngur er í hurðinni, og kvist- gluggi, sem var yflr prédikunai ptól, er enn óhreyfSur. Borgarsveit’ hefur átt kirkjusókn að Sauðárkróki síðan 1891, líkt og Reykjaströnd. Ljósmynd: Ágúst Sigurðsson. T í M I N N — SVNNUDAGSI5LAÐ 104!

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.