Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Blaðsíða 2
ViS leitarmannakofann við Langavatn. — Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson. ■'.u- ••■ -r' ■■■ ; ,• . ■ * . Jóhannes Davíðsson j LEITUM Á LANGAVATNSDAL Vorið 1914 lauk ég námi í bænda- skólanum á Hvanneyri, og var eftir það um vorið og sumarið kaupamað- ur á Ánabrekku á Mýrum hjá Guð- laugi bónda /ónssyni og Páli Jóns- syni, kennara mínum á Hvanneyri, og konu hans, Þóru Baldvinsdóttur, er fóru að búa á Ánabrekku þetta vor í félagi við Guðlaug, sem átti jörðina, að mig minnir. Eins og kunnugt er fór Páll til búskapar að Einarsnesi vorið 1916 og bjó þar síðan til dauðadags, 1925, en kenndi í Hvanneyrarskóla á vetrum. Vorið 1914 var eitt hið kaldasta, sem komið hefur á þessari öld. Jörð var að vísu auð snemma þar vestur á Mýrum, en greri afar seint, og minnist ég þess, að þriðja dag júlí- mánaðar var ennþá talsverður klaki í jörðu í túninu á Ánabrekku. Sú jörð er þó skammt frá sjó, og svo láglent er þar, að sjórinn fellur upp í ána við túnfótinn um flæðar. Sumarið 1913 var eitt versta sum- ar, sém komið hefur á Suðurlandi. Rigndi að heita mátti hvern dag allt sumarið. Ég man aðeins eftir fjórum þurrkdögum samfelldum. Það var þess vegna ekki við góðu að búast um afkomuna vorið 1914: Hey- ln níðhrakin, kaup á fóðurbæti eng- ln í þá daga og ofan á illt sum- ar bættist erfiður vetur og fádæma kalt vor. Þá varð líka hið mesta fellisvor, sem komið hefur á þessari öld, einkum um Suðurland og Vest- urland. Ekki man ég um fénaðarhöld í ná- grenni við okkur þetta vor — heyrði þó talað um horfallið hross og stór- bónda í Norðurárdal, sem keypt hafði þrjú hundruð ær vestur í sveit- um og rekið heim til sín, en svo margar ánna dóu á leiðinni, að hún var sögð vörðuð horskrokkum. Ekki veit ég hvernig fullorðna fénu á Ánabrekku reiddi af, því að lítið var um það talað. Ég kom aldrei nálægt fé. Fjárhúsin voru nokkuð langt frá bænum, og þangað fór Guð- laugur bóndi eftir vinnutíma á kvöld- in til þess að sinna fénu, því að alla daga vann hann að jarðabótum, ásamt fjórum piltum, sem voru við verknám hjá Páli Jónssyni. Ég hafði þó lokið verknámi mínu vorið áður. Það man ég samt, áð Guðlaugur kvaðst hafa misst áttatíu unglömb um vorið. Lambið reiknaði hann á tíu krónur, og þótti honum að von- um tjón sitt mikið. Einu sinni um vorið kom ég nið- ur að fjárhúsunum, sem voru við Langá. Mér er það glöggt í minni, að fjárhúshaugurinn, sem var mikill um sig, var alþakinn dauðum lömb- um, sem þangað hafði verið fleygt. Hef ég ekki séð slíka sjón í ann- an tíma, og henni fæ ég ekki gleymt. Ekki veit ég, hve margt fé hafði verið á fóðrum um veturinn, en ég býzt við, að það hafi verið nokkuð margt, miðað við fjáreign þá, því að jörðin var mikil og góð, skóg- ar miklir og útigangur. Sumarið 1914 var einnig úrfella- samt, einkum síðari hlutinn og haust- ið. Man ég, að firnin öll af heyi voru úti, bæði í sæti og öðru ásig- komulagi, inni með Borgarfirði, þeg- ar við riðum í göngurnar, og var mikið af sætinu umflotið vatni. Svo kemur að göngunum. Her- mann Ingimundarson úr Saurbæ í Dölum hafði verið í Hvanneyrarskól- anum veturinn áður og ætlaði að ljúka þar námi næsta vetur sem hann og gerði. Hann var einnig kaupa- maður á Ánabrekku um sumarið. Vorum við sendir þaðan í göngurn- ar. Hefur fundum okkar ekki borið saman síðan við skildum þetta haust. Við lögðum af stað sunnudags- morguninn í tuttugustu og annarri viku sumars með þrjá hesta. Var klyfsöðull á einum þeirra, og var þar nesti okkar og sokkaplögg til skipta. Olíuklæðnað höfðum við að sjálfsögðu með okkur. Það var fimm vetra foli, sem klyfsöðullinn var á, bleikur að lit, lítt taminn, fjörugur og baldinn og svo stríður í taumi, að erfitt var að halda við hann. Gnúði hann sér fast upp að hesti þeim, sem hann var teymdur með, og kom það óþægi- lega niður á gangnanestinu okkar Hermanns eins og síðar kom í ljós. Guðlaugur átti gamla stóðhryssu, bleika, sem aldrei hafði í hús kom- ið, en einu sinni verið bönduð í forardýi. En þeir menn, sem það gerðu, urðu fegnir að sleppa henni sem fljótast aftur. Út af þessari hryssu var allmargt hrossa, allt bleikt á lit, fjörmikið, viljugt og þróttmikið. Til var á Ánabrekku nokkuð af hrossum af öðru kyni, allt lakara, og hef ég þar séð gleggst- an mun á erfðum í hestastofni. Við Hermann riðum að heiman í góðu og þurru veðri þennan sunnu- dag, sem leið liggur — fyrst upp með Langá, unz komið var á Borg- arnesbrautina við Langárfoss, síðan eftir henni til Borgarness og þaðan upp þjóðveginn inn með Borgarfirði allt að Svignaskarði. Þar varð ég eftir. Hermann fór yfir í Stafholts- tungur að finna kunningjafólk sitt. Þetta var svo snemma dags, að við gátum auðveldlega náð háttum á Langavatnsdal, þótt við tefðum nokk- uð. Ég beið Hermanns í Svignaskarði, en þar stóð svo á, að fátt manna var heima. Fólk var að hirða hey, binda og reiða heim á tólf hestum, og er það mesta heylest, sem ég hef séð á ævi minni. Á Svignaskarði var stórbýli og byggingar réisuleg- 146 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.