Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Blaðsíða 12
XII. Ögmundur biskup hefur vasazt í ýmsu þann vetur, er Gissur Einars- son var utan lands. Honum bregzt ekki stjórnsemin, þótt allt verði hann að sjá með annarra augum. Það er meðal athafna hans, að hann hefur gert harða hríð að þeim, sem fremja manndráp eins og hent hefur sums ^taðar, hlaupa frá eiginkon- um, slást um helgar tíðir, láta börn deyja úr ófeiti og neita ölmusufólki um björg. Og Maura-Sturlu í Skrið- dal austur hefur hann fengið dæmd- an fyrir matgjafahald, helgidaga vinnu, kirkjuvanrækt og okur. Biskup er þungorður að vanda í bréfum sínum um misferli það, sem hann spyr, og hefur á þeim það snið, að mest minnir á þjóðhöfð- ingja: „Vér Ögmundur . . .“ Með vorkomunni 1640 spyrst það, að Gissur Einarsson er út kominn i Hafnarfjörð, og litlu síðar ríður hann í hlað í Skálholti. Ögmundur getur unnað sér hvíldar. Hann segir upp stólsforráðum skömmu fyrir krossmessuna, langþreyttur á emb- ættisvésinu, „hvar fyrir vér höfum i nafni heilagrar þrenningar kjörið og útvalið heiðursamlegan mann, Gissur Einarsson, til formanns og yfirboðara fyrrgreindrar Skálholts- dómkirkju, fyrir því hann er guðs orð elskandi og kristilegrar um- gengni, hverjum og svo ekki er ókunnugt lögmál og fríheit vors lands.“ Og nú byrjar hinn nýi forráða maður stólsins að kanna eignir hans. Hann rýnir í jarðabréf og reikninga, telur katla, hnífa og pansara, fer höndum um smjörkistur og kjötkrof. Það vantar magálinn á einn nauts- skrokkinn i skemmunni, og hann skrifar það sér til minnis. Þessu næst ríða Skálhyltingar á Öxarárþing. Enn sinu sinni leggur gamli biskupinn leið sína á Þing- völl, og þar stýrir hann nú presta- stefnu í síðasta sinn, þessi blindi maður. Tuttugu og fjórir prest- ar, sem í dóm eru kvaddir, lýsa Gissur Einarsson réttan biskup. En það áskilja þeir á þessum varhuga- verðu tímum, að hann fylgi „góðu og gömlu“ lögmáli og megi „enga breytni þar upp á gera, nema með ráði kirkjunnar." Og nýi biskupinn skuldbindur sig að sínu leyti til þess að lúta lögum kirkjunnar og krist- inrétti um allar þær greinar, „er lög- legar sýnast og nauðsynlegar" og ekki eru „í móti sönnu guðs lög- máli.“ Allt virðist ætla að falla i Ijúfa löð með landsmönnum og Giss- uri Einarssyni. En þegar heim í Skálholt kemur tekur Gissur að ganga allhart eftir fullum reiknhigsskilum af gamla biskupinum. áður en júlímánuð- ur er úti ríður fáliðaður öldungur heiman frá Skálholti sem leið ligg- ur upp að Haukadal. Þetta er Ög- mundur Pálsson að flytjast búferl- um af stólnum. Gissur biskup ríður aftur á móti austur U æskubyggð sína, og í heimleiðinni kemur hann við í Lambey í Fljótshlíð, þar sem hann lætur níu presta dæma þann dóm, að Ögmundi beri að skila hon- um jafnmiklum eignum og hann hafði tekið við af Stefáni biskupi Jónssyni, auk þess sem honum er heimilað að brigða allar jarðir, sem seldar höfðu verið undan stólnum í tíð Ögmundar, ef hann kysi þær heldur en jarðir, er komið höfðu í staðinn. Og nú er kominn uppskerutími þeirra manna, sem fyrrum réðu ráð- um sínum í skúmaskotum í Skál holti. Gissur hefur fengið Oddi Gottskálkssyni Reyki í Ölfusi til ábúðar, enda þótt Ögmundur biskup telji þá jörð sína eign eða ættmenna sinna. Pétur Einarsson, sá er í Við- eyjarför var árinu fyrr, lítur hýru auga til fógetaembættis á Bessastöð- um. En þessum og þvílíkum ráð- stöfunum fylgir það, að mjög þrútn- ar geð manna, bæði í Skálholti og Haukadal. Þar fara á milli harð- orð bréf með ýmsum brigzlum, þeg- ar líður á sumarið. Ungi biskupinn ber Ögmundi á brýn, að hann beri sér illa söguna við aðra menn. En slíkt ætlar hann þó ekki að láta henda sig: „Ekki skuluð þér með sönnum spyrja þvílíkt orðatiltæki frá mér yðar vegna, sem ég hef sannspurt frá yður og þeim, er að yður standa, til mín.“ Þó er eins og Gissur Einarsson gruni, að margt geti að höndum borið, og til vonar og vara hefur hann fært víglýsingarformála inn í bréfabók sína, svo að hann sé þar tiltækur, ef honum verður á að granda manni: „Ég lýsi mér á hend- ur vígi og sárum . . . Lýsi ég að 156 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.