Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn Sunnudagsblaš

						;;
Bátar  við bryggju  og  úfi á  iegunni.  Líklega  er  enginn  þeirra Sóði  Halldórs
Péturssonar. — Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson.
föðurlandspranginu.
Ég kasta kveðju á fólkið, tek pauf-
ana sinn í hvora hönd og geng þessa
gömlu leið niður túnið. Brátt er ég
umkringdur af vinum og vandamönn
um, og svo koma heimaalningarnir
og hundarnir, sem hættir eru að
gelta að mér. Þegar spurt hefur ver-
ið frétta af vinum og vandamönnum,
slæðist grjót inn í samtalið, og ég
fer að skima í kringum mig. Það er
orðin venja þarna, að börnin byrja
að bera inn grjót, þegar til mín
fréttist, og fylla með því gluggakist-
ur og horn. Yngstu börnin taka
kannski það, sem er hendi næst, en
eru samt ótrúlega fljót að átta sig
á litunum. Og ekki er vana brugðið,
og viðtakandinn er einn og samur.
Auðvitað tek ég við hverjum steiní,
og svo er þetta vandlega skoðað.
Geitavík er mikill steinaheimur, og
margt á ég af fallegum steinum frá
Birni og börnum hans. Nú síðasta
lét hann mig fara með alla þá steina,"
sem hann átti sjálfur. Og Björn er
mjög listrænn og glöggur á steina.
Að morgni er farið að skipuleggja
heimsóknir og grjótferðir. Fyrsta
daginn ætla ég að húsvitja á byggð-
inni. Þar á ég frændur og vini í
öðru hverju húsi. En samt er það
svo, að ég má hvergi tefja að ráði.
Sumarleyfi er eins og tilhugalíf —
fljótt að líða. Ég rek bara höfuðið
inn til þess að sýna, að enn skín
sól á skalla, rabba dálitla stund við
heimafólk og stend síðan upp.
Við förum að nálgast Geitavík,
sem er mitt annað heimili í þessum
reisum. Þar búa þau Þorbjörg Jóns-
dóttir og Björn Jónsson, mágur
minn, með börnum sínum átta. Ég
er gamalkunnugur þarna. Þó flaúg
það fyrir, að ég hefði sett Sóða í
strand á Geitavikurboðanum. Sóði
hét vélbátur, sem ég átti á Borgar-
firði. Og konan mín er frá Geitavík.
„Þú hendir mér út, hérna," segi
ég við bílstjórann.
SÍÐARI HLUTI
Arngrímur réttir mér töskuna.
„Það er meira," segi ég — „sérðu
ekki grjótpunginn þarna?"
Allir í bílnum líta við. Kannski er
fólkið fyrst- núna að veita þessum
merkilega manni athygli. Svona er
mannfólkið — það nær aldrei hala
sínum.
„Hérna kemur hann," segir Arn-
grímur.
Þetta er þá ekki annað en amer-
ískur hermannabakpoki. Við skiljum
aldrei í sumarleyfum, ég og pokinn,
og í honum geymi ég tól þau og
tæki, sem. ég nota við grjótnámið,
og ber í honum grjótið að auki.
Minna gat ég ekki haft upp úr öllu
Verst er að verjast góðgerðunum.
Bíllaus steinasafnari má ekki þenja
á sér kviðinn. Það er meðal annars
reynt að koma ofan í mig kaffi, kök-
um, tóbaki, hákarli og brennivíni.
Þetta tvennt, sem síðast var nefnt,
freistar mín mest, en vel stend ég
mig þó. Nú kemur mér það vel, að
við eigum fjölsiglda forystumenn
hjá Sameinuðu þjóðunum, því að
þaðan kemur mér sá lærdómur
að tala við hálfan mann inni og
hálfan mann úti.
Víða eru mér gefnir steinar í stað
þess brauðs, sem ég hafná, og þá
skil ég eftir á tröppum úti og tek
þá í bakaleiðinni.
160
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 145
Blašsķša 145
Blašsķša 146
Blašsķša 146
Blašsķša 147
Blašsķša 147
Blašsķša 148
Blašsķša 148
Blašsķša 149
Blašsķša 149
Blašsķša 150
Blašsķša 150
Blašsķša 151
Blašsķša 151
Blašsķša 152
Blašsķša 152
Blašsķša 153
Blašsķša 153
Blašsķša 154
Blašsķša 154
Blašsķša 155
Blašsķša 155
Blašsķša 156
Blašsķša 156
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168