Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn Sunnudagsblaš

						I.
Nálega alla nítjándu öld var uppi
i Englandi maður sá, er hét Tómas
Holloway. Hann tók ungur að helga
sig því göfuga verkefni að sjóða
;myrsl handa þjáðum meðbræðrum
sínum og komst brátt að raun um,
að þetta gat verið allgróðavænleg at-
vinna, ef laglega var á haldið. Inn-
an skamms færði hann sig upp á
skaftið og tók einnig að búa til lyfja-
kúlur, svo að þeir, sem frekar vildu
gleypa læknidómana en rjóða þeim
utan á sig, væru ekki afskiptir.
Það er skemmst af því að segja,
að fyrirtæki Holloways þöndust út,
hann réð aragrúa fólks í þjónustu
sína og rakaði saman milljónum
sterlingspunda á milljónir ofan.
Aldrei fyrr hafði höfundur kynja-
lyfs komið ár sinni svo fyrir borð
sem Tómas Holloway. Leyndardóm-
urinn var sá, að hann hóf fyrstur
slfkra manna að auglýsa undralyf
sfn í blöðum og hvarvetna þar, sem
hann fékk þvi við komið. Til þess
varði hann tugþúsundum punda á
ári hverju, þegar fram í sótti. Skrum
ið var gengdarlaust, fjarstæðurnar
himinhrópandi. En fólkið beit á agn-
ið og gleypti lyfjakúlurnar í millj-
óna- og smálestatali.
Rithöfundurinn Charles Dickens
var samtíðarmaður Holloways. Þeg
ar hann var frægur orðinn af bókum
sínum, bauð Holloway honum þús-
und sterlingspund, ef hann gæti um
lyfjakúlurnar góðu í einhverri sögu
sinni, líkt og af tilviljun. Og Dick-
ens settist niður og skrifaði sögu,
sem nSfnd hefur verið Lyfjakúlur
Metúsalems.
En varla hefur Holloway unað
þeirri sögu vel. Hún hefst á því, að
fátækur prentan er dag nokkurn
beðinn að prenta þúsund eintök aug-
lýsingaspjalda um „lyfjakúlur herra
Smiðs, sem græða öll mein." Prent-
arinn gat ekki að því gert, að hann
öfundaðist nokkuð yfir gengi Smiðs,
og það hvarflaði að honum, að lík-
lega væri ekki sérlega vandasamt að
búa þessar lyfjakúlur til. Helzti gald-
urinn myndi vera sá að flíka vott-
orðum frá ókunnu fólki í óþekkt-
um þorpum: John Dobbins í Cwyry-
tchcmwll i Wales læknast af fótar-
meini, ungfrú Brown í Briar við
Battledorecum-Shuttlecock,    sem   lá
FYRSTAGREIN
fyrir dauðanum í hálsbólgu, er al-
bata. Samt komst Smiður ekki í heið-
virð hús með lyfjakúlur sínar, fyrr
en hann hafði aflað sér doktorsnafn-
bótar og tilnefnt sjálfan sig pró-
fessor.
Nú vildi svo til, að prentarinn
var bibliufróður, og varð honum
hugsað til þess, hve háum aldri Metú
salem heitinn náði. Skyldu ekki marg
ir vilja verða 969 ára eins og hann?
Og þarna hitti hann einmitt nagl
ann á höfuðið. Hann samdi frásögn
um ferðalanga, sem hittu gamlan
Araba, er uppi hafði verið síðan á
dögum Karls II Englandskonungs.
Þessi gamli Arabi fékk þeim í hend-
ur blað með harla torráðnu letri.
En þegar loks tókst að ráða rún-
irnar, kom á daginn, að þetta var
uppskrift að hinum mikla leyndar-
dómi: yngingarlindin var fundin.
Prentarinn tók að búa til lyfjakúlur
Metúsalems, og ekki gleymdi hann
að láta þess getið, að allar væru þær
lyfjakúlur sviknar, „sem ekki eru
með innsigli Jóns Prattles."
II.
Það var enginn hörgull á mönn-
um, sem þræddu í fótspor Holloways.
Um allar jarðir risu upp náungar,
sem auglýstu í blöðum og bækling-
um ágæti þeirra leyndardóma, er
þeir þóttust hafa uppgötvað eða þeg-
ið að erfð frá spekingum, sem komn-
ir voru undir græna torfu. Upp var
risin stóriðja, sem byggðist á auð-
tryggni og hjátrú almennings.
Sumt af þessu var meinlaust, ann-
að ísjárvert eða skaðlegt við síend
urtekna notkun, og loks var sumt
mengað hinum hættulegustu eitur-
efnum, svo sem strykníni. Margt af
þessu var áfengt seyði af rótum eða
berki alls konar jurta, einkum
beiskra, og virðist rabarbari, álóe úr
jurtum af liljuætt og margs konar
kryddjurtir hafa gefizt hið bezta til
íblöndunar. Hið sama var að segja
um lakkrísrót og Kínabörk. Saman
við þetta var svo sullað hvers konar
efnum — natróni, magnesíu, mang-
ani, kalíi, saltpétri, járnfosfati, ofe
loks krydduðu sumir blöndú sína
með tjöru, olíum, sykri, sýrópi og
balsami.
Auðvitað var mest af þessu sett
saman af fólki, sem ekki hafði hug-
boð um, hvað það var að gera, - en
úr þeim ágöllum var bætt með vott-
orðum frá mönnum með íburðar-
mikla titla, ýmist fölsuðum eða keypt
um.  Margir þeir,  sem þannig urðu
átrúnaðargoð fjölda fólks, höfðu
aldrei verið til eða voru f skásta
lagi riðnir við þá tegund lækninga,
sem hrossalækning kallast. Aðeins #r
fá þessara lyfja gátu gert eitthvert
gagn á þröngu sviði. En allir ioíuðu
fögru: Einn hét fólki aldri Metú-
salems eða þvi sem næst, annar
hreysti Herkúlesar, þriðji fegurð
Aþenu, fjórði æsku Appollons.
Flestir þóttust í öndverðu hafa
fundið ráð til þess að lækna fáeina
tilgreinda kvilla, og munu þeir hafa
verið flestir, sem gerðu sér dælt við
hægðir fólks og iðraverki. Annars
voru ekki til þeir sjúkdómar, sem
þessir náungar læknuðu ekkl. Einn
bauð fjólurótarduft til lækningar á
flogaveiki, annar sykursíróp með
mangani og refaeitri við taugaveikl-
un og tæringu, þriðji hrærði anís-
olíu og dufti úr lakkrísrót f tjðru
og sykur gegn kvefi.
Til viðbótar þessu varð svo mikið
kapphlaup um önnur undraráð. Eitt
af því var gigtarvatt, sem litað var
rautt öðru megin með safa úr san^*
eltré og stráð á Perúbalsami, svo að
það geðjast líka þeffærum gigtar-
skrokkanna. Af sama tagi voru margs
konar líknarplástrar, sem áttu að
drffa úr illa vessa af slikum krafti,
að fólk risi upp með æskufjðri úr
kör sinni, Iíkt og fuglinn Fönix úr
öskunni. Loks var hrúgað upp ritum
með blæbrigðaríkum nöfnum:
„Lækningaaðferð dr. Airys," „Sjúkra
vinurinn," „Hin rafmögnuðu stjornu-
lyf smáskammtalæknisins."
Allt lét þetta vel í eyrum ein-
hverra og sumt af því hlaut almenn-
ingshylli. Hér var ekki heldur verijj
að fitja upp á neinu nýju. Norður-
álfuþjóðir höfðu um aldaraðir leit-
að þvílíkra læknisdóma og haft &
þeim mikið traust. Munurinn vaf
sá einn, að allt varð stærra í snið
um með tilstyrk stórkostlegra aug-
lýsinga. Þeir, sem voru nógu ósvífn-
ir og aðgangsharðir i áróðrl sfnum
og gumi, urðu stórauðugir menn. Og
að fengnu ríkidæminu óx þeim boí
magn til þess að bjóða þeim birg-
inn, er hugðust hnekkja trúnni á lyf
þeirra og læknisráð. Blöð og tíma-
rit stóðu þeim opin, er þeir komu
með glóandi gjaldið í annarri hend-
inni og lygina í hinni, og loks kom
þar, að heiðurspeningar, sem veittir
voru á alþjóðasýningum, fóru að
hlaðast á vöruna. Netið var spunnið
af mikilli fyrirhyggju, alúð lögð vi$
hvern þráð. Þar skildi á milli feigs
og ófeigs. En þeir, sem enga heið-
324
TtMINN- SUNNUÐAGSBLAB'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 313
Blašsķša 313
Blašsķša 314
Blašsķša 314
Blašsķša 315
Blašsķša 315
Blašsķša 316
Blašsķša 316
Blašsķša 317
Blašsķša 317
Blašsķša 318
Blašsķša 318
Blašsķša 319
Blašsķša 319
Blašsķša 320
Blašsķša 320
Blašsķša 321
Blašsķša 321
Blašsķša 322
Blašsķša 322
Blašsķša 323
Blašsķša 323
Blašsķša 324
Blašsķša 324
Blašsķša 325
Blašsķša 325
Blašsķša 326
Blašsķša 326
Blašsķša 327
Blašsķša 327
Blašsķša 328
Blašsķša 328
Blašsķša 329
Blašsķša 329
Blašsķša 330
Blašsķša 330
Blašsķša 331
Blašsķša 331
Blašsķša 332
Blašsķša 332
Blašsķša 333
Blašsķša 333
Blašsķša 334
Blašsķša 334
Blašsķša 335
Blašsķša 335
Blašsķša 336
Blašsķša 336