Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1965, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1965, Blaðsíða 4
5. Látið til skarar skríða. Fyrst er ráðagerð, svo framkvæmd. Nóttina milli 1. og 2. nóvember 1803 stefna tveir ríðandi menn í átt- ina að prestsetrinu Vallanesi á Völl- um. Þeir koma frá Reyðarfjarðardöl- um og fara í gát. Annar situr í söðli, hinn á gæruskinni, sem er fest með gjörð á reiðskjótann. Þeir þekkja til siðvenja og heim- ilishátta á prestsetrinu. Á þeim stað er reglusemi í hverjum hlut og form- festa. Þar sefur húsbóndinn, Jón Stefánsson, úti í kirkju sinni sumar- mánuðina, meðan sólar nýtur og hlý- viðra. En þegar haustnæðingar og vetrarkyljur ganga í garð, dregur hann sig í baðstofuylinn. Komumönnum er kunnugt, að presturinn hefur nú hreiðrað um sig inni í bænum. Það er notalegra en að eintrjánast í dragsúg og frost- nepju í kirkjuhjallinum. Njóti hann sæll sinna drauma! Þeir fara laumulega, leggja við eyru og gjóa augum sitt á hvað, víkja til kirkjunnar og kanna um- hverfið við hvert fótmál. Allt er hljótt, og hundar reka ekki upp bofs. Það má ekki eyða tíma í stjákl og tvínón. Hér verður ekki aftur snúið og skammt að bíða aftureld- ingar. Þeir eru búnir til stórræðanna. Annar hefur naglbít í höndum, hinn veifar sporjárni. Naglar eru dregnir úr kórglugganum, sem brátt liggur laus og leitar í fang þeirra. Þótt þarna séu að verki viðvanfngar í af- brotum, engir harðhnakkar, ganga þeir djarflega til leiks, vitandi hvað Annar þáttur þeir vilja og eftir hverju er verið að rænast. Annar mannanna vippar sér í glugg ann, lætur fætur fara á undan, slepp- ir tökum af gluggasyllunni og kemur standandi niður í kirkjuna. Leitar síðan dyra og lýkur upp innan frá. Hinn maðurinn er á varðbergi, rjátl- ar út og inn og er órótt. Framan við stólinn stendur stór spjaldakista, búin rammlegri skrá, lykill geymdur í leyndum stað. Það verður að brjóta upp þessa hirzlu. Sporjárnið kom í góðar þarfir, og eftir lítils háttar sviptingar lætur læs- ingin sig, og kveður við stundarhátt, þegar kistan er rofin. Það er frá því sagt í fornum sög- um, að ofurhugar, sem girntust fólg- ið fé, legðust í háska, ef eftir var leitað gullinu, hvort það var í haug- um dauðra garpa eða ormabælum. Venjulega var auðveldara að fást við afturgengna ribbalda en eldspúandi dreka. Þegar fálmað var ofan í kistuna, er höndum kippt til baka, eins og tilræðismaðurinn mæti ásókn dólgs, sem verði sitt ból. Mátti það til sanns vegar færa, því að efst lágu sláttuljáir Vallanesmanna, óvarðir og bitlegir eins og marghausað illfygli. í þetta sinn hefur faðir vor ekki verið ákallaður í Vallaneskirkju. Féll betur að verkefni að taka önnur kjarnyrði í munn. Blóð drýpur úr skeinum, og kennir sviða í svöðu- sárum. Það er hreinsað til í kist- unni, og á botninum reynist betra. Þetta er ormabæli: Þarna eru smáir kassar, og einn stærri stendur undir handraða kistunnar, hann er borinn út, smákassarnir opnaðir, innihaldið hrifsað og flaumósa farið. Kistulok- inu hallað aftur —« og svona rétt í leiðinni gripið úr kistunni eitt tóbaks pund í tveim rjólbitum. Þeir félagar hraða sér til hestanna, sem eru rétt við, láta skrínið í poka og keyra kúfinn austur til dalanna. Þetta hefur gengið að áætlun. Hvað um framhaldið? í Ketilsstaðahálsinum verða þeir varir við mann, sem fer hóandi að fé. Við Köldukvísl var kistillinn upp tekinn. Þeir gramsa í fjársjóðnum. Þeir hafa ekki haft mikil auraráð um dagana. Það er því líkara draumi en veruleika að hafa allt í einu fulí- ar hendur fjár. Þeir bogra á hnjám yfir auðnum, silfrið rennur milli fingra þeirra. Láta helming sjóðsins „í skjóðu, svo ekki skyldi vera bagga- munur.“ Hreimfall málmsins er seið ur, sem kallar þá inn í sæluvímu hamingjunnar. En unaður örskotsstundar er oft goldinn langri kvöl. Nóttin var stillt, og hrím féll á jörð. Guðshúsið trónar á sínum grunni, og galopinn gluggi gapir eins og tóm augnatóft móti morgunsár- inu. Þegar séra Jón Stefánsson kom á fætur, fyrstur manna í Vallanesi, rak hann augun í einhver missmíðí á kirkjunni. Gengu þau hjónin tíl og litu á. Það fór ekki leynt, að óboðnir gestir höfðu vitjað kirkjunn- ar um nóttina — varla áhorfsmál, hvað þeir náungar höfðu.bjástrað. Nærri má geta, að séra Jóni verður hverft við. Það er nú einu sinni svo, að maðurinn lifir ekki á einu sam- an brauði. Sálusorgarinn hafði dreg- ið saman fjármuni og trúði þá vel varðveitta í húsi drottins. Þó að þeir lægju vaxtalausir, fylgdi þvi viss öryggiskennd að eiga þar bankahólf. Aldrei hafði hvarflað að honum, aS hann móðgaði með því meistarann, sem rak víxlarana út úr musterinu í Jerúsalem, sællar minningar. Séra Jón skundar til baðstofu og talar við heimafólk og næturgest. Sagði, til hvaða tíðinda hefði dreg- ið, og spurði, hvort það vissi skil á, hvérju allir svöruðu neitandi. — Prestur gerði síðan boð í Ketilsstaði og Hallberuhús. Komu þaðan tveir valinkunnir menn til þess að líta á verksummerki og gefa skriflegt vott- orð þar um. Annar þessara komumanna sagði þær fréttir frá sínum bæ, Hallberu- húsum, að um nóttina hefðu horfið ein skötuhöld, sem voru á hlaðinu. Svo er gengið til kirkju, dyrnar eru læstar, gluggi heill út tekinn og látinn eftir. Þegar inn er komið, gefur á að líta: Brotinn krókurinn, sem í lokunni á kistunni var. Blóð- flekkir sýna, að náttgöngumennim- ir eru rækilega merktir eftir snerþ- ingu við ljáspíkurnar. Það ætti verða vísbending hverjir voru. Stærsti kassinn er á bak og burt 532 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.