Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 12
 >f'V / ; / 'A* ' • j •ws í £dr'**Æ í ■ ■-■ fti íf nl r>f* ‘1v, Uppdráttur, sem sýnir legu Akureyja og Skarðsstrandar. Fagurey er utanhallt við miðja mynd. Upp úr miðjum fjórða áratug nítjándu aldar bjuggu í Akureyjum á Breiðafirði nafnar tveir og ná- frændur, Stefán Eggertsson og Stef- án Björnsson. Mjög voru þeir á líku reki, báðir um þrítugt, er þeir gerð- ust bændur í Akureyjum, og báðir ailharðfengir og vel menntir. Magnús sýslumaður Ketilsson var afi beggja, því að foreldrar Stefáns Egg- ertssonar voru Guðrún Magnúsdóttir frá Búðardal og séra Eggert Jóns- son á Ballará, en nafni háns sonur Ragnheiðar Magnúsdóttur og Björns bónda Einarssonar í Dagverðarnrsii* Þar á ofan voru þeir kvæntir systr- um, dætrum Sigmundar Magnússon- ar. bónda í Innri-Fagradal og Akur eyjum, er var móðurbróðir þeirra. Hét kona Stefáns Eggertssonar Kagn heiður, en kona nafna hans Kristjana. Hafði Sigmundur gamli látið af bú- skap í eyjunum árið 1834 og fluttist að Innri-Fagradal. Ekki var nein friðaröld á Skarðs- strönd um þetta leyti. Þar voru að jainaði dyigjur miklar með mönnum, málaþras og illindi, fjandskapur jniili rxáfrænda og venzlamanna og stund- U’ii tiæðra og feðga. Komu þar r.est við sögu Ballarárfeðgar, séra Eggéi’t og sé.-a Friðrik, sonur haris, og Skarðverjar, frændur þeirra, er :ígu í sífelldum ófriði, brugguðu hver t-ðvum alis konar vélráð og dreifðu kerknii‘ógum og spotti manna á n:eð al. l'essar deilur settu lengi sv>p sinn á byggðarlagið. Inn í þær drogust ýmsir, sem vafalaust hefðu kosið að standa utan við þær, og stundum voru menn flekaðir tii þátttöku eða att fram eins og peðum á taflborði. í annan stað er sennilegt, að sumir hafi dregið dám af hátterni höfðingj- anna og fetað í fótspor þeirra um sundurþykkju og togstreitu, er hags- munir rákust á. Nafnarnir 1 Akureyjum voru báðir þangað komnir vegna refskákar um eignarhald á eyjunum, og báðir voru þeir með því marki brenndir, að upp úr gat soðið af litlu tilefni. Sambýli þeirra var því nokkuð stormasamt, en þó bar ekki svo úrskeiðis, að þeir gætu ekki átt samleið, er við þurfti, enda hefði þá eyjabúskapur- inn verið miklum annmörkum bund- inn. Var tíðindasamara en svo á Skarðsströnd á þessum árum, að mjög væri á orði höfð sundurþykkja Akur- eyjabænda, og liklegast, að annað veifið hafi skorizt nokkuð harkalega í odda, en allt verið skaplegt þess á milli. Kunna systurnar, konur þeirra, að hafa borið klæði á vopnin, er úrskeiðis bar. II. Nú er til að taka haustið 1836 — annað árið, sem þeir nafnar voru í tvíbýli í Akureyjum. Tíð spilltist nokkuð snemma þetta haust, og var frost hart með allmiklum fannalög- um á jólaföstu. Lagði þá alltraustan ís milli lands og eyja.. Þeim nöfnum hefur sennilega þótt tómlegt heima fyrir í skammdeginu, og fýsti þá til lands, þegar Jeið að jólum. Uppi á Ströndinni var jafnan tíðinda að vænta, og þar skorti ckki glaðværð og skemmtan á heimilum fyrirmanna, þótt grátt væri gaman- ið stundum. Varð það sammæli þeina nafna, að þeir skyldu drekka jólin í landi. Bændurnir bjuggust nú til ferðar fimmtudagsmorguninn 22 desember. Var þá að öllu leyti hið bezta ferða- 732 TÍUINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.