Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 06.02.1966, Blaðsíða 4
VarSliSar úr hinum hötuSu gæzlusveitum Estrups, er hann stofnaSi og veitti til fé meS bráSabirgSalögum I þvi skyni aö ógna andstæSingum sínum, vinstri- mönnum og jafnaðarmönnum. rætt merki þess, að bardaginn myndi harðna. Annar maður, sem varð inn anríkisráðherra um svipað leyti, vék úr stjórninni að ári liðnu, sökum sjúkieika. Það var fyrrverandi iands-' höfðingi íslendinga, Hilmar Finsen, íslenzkur í annað kyn, en aldanskur að uppeldi. Hann gegndi þó enn ráð herraembætti um það leyti, er til hinna mestu tíðinda dró. Þrátt fyrir allt báru vinstrimenn enn gæfu til þess að standa saman, þegar við Estrup og menn hans var að etja. Samt sem áður hikaði ekki hinn nýi hermálaráðherra við að leggja fram frumvarp am mikla virkjagerð. Hann var ekki myrkur í máli, er hann fylgdj frumvarpinu sínu úr hlaði: „Mér virðist, að ekki skipti ákaf- lega miklu máli, hverjir eru skoð- anir kjósenda, því að ég held, að þeir geti ekki dæmt réttilega um þetta. Þeir geta kannski dæmt um það.hve miklu fé við höfum efni á að verja til þessa, það getur vel verið, en um einstök atriði málsins eru þeir ekki dómbærir." Vinstrimönnum hljóp kapp 1 kinn við þvílík ummæli, og þeir einsettu sér að „klippa kjölturakkana“ ræki- lega að þessu sinni. Berg, sem var foringi stjórnarandstöðunnar, fór sér þó mjög hóglega, og á því leikur vart vafi, að hann gerði sér vonir um ráð herraembætti og vildi ekki spilla fyr ir sér með ógætilegum tiltektum En fjárlögin varð að limlesta, því að það var einmitt úrræðið, sem átti að knýja fram stjórnarskiptin. En Berg missýndist hrapallega. Hægrimenn stefndu einmitt af ráðn- um huga að hörðum átökum, sem veitti þeim aðstöðu til þess að skipa fjárveitingum öllum að vild sinni með bráðabirgðalögum. í Berlingi, sem bundizt hafði samningum um IX. Þing Dana kom saman í hátíðasal Kaupmannahafnarháskóla, stuttu eft ir bruna Kristjánsborgar haustið 1884. En þingfundum var brátt frestað, því að gera átti fundarsali til bráðabirgða í hermannaskálum við Breiðgötu. Þar var þingið siðan báð í þrjátíu og fjögur ár. Estrup hafði afráðið að þrauka með ráðuneyti sitt, á hverju sem Ur danskri. st|órnmálasögu (V gengi í landinu. Nokkrum árum áður en hér var komið hafði einbeittur maður tekið sæti í ríkisstjorninni. Það var Jakob Scavenius, ákafur fylgismaður aukinnar hervæðingar. Hann átti sér latneskt Kjörorð: Tu ne cede malis, sed contra audentior ito — vík ei fyrir ógæfunni, heldur sporna við henni. Þessi maður stapp aði stálinu í félaga sína og hvatti þá til þess að halda völdum, hvað sem það kostaði. Sundrungin meðal vinstrimanna varð þeim iíka hvatn- ing, og í septembermánuði var feng inn til nýr hermálaráðherra, Jesper Bahnson, hershöfðingi. Það var ótví- það að veita sérhverri ríkisstjórn brautargengi gegn því að fá til birt- ingar allar stjórnarauglýsingar birtust hvað eftir annað greinar, sem miðuðu að því, að búa fólk undir það, er koma skyldi. En Berg og menn hans vildu ekki trúa þessu. Aftur á móti gerðist ókyrrð mikil meðal æskumanna i Kaupmannahöfn og gengu ungir menn þúsundum sam an fylktu liði að Amaliuborg þar sem konungur bjó, tii þess að láta í Ijósi óvild á Estrup og ráðuneyti hans. Lögreglan hrakti fóikið brott frá konungshöllinni, en þá var hal4 ið að bústað Estrups, syngjandi nýj 100 TtUINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.