Tíminn Sunnudagsblað - 24.04.1966, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 24.04.1966, Blaðsíða 12
HALLDÓRA B. BJÖRNSSON SKRIFAR: Sungiðog Árið 1837 vígðist að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd Ólafur Hjaltesteð. (1801—1848). Séra Ólafur var sonur Einars Hjaltesteðs, verzlunar- stjóra á Akureyri, Ásmundssonar, Ingimundarsonar, prests á Hjaltastað. Móðir séra Ólafs var Guðrún Run- ólfsdóttir frá Sandgerði, systir Þorgerðar Runólfsdótt ur, konu séra Jóns Jónssonar á Grenjaðarstað. Þegar séra Ólafur var á fyrsta ári, fórst faðir hans með norsku ’verzlunarskipi út af Hornströndum. Tók þá Björn Ólsen drenginn í fóstur að Þingeyrum. 1817 er hann sendur í Bessastaðaskóla, og var Björn Gunn laugsson þar kennari hans í latínu. Var Ólafur talinn ágætur námsmaður, en svo heilsutæpur, að hann varð að gera hlé á námi þriðja vetur sinn vegna brjóst- veiki. Fór hann þá til lækninga vestur í Grundarf jörð til Odds Hjaltalíns, og þar lærði hann þýzku af Guð rúnu, dóttur Odds, er þá var þrettán ára. Síðan fór hann aftur til fóstra síns á Þingeyrum. Séra Ólafur útskrifaðist úr skóla 1825, en vegna heilsubrests þorði hann ekki að fara utan til frekara náms og dvaldist næstu árin á Bessastöðum hjá Þor grími gullsmið og kenndi börnum hans og fleiri. Ekki var hann orðinn afhuga prestskap, því að 1830 fékk hann veitingu fyrir Tjörn á Vatnsnesi, en var fenginn til þess að afsala sér því kalli og taka við kennslu í barnaskólanum, sem þá var að komast á fót í Reykjavík. Hann var fyrsti skólastjóri þess skóla, og þótt hann vígðist til Saurbæjar 1837, vildi skólanefndin ekki sjá af honum, svo að það dróst í þrjú ár, að hann flyttist að Saurbæ. Þau ár hélt hann aðstoðarprest, og var það séra Arngrímur Halldórsson prests Magnússonar, er úti varð á heimleið að Saurbæ frá Kambshól. Kona séra Arngríms var Guðrún Magn úsdóttir frá Þorlákshöfn, Beinteinssonar. Guðnin brjálaðist á þeim árum, er séra Arngrímur var í Saur bæ, og dó frá tveimur börnum þeirra. Þótt séra Arngrímur þjónaði brauðinu, meðan hinn brjóstveili klerkur sýslaði um sálarfóður Reykja- víkurbarna, þurfti séra Ólafur að sjá um, að staður- inn væri setinn. Til þess .valdi hann bróður sinn, Georg Pétur. Hefur hann líklega byggt Pétri jörðina, því að hann er talinn bóndi, en ekki ráðsmaðíir, og tók við búinu sama ár og séna Ólafur fékk veitingu fyrir staðn um. Kona Péturs var Guðríður Magnúsdóttir, presis í Steinnesi, Ánasonar biskups Þórarinssonar, og bjuggu þau á Helgavatni í Vatnsdal áður en þau komu að Saurbæ. Þegar þau hjónin, Georg Pétur Hjaltesteð og Guð- ríður, kona hans, flytjast að Saurbæ, koma þau ein- hvers staðar að sunnan, því að leið þeirra liggur inn fyrir Hvalfjörð. En þau hafa ætlað sér dagleiðina held ur langa, ná rétt að beygja út með Hvalfirðinum að norðan og taka sér gistingu á Þyrli, þótt þá sé skammt orðið til Saurbæjar. Þau eru líka með stóran hóp ungra barna, sem sjálfsagt eru farin að dotta í hripum sínum, en annar úrbúnaður fyrir börn þekkt ist ekki í búferlaflutningum. Þeim er því orðin þörf á mjólk og aðhlynningu. En meðan þau eru að þumlungast lestaganginn eftir krókóttum vegi, hefur húsfrú Guðriður stytt sér leið- ina með því að hagræða nöfnum barna sinna í vísu: Anna, Gunna, líka Lauga og litla Manga, Ólafur, Björn og einnig Mangi, Einar Hjaltesteð reifastrangi. Vísan hefur geymzt í Botnsdal síðan, en sumt af innihaldi hripanna urðu þjóðkunnar menneskjur og meðal niðja þeirra má finna tvær fegurðardrottning ar í efstu flokkum, þær Sigríði og Önnu Geirsdætur. Það er orðið þröngt í baðstofunni á Þyríi, þegar svona stór hópur næturgesta bætist við það, sem fyrir er. Þó tekst einhvern veginn að hola því öllu niður í rúmin um nóttina, nema reifastranginn Einar Hjálte steð var látinn til fóta í vögguna hjá heimasætunni á bænum, Jórunni Magnúsdóttur, einkabarni Þyrils- hjóna. Er mér komin sagan frá Ingibjörgu í Galtar- holti, dóttur Jórunnar, en hún sagði börnum sínum frá þessum vöggugesti og kenndi þeim vísu Guð- ríðar. Jórunn varð síðar húsfreyja í Stóra-Botni. Bæði ortu þau hjón um börn sín, þehn og öðrum til skemmtunar, flest að sjálfsögðu týnt eins og vera ber. Þó er enn til ein staka, er lumar býsna skemmti- 348 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.