Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn Sunnudagsblaš

						NJÓLINN OG
ERFÐAPRINSINN
í mánaðarritinu Akranes, sem ÓI-
afur B. .Björnsson gaf út um all-
langt skeið, er dálítil saga um heim-
ulunjólann, rituð í þjóðsagnastíl.
Ekki er þess getið, hvaðan sagan er
runnin, og fylgir henni sú leiðbein-
ing ein, að gamla fólkið hafi kunn-
að hana. Sagan er á þessa leið:
„Það var einu sinni fyrir löngu
síðan, að hallæri gekk yfir landið
og fólkið dó úr hor og hungri. Þetta
barst konunginum til eyrna, og rann
honum þessi harmsaga mjög til rifja.
Hann tók þá það viturlega ráð að
leita til beztu fræðimanna í ríkinu
og spurði þá, hvort ekki væri til
nein ætileg og holl jurt, sem væri
svo harðger, að hún þrifizt áreiðan-
lega á íslandi, og fólkið gæti borS-
að, ef matarskortur yrði. Þeir báru
ráð sín saman og sögðu síðan kóng-
inum, að víst væri slík jurt til, sem
yxi alls staðar brotalaust og væri þar
á ofan bezti matur. Þessi jurt var
njólinn.
Blessaður kóngurinn lét ekki segja
sér það tvisvar. Hann keypti heil-
mikið af njólafræi fyrir sína pen-
inga og sendi það til íslands. Nú var
fræinu sáð, og það fór eins og þeir
vitru menn sögðu, að hvar sem það
komst í jörð, þaut upp njóli.
En hvort sem það kom af því, að
kóngurinn sagði ekkert fyrir um mat-
reiðslu njólans eða ekki, þá fór svo,
að íslendingar komust aldrei upp á
að matreiða hann og eta. Eigi að
síður kepptist njólinn við að vaxa og
breiðast út í hlaðvörpum, kálgörðum
og hvar sem blettur var skilinn eít-
ir handa honum. Hann vissi það, að
henn var að reka konungserindi."
Fæstum, sem þessa sögu lesa, mun
detta annað í hug að óreyndu en hún
sé diktur einn og bamalegur upp-
spuni. Svo vill þó til, að varðveitt
eru gömul skjöl, er sanna, að fótur
er fyrir henni. Þau voru ókunn, að
því er bezt er vitað, þegar Ólafur B.
Björnsson lét prenta njólasögu sína,
og voru ekki dregin fram í dagsljós-
ið fyrr en árið 1961.
Skjöl þessi voru í miklu safni emb-
ættisbréfa, sem Danir skiluðu íslend-
ingum fyrir um það bil fjörutíu ár-
um. Sést af þeim, að atburður sá,
sem munnmælasagan snýst um, hefur
gerzt árið 1778, og koma þar mest
við sögu tveir menn, Smidt nokkur
hallarráðsmaður og garðyrkjumaður
á Friðriksbergi og Friðrik erfðaprins.
Friðrik erfðaprins var sonur Friðriks
V. og Júlíönu drottninjar. Hann var
enginn garpur, en þó gæt-
ir hans talsvert í sögu Dana. Þeg-
ar Stuensee var steypt af
stóli árið 1772, varð hann í
orði kveðnu eins konar ríkisstjori,
því að Kristján konungur VII var
geðveikur, og við það stóð fram til
ársins 1784, er Friðrik krónprins, síð-
ar Friðrik VI, beit hann af stalli. Þess
vegna kom það í hlut Friðriks erfða-
prins að skipa fyrir um sendingu
njólafræsins til íslands.   •
En það var garðyrkjumaðurinn J.
W. Smidt, sem uppgötvaði, hve hent-
ug sáðjurt njólinn var. Það var í
febrúarmánuði 1778, að hann lét til
skarar skríða og skrifaði erfðaprins-
inum. Kvaðst hann hafa uppgötvað
súru eina, Lapathum canadensis, er
hann hefði mikla trú á, að gæti orðið
til nytja á íslandi. Lýsti hann jurt-
inni vandlega fyrir hátigninni og
sagði, að á henni yxi á öðru ári
aldinstöngull, sem yrði tveggja til
fjögurra álna hár og viðlíka gildur
og spanskreyr, og í ágústmánuði
þroskuðust á honum fjöldi gulbrúna
fræja, er væru áþekk bókhveiti. Fræ-
ið kvað hann að sönnu nokkuð beizkt
á bragðið, en fengi sætan og þægi-
legan keim, ef það væri soðið í vatni
eða mjólk. Hitt lét hann liggja milli
hluta, hvort heppilegra myndi að mala
það í mjöl eða stappa úr því grjón.
Hann var einnig reiðubúinn að segja
fyrir um ræktun þessarar jurtar. Taldi
hann hæfílegt, að fjórar yxu á fer-
alin, og tyrggari hugði hann, að bænd
ur í köldum löndum bæru mykju að
rótinni á haustin.
„Allir þessir kostir þóttu mér
samt ekki nægja," segir hann í bréfi
sínu til erfðaprinsins", til þess að
mæla með ræktun jurtarinnar, svo
fremi sem ég væri ekki viss um, að
hún sé að minnsta kosti óskaðleg
heilsu manna. Þess vegna sýndi ég
Cappel lyfsala í Friðriksspítala í
Kaupmannahöfn fræið. Þessi skyn-
bæri og trausti maður fullvissaði mig
um það, mér til gleði, að í þessu
fræi væri alls ekkert, sem gæti spillt
heilbrigði manna, og það mætti
áhættulaust neyta þess . . . Þar eð
hugsanlegt er, að þessi jurt geti vax-
ið og góðan ávöxt borið á íslandi,
Grænlandi og í nyrztu héruðum Nor-
egs, eins og ég líka vona sterklega,
þá kynni hún, þegar fram líða stund-
ir, að frelsa fólk, sem þar býr, undan
oki hungursins."
Friðrik erfðaprins gein undir eins
við agninu, þó að honum hafi kann-
ski ekki runnið jafnátakanlega til
rifja mannfallið í hallærunum og
ráða mætti af munnmælasögunni is-
lenzku. Mannfall var víðar en á út-
skögum heimsins. Hann eygði þarna
ódýra leið til þess að halda lífinu
í hinum sínöldrandi þegnum í nyrztu
löndum Danaveldis. Að fjdrum dög-
um liðnum hripaði hann sjálfur svo-
látandi orðsendingu til stjórnardeild-
ar þeirrar, sem framkvæma skyldi
hugmynd garðrykjumannsins og hall-
arráðsmannsins Smidts:
„Hinn iðni garðyrkjumaður og
hallarráðsmaður, Smidt, hefur upp-
götvað sáðkorn handa íslandi, Fær-
eyjum og Finnmörk. Lýsing hans seg
ír allt, og ég 6r viss um, að stjórn-
ardeildin sér um, að það komizt sem
fyrst í sem beztar hendur á öllum
stöðunum þremur."
Því miður vantar niðurlag þessar-
ar sögu. Við vitum ekki, hvort stjórn-
ardeildin hefur látið safna njólafræi
og senda það víðs vegar um ríkið.
Það var í rauninni Gullberg, sem
stýrði ríkinu og málefnum þess, en
ekki erfðaprinsinn, og ef til vill hafa
verið í stjórnarskrifstofunum menn,
sem lítiltrúaðif voru á njólann og
nytsemi hans sem sáðjurtar. Við vit-
um ekki heldur, hvaða umbun Smidt
garðyrkjumaður hefur hlotið fyrir
allt umstang sitt. En við skulum
vona, að hann hafi hlotið nokkur
laun.
Bersýnilegt er þó, að fyrirmæli Frið
riks erfðaprins um njólafræið hefur
vitnazt út hingað. Það sannar munn-
mælasagan. Alþýða manna hefur svo
bendlað konunginn við þetta tiltæki
og eignað honum frumkvæðið, því að
sjálfsagt var, að allt gott kæmi frá
„blessuðum kónginum," sem hugsaði
fyrir alla þegna sína og bar hag
hvers manns fyrir brjósti.
Þeim mönnum til leiðbeiningar,
sem kynnu að fletta upp í grasa-
fræðiritum og sjá þar, að njolinn
ber nú allt annað latneskt nafn en
hér hefur verið tilgreint, skal á þa8
bent, að margt hefur breytzt síðan
á dögum Friðriks erfðaprins. Eitt af
því er latínuheiti njólans.
866
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 865
Blašsķša 865
Blašsķša 866
Blašsķša 866
Blašsķša 867
Blašsķša 867
Blašsķša 868
Blašsķša 868
Blašsķša 869
Blašsķša 869
Blašsķša 870
Blašsķša 870
Blašsķša 871
Blašsķša 871
Blašsķša 872
Blašsķša 872
Blašsķša 873
Blašsķša 873
Blašsķša 874
Blašsķša 874
Blašsķša 875
Blašsķša 875
Blašsķša 876
Blašsķša 876
Blašsķša 877
Blašsķša 877
Blašsķša 878
Blašsķša 878
Blašsķša 879
Blašsķša 879
Blašsķša 880
Blašsķša 880
Blašsķša 881
Blašsķša 881
Blašsķša 882
Blašsķša 882
Blašsķša 883
Blašsķša 883
Blašsķša 884
Blašsķša 884
Blašsķša 885
Blašsķša 885
Blašsķša 886
Blašsķša 886
Blašsķša 887
Blašsķša 887
Blašsķša 888
Blašsķša 888