Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn Sunnudagsblaš

						fsabella önnur, drottning Spánar á ár-
unum 1833 til 1868. Líferni hennar þótti
hneykslanlegt, og var henni þröngvað
til þess að segja af sér. Miklar deilur
urðu um ríkiserfðii-nar, og vegna þeirra
kom til friðslita með Frökkum og Þjóö-
verjum árið 1870.
~K
XII.
Um þessar mundir hélt Thíers ræðu
1 löggjafarþinginu franska, þar sem
hann réðst harkalega á Napóleon
þriðja. Hann gat þess, að mikill stjórn
málamaður væri kominn fram á
sjónarsviðið, þar sem Bismarck var.
„Hann vissi, að Austurríki, sem hann
ásakaði um vígbúnað, var ekki reiðu-
búið til styrjaldar. Víð hefðum hæg-
lega getað komið í veg fyrir þetta
stríð. En við gátum ekki tekið ákvörð
un. Við vonuðum, að eitthvað nýtt
myndi koma fram á sjónarsviðið. Sú
varð einnig raunin á — en nýmælið
er veldi Prússa. Nú megum við ekki
gera eina einustu skyssu til viðbót-
ar."
Napóleon hefur ugglaust vitað
þetta jafnvel og sagnfræðingurinn
gamli, en samt mistókst honum að
spyrna við fótum. Keisarinn ásæld-
Ist enn lönd í austurátt, en landa-
kröfur hans urðu honum eingöngu
til skaða, leiddu til þess, að þýzku
ríkin fylktu  sér um Prússland  og
urðu til þess, að ýmsir erlendir stjórn
endur fengu ímugust á Frökkum. Til-
raunir Naþóleons til þess að koma
á fót þríveldisbandalagi Frakka, ít-
ala og Austurríkismanna runnu út í
sandinn; meðal annars vegna þess
að enn héldu Frakkar verndarhendi
yfir veraldlegu ríki páfastóls. Napó-
leon lagði sig allan fram um það
að koma hermálum ríkisins í isæmi-
legt horf. En löggjafarþingið var
naumt á fjárveitingar til þessa mál-
efnis, og íhaldssamir hershöfðingjar
börðust með oddi og egg gegn öll-
um breytingum. Glæst fortíð Frakka
á hernaðarsviðinu hafði villt þeim
sýn, og þelr létu sér ekki til hugar
koma, að prússneski herinn stæðist
þeim franska snúning. Napóleoni mis
tókst því einnig að koma þessari ætl-
un sinni fram.
Ólgan innanlands óx stöðugt. Keis-
arinn fékk ekki styrkt sig í sessi
með því að gera ráðherra sína ábyrga
gagnvart löggjafarþinginu og losa um
höft á prentfrelsi og fundarfrelsi. Lýð
veldissinnum óx fiskur um hrygg, og
þeir fengu aðsópsmikinn foringja,
þar sem var r lögfræðingurinn Léon
Cambetta. Ýmsum jafnaðarmanna
foringjum var leyft að hverfa heim
úr útlegðinni, og þeir þögðu ekki
um baráttumál sín, er þeir voru
komnir heim til föðurlandsins. Þing-
kosningar i maí árið 1869 urðu mik-
111 sigur fyrir stjórnarandstöðuna,
sem hlaut þrjár og hálfa milljón at-
kvæða, aðeins einni milljón færra en
þeir, sem fylgdu stjórninni að málum.
Napóleon þriðji kaus nú að sigla
milli skers og báru og skipaði hinn
frjálslynda Émile Ollivier forsætisráð-
herra vonaðist til þess að geta haldið
byltingaröflunum niðri með því móti.
Ollivier tók við af Rouher íhaldssöm
um manni, sem hafði mjdg mótað
stefnu Napóleons og var stundum kall
aður varakeisarinn. Jafnframt var
sett ný stjórnarskrá, sýnu frjálslynd-
ari en sú, sem gilt hafði, og stjórnar-
farsbreytingar keisarans voru bornar
undir þjóðaratkvæði í apríl. Úrslitin
urðu mikill sigur fyrir Napóleon ,rösk
lega sjö milljónir kjósenda veittu
honum fylgi, en einungis ein og
hálf milljón reyndist mótsnúin hinu
nýja stjórnarfari. Framtíðarhorf-
ur franska keisaradæmisins virtust
bjartari en verið hafði > um langt
skeið. Forsætisráðherrann nýi lýsti
þvi yfir, að Frakkar ættu ekki við
neina meiri háttar erfiðleika að etja,
aldrei hefði friður verið tryggari í
Evrópu.
Ef til vill leit svo út á yfirborðinu,
en/ Ollivier mátti minnast þess, að
austur  í Berlín  sat von Bismarck,
sem dreymdi um sameiningu Þýzka-
lands, undir prússneskri forystu. Því
marki taldi hann, að helzt yrði náð
með styrjöld milli Þýzkalands og
Frakklands, og Prússar höfðu misser-
um saman búið sig undir hugsanleg
friðslit. Eitthvert tilefni verður jafn-
an að hafa að yfirvarpi fyrir stór-
styrjöld, og svo vildi til um þessar
mundir, að hásæti Spánarkonungs
stóð autt. Deila um ríkiserfðir á
Spáni varð til þess að kveikja ófriðar-
bál.
Málum var þannig háttað, að fsa-
bellu annarri Spánardrottningu hafði
verið steypt af stóli árið 1868, og
litaðist nú bráðabirgðastjórn lands-
ins um eftir einhverjum, er tekið
gæti verið völdum. í því sambandi
datt mönnum í hug Leopold nokkur,
þýzkur prins af Hohenzollerætt, en
af henni var Vilhjálmur fyrsti Prússa-
konungur einnig kominn. Það er hald
manna, að hvorki Vilhjálmur, Leopold
sjálfur né Karl Anton fursti, faðir
Leopolds, hafi viljað, að af þessu yrði.
En Bismarck þóttist nú eiga góðan
leik í refskák stjórnmálanna. Honum
tókst lengi vel að halda samningum
um þessi mál leyndum fyrir Frökkum
sem litu þann möguleika óhýru auga,
að frændi Prússakönupgs hæfist til
valda á Spáni, minnugir hins mikla
veldis Karls fimmta á sextándu öld,
en hann réð ríkjum bæði í Þýzka-
landi og á Spáni.
Svo fór, að Spánverjar buðu Leo-
pold konungdóm og þremenningarn-
ir, sem fyrr er getið, gáfu samþykki
sitt. Nú mun Bismarck hafa viíjað,
að Leopold yrði formlega kjörinn
til konungs, áður en Frakkar fengju
nokkurn pata af því, sem um var
að vera. En sú varð ekki raunin á.
Þessum málum varð ekki hald-
ið leyndum, og hinn 6. júlí hélt út-
anríkisráðherra Frakka, Gramont her-
togi, þrumandi ræðu , iöggjafarþing-
inu, þar sem hann mótmælti þvf harð
lega, að maður af Hohenzollerætt
settist í konungsstól á Spáni. Afleið-
in.g þessarar ræðu varð sú, að fimm
dögum síðar tilkynnti Karl Anton,
að syni sínum hefði snúizt hugur og
hann drægi sig í hlá.
Málið virtist þannig vera leyst.
Frakkar töldu sig hafa sæmd af, og
Vilhjálmi Prússakonungi létti, en
hann hafði hikandi fallizt á téða
ráðagerð. Bismarck einn var hinn
óánægðasti, en þó ekki til larigframa,
þvi að nú urðu Frökkum á afdrifarík
mistök. Gramont þótti ekki nóg að
gert. Hann vildi ná sér rækilega
niðri á Prussum og krafðist þess, að
Vilhjálmur fyrsti lýsti yfir samþykkl
ÞÆTTIR AF NAPÓLEONI III. KEISARA
IV
668
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 865
Blašsķša 865
Blašsķša 866
Blašsķša 866
Blašsķša 867
Blašsķša 867
Blašsķša 868
Blašsķša 868
Blašsķša 869
Blašsķša 869
Blašsķša 870
Blašsķša 870
Blašsķša 871
Blašsķša 871
Blašsķša 872
Blašsķša 872
Blašsķša 873
Blašsķša 873
Blašsķša 874
Blašsķša 874
Blašsķša 875
Blašsķša 875
Blašsķša 876
Blašsķša 876
Blašsķša 877
Blašsķša 877
Blašsķša 878
Blašsķša 878
Blašsķša 879
Blašsķša 879
Blašsķša 880
Blašsķša 880
Blašsķša 881
Blašsķša 881
Blašsķša 882
Blašsķša 882
Blašsķša 883
Blašsķša 883
Blašsķša 884
Blašsķša 884
Blašsķša 885
Blašsķša 885
Blašsķša 886
Blašsķša 886
Blašsķša 887
Blašsķša 887
Blašsķša 888
Blašsķša 888