Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 27.08.1967, Blaðsíða 12
Jón R. Hjálmarsson UPPHAF ENSKRAR Árið 1606 voru stofnuð í Eng- landi tvó nýlenduhlutafélög í þeim tilgangi að hefja viðskipti og efna til byggðar 1 Norður-Ameríku. Var annað félagið kennt við Lundúnir, því að flestir stofnendur þess áttu heima í höfuðborginni, en hitt kall- aðist Piymouthfélagið, af því að eigendur þess voru aðallega frá þeirri borg. Jakob I. konungur var örlátur mjög við félögin, heimil- aði þeim starfssvið frá 34. til 45. breiddarbaugs, og tóku þau þegar til starfa. Skyldi Plymouthfélagið f-á athafnasvið í nyrðri hluta land- námsins. Það gerði þegar árið 1606 út könnunarleiðangur, og árið eft ir sendi það fyrstu landnemana vestur, og settust þeir að, þar sem nú heitir Maine í Bandaríkjunum. Landnámsmenn þessir héldust þó aðeins við þarna einn vetur við 'I þröngan kost og mijtil harðindi. Sneru þeir heim aftur næsta sum- ar, er skip kom vestur, og varð ekki af frekari landnámstilraun- um Plymouthmanna að sinni. Lundúnafélaginu vegnaði nokkru betur. Undir jól 1606 var fyrsti leiðangur þess ferðbúinn, og sigldu þá áleiðis vestur þrjú skip með 120 landnema inn- anborðs, allt karlmenn. Ferðin sóttist seint, og urðu leiðangurs- menn fyrir margs konar töfum. Var það ekki fyrr en í maí 1967, að stigið var á land í hinni nýju álfu. Hin langa og stranga útivist hafði mjög reynt á þrek manna og ýmsir kvillar hrjáð þá. Fimmtán höfðu látizt í hafi, svo að það voru ekki nema 105, sem stigu á land. Landnámsmenn sigldu upp í mynni Jakobsárinn- AMERlKU ar í Virginíu og tóku sér ból- festu á bökkum hennar. Þorpið, sem þeir hófu að reisa þar, nefndu þeir Jamestown eða Jakobsborg til heiðurs konungi sínum. Um borð í forystuskipinu var innsigluð askja, sem ékki skyldi opnuð, fyrr en komið væri á áfangastað. Þegar hirzlu þess- ari var loks lokið upp, komu þar í ljós ýmis skjöl, er á voru rituð lög og reglugerðir fyrir nýlend- una ásamt nöfnum sjö manna, er hafa skyldu með höndum landstjórn og löggæzlu í land náminu. Einn þessara manna var John Smith, og stóð þannig á fyr- ir honum, þegar skjölin voru les- in, að hann lá bundinn undir þilj- um og hlekkjaður við skipsbita svo sem hann væri óbótamaður. Lítið er vitað um ástæðurnar fyr- Amerískt landnemahúc frá seytjándu 61 d. 732 TlMlNN - SUNNUDAOSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.