Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 24. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn Sunnudagsblaš

						I Tælandi er útrúleg  mergg skrauthýsn. helgra hofn, mustera og halla, svo sem
víöa er í Suðaustur-Asíu.
Bangkok - austur-
lenzk síkjaborg
Bangkoíí er undarleg borg. Ar-
kvíslar og síki eru þar mestar sam-
gónguæðar, og þar úir og grúir
af löngum, vélknúnum bátum með
skrúfuna á langri • stöng, breiðum
vélbátum m.eð stóra flutninga-
pramma i togi, og litlum, svört-
um skeljum, sem standandj. ræð-
ari knýr áfram með einni ár. Þótt
þrengslin séu mikil og mörgu ægi
saman, gengur mönnum greitt að
komast leiðar sinnar. Það er helzt,
að fullmikið gefi á, pegar, stórir,
hraðskreiðii bátar, hlaðnír for-
vitnum ferðamönnum, geysast á-
fram, þar sem svigrúm er lítið.
Úr lofti séð minnir Bangkok á
köngutó i neti sínu. Þræðirnir
í netinu eru síkin, sem teygjast
langt út um sléttuna umhverfis
borgina. Mest allra þessara votu
vega er Kaó-Fía-áin, sem hlyktj-
ast í gegnum borgina, breið og
skoldökk.
Bangkok er á flatneskju, og um-
hverfið allt er mjög láglent/ Flóð
eru tíð um regntímann, því að
ekki þarf að hækka nema örlítið
í ánni og síkjunum til þess að
vatnið gangi á land. Þorni síki,
blasir við óhugnanleg sjón: Tjóru-
svört leðja, sem af leggur svo
megna fýlu, að varla er líft í nánd.
Fyllist síki af sorpi og leðju, flýja
íbúarnir húsin, sem við það
standa. Þv> veldur þó ekki óþefur-
inn, enda má oft sjá konur vaða
leðjuna í mið læri og moka henni
í körfur eða stampa, vafalaust í
því skyni að nota hana sem áburð.
Hitt kemui til, að illgerlegt er
að komast að húsunum, þegar sík-
in eru pkki lengur fær neinni
fleytu.
Sá, sem kemur sjóleiðis til
borgarinnar, sér fyrst ekki annað
en frumskóg, er siglt er upp fliót-
ið. Heilar torfur af grænum vatna-
gróðri eru þar á reki, og úr trján
um á fljólsbakkanum hanga lang-
ar dræsur niður í vatnið. Brátt
ber þó fyrir augu bryggjur og
skemmur, og er þá innan skamms
komið á höfnina í Bangkok. Þeím
sem á skipi stendur, finnst næst-
um, að vfirborð fljótsins beri
hærra en fljótsbakkana, og þótt
Bangkok sé milljónaborg, • gætir
þess lítið utan af fljótinu. Báta-
mergðin er ótrúleg og vélaskell-
ir í öllum áttum, en hr6p og köll
heyrast nálega aldrei, því að fólk-
ið er furðulega hljóðlátt. Það er
einkenni þeirra þjóða, sem byggja
Suðaustur-Asíu, hve hæglátar þær
eru, æðrulausar og geðbrigðalitl-
ar. Jafnvægi geðsmunanna er að-
alsmerki þessa fólks.
Mestum hávaða valda hinir
löngu og mjóu bátar Bangkok-búa
með hreyfanlega vél í skut og
skrúfuna á langri stöng. En þeir
eru sérlega vel fallnir til notkun-
ar, þar sein vatn er grunnt, gróð-
urtorfur á reki og alls konar rek-
ald á floti. Þegar með þarf, er
skrúfunni, sem er furðulega lít-
il, lyft upp úr vatninu.
Þessir bátai eru mjög hrað-
skreiðir og þeir draga á eftir sér
Ianga, freyðandi kjölrák, þegar
viðstöðulaust er haldið áfram.
Sumir þsssara smábáta rúma að-
eins þrjá eða fjóra iííenn, en aðr-
ir eru miög langir og geta flutt
tugi farþega. Stýrimaðurinn í
skutnum stendur oft til þess að <
sjá betur fram fyrir sig, álútur,
líkt og búinn til stökks, og stjórn-
ar fleytu sinni af mikilli leikni.
Farþegar á slíkum bátum sitja í
röðum á þóftunum með sólhlífar
á lofti til þess að verja andlitsitt
vatnsgusuni, og geta þessir far-
kostir stundum minnt norrænau
mann á langskip víkinga. sköruð
skjöldum.
Margir breiðbátanna, sem jafn-
aðarlega eru seinfærir og þungir
í svifum, eru með þaki, sem verja
fólk og varning sólarhitanum P.a
langflestar eru litlu skeljarnar oft
hlaðnar ávoxtum og grænmeti eða
öðrum 'öluvarningi. Ræðarinn,
karl eða sona. stðhdur í skut með
eina ár, sém er bundin föst, og
stígur öldtina í sífellu tO þess að
halda jafnvægi. Á þessum Htlu
bátum má flytja einn farþega. og
er fargjaldið eitt batt, sem sam-
svarar einni krónu eða þar um
bil. Nokkrir hafa atvinnu af því
að selja vfiðarkol í borginni, og
eru þau þá einnig flutt á bátum
af þessu tagi, og eru kolasalarn-
ir auðþekktir, Þeir eru í svöstum
fötum, hvort heldur eru karlar
eða konur. og með barðastóra
svarta hatla, þótt klæði annars
fólks séu að jafnaði mjög lit-
skrúðug. f.oks eru þessir smábát-
ar farartæki Búddamunkanna,
, sem reika fram og aftur uppi á
götunum í sterkgulum klæðum og
biðjast beininga. Eru kænur munk
562
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 553
Blašsķša 553
Blašsķša 554
Blašsķša 554
Blašsķša 555
Blašsķša 555
Blašsķša 556
Blašsķša 556
Blašsķša 557
Blašsķša 557
Blašsķša 558
Blašsķša 558
Blašsķša 559
Blašsķša 559
Blašsķša 560
Blašsķša 560
Blašsķša 561
Blašsķša 561
Blašsķša 562
Blašsķša 562
Blašsķša 563
Blašsķša 563
Blašsķša 564
Blašsķša 564
Blašsķša 565
Blašsķša 565
Blašsķša 566
Blašsķša 566
Blašsķša 567
Blašsķša 567
Blašsķša 568
Blašsķša 568
Blašsķša 569
Blašsķša 569
Blašsķša 570
Blašsķša 570
Blašsķša 571
Blašsķša 571
Blašsķša 572
Blašsķša 572
Blašsķša 573
Blašsķša 573
Blašsķša 574
Blašsķša 574
Blašsķša 575
Blašsķša 575
Blašsķša 576
Blašsķša 576