Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 20
Horft yflr Lónið frá Stafafelli. Sigurjón Snjólfsson: MINNINGAHRAFL FRA ÆSKll MINNI í LÚNI í*að var á krossntessu vorið 1891, að hjón voru á ferð austur yfir Lónsheiði. Þau voru á ferð-að Rannveigarstöðum í Álftafi röi. Þangað voru þau að fara í vinnu- mennsku. Þessi hjón hétu sjaldgæfum nöfnum: Steinlaug og Snjólfur. Og þetta voru foreldrar mínir. Móðir mín reiddi telpu, Hólmfríði, tveggja ára gamla, og sjálfur var ég með í förinni, þó ófæddur. Hofsá rennur skammt frá Rann- veigarstöðuni, vatnsmikil stund- um. Nú vildi svo illa til, að móð- ir mín fór í ána, og munaði litlu, að þarna yrði slys. En með snar- ræði tókst föður mínum að bjarga þeim mæðgunum. og var þó telp- an hætt komin. Nú er Fríða átt- ræð og enn falleg eins og fyrr. Ég fæddist um haustið, fyrsta vetrardag. Ekki var ég þó lang- dvölum í Álftafirði, því að ég var fluttur misserisgamall suður yfir Lónsheiði og látinn i fóstur að Hvalnesi. Foreldrar mínir munu hafa dvalizt tvö ár í Álftafirði, en síðan fluttust þau afbur suður i Lón, þar sem þau dvöldust svo til æviloka, alltaf í vinnumennsku og lengi á sama heimilinu. Þau voru bæði velvirk og húsbóndaholl, en fálæktar vegna gátu þau ekki reist bú. Fósturforeldrar mínir á Hval- nesi hétu Bjarni og Guðrún. Tyí- býli var á jörðinni. Mitt heimili var í austurbænum, en Eiríkur og Guðrún bjuggu í suðurbænum og áttu fimm börn á lífi. í austur- bænum voru átta börn, þegar ég var kominn þangað, öll eldri en ég, nema Sigurður Eirífc-sson, sem var jafnaldri minn. Urðum við miklir vinir og lékum okkur æv- inlega saman. Bændurnir á Hvalnesi voru mikil prúðmenni, báðir^ smiðir og miklir byggingamenn. Ég var tíð- ur gestur í smiðjunni hjá Eiríki, sem var maður jafnvígur á járn og tré og smíðaði margt fyrir aðra. Ég man, að hann hafði smálömb í smiðjunni á vetrum. Þau voru drifhvít, þegar þau voru látin þang að, en urðu blá af reyknum, þegar fram í sótti. En ekki bólaði á öðru en þau væru hraust og þrifust vel. Konurnar á Hvalnesi voru dugn- aöarmanneskjur, og þó sérstáklega kona Eiríks, enda var hún mjög hraust. Hún var snemma á fótum um túnasláttinn og jafnvel búin að slá góða skák, þegar aðrir vökn- uðu. Systir Bjarna, fóstra míns, héi Áslang, og hef ég aldrei kynnzt betri né grandvarari mann- eskjum en þeim. Ég heyrði þau aldrei mæla styggðaryrði, og aldrei létu þau sér um munr: fara hnjóðsyrði um nokkurn mann. Ás- laug var ljósmóðir og lögðu allar konur sveitarinnar mikla elsku á hana. Á hnjám hennar lærði ég að lesa. Aðeins man ég eftir Guðnýju, móður þeirra Bjarna og Áslaugar. Hún var þá blind orðin og komin í rúmið. Hún hafði verið ljósmóðlr í Lóni á undan Áslaugu, dóttur 980 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.