Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 6
OLAFUR ÞORVALDSSON: TEKIÐ Áður fyiT var oft liaft á orði, að þessi eða hinn væri búinn „að taka heima“, þegar sá hinn sami hafði fest sér jörð eða kot til ábúð- ar. Þessi ósköp hafa nokkrum sinn- um hent mig á lífsleiðinni, að taka heima, festa mér jörð eða ábýli til búskapar, oft að lítt athuguðu máli, jafnvel af tilviljun einni. Þessi tilbreytni reyndist mér nokkuð misjafnlega — á stundum vel, stundum miður. Það mun flestum reynast nokk- ur viðburður, þegar jörð er tekin til ábúðar, hvort heldur er til kaups eða á leigu. Það er eitt af hinum óskráðu blöðum í lífsbók hvers og eins. Það er sagt, að skórinn verði að laga sig eftir fætinum — eða fót- urinn eftir skónum. Ég held, að svipað lögmál gildi um manninn og jörðina. Annað tveggja verður sá, sem flyzt á bft lítt eð óþekkta jörð, að laga sig sem bezt eftir jörðinni eða jörðin lagar sig eftir manninum. Geti ekkert samkomu- lag orðið, tel ég vonlítinn búskap á þeirri jörð. Ekki verða hér rekin tildrög allra minna heimtaka. Ég tek hér eitt út úr, en það var, þegar ég tók heima í Herdísarvík í Selvogs- hreppi vorið, eða réttara sagt sum- arið 1927. Vorið áður, það er 1926, seldi ég jörð okkar hjónanna vest- ur á Snæfellsnesi, sem við höfðum búið á nokkur undanfarin ár, en áður var ég búinn að tryggja okk- ur jarðnæði tveggja kota á Hval- eyri við Hafnarfjörð. Ekki rek ég heldur hér orsakir þess flutnings, þær koma máli þessu ekki við — en til hverrar sögu verður noikkuð að bera. Það mun hafa verið í síðara hluta júlímánaðar 1927, er við hjónin stóðum við slátt á túni okk- ar á Hvaleyri, nokkuð fyrir venju- legan fótaferðartíma, að kona mín vekur athygli mína á, að maður á FYRRI HLUTI HEIMA brúnu hrossi kemur niður veginn, sem liggur af aðalveginum, og stefnir að túnhliði okkar. Þetta var óvenjuleg sjón, einkum á þessum tíma sólarhringsins. Hér hlaut langferðamaður að vera á ferð, og fer ég strax að huga nánar að þess- um árrisula ferðalangi. Eftir smá- stund segi ég við konu mína, að ekki kunni ég mann að kenna, sé þetta ekki Kristmundur bóndi í Stakkavík í Selvogi. Við Krist- mundur vorum vinir og mjög sam- rýndir á æsku- og uppvaxtarárum okkar í Hafnarfirði, og svo var ekki nema mánuður frá því, að við sáum Kristmund seinast á þessu sama hrossi. Þetta reyndist rétt vera. Sá var maðurinn. Hið fyrsta, sem ég spurði Krist- mund um eftir kveðjur okkar, var, hvort nokkuð væri að hjá honum. Hann kvað svo ekki vera, en seg- ist ætla að biðja mig fyrir hann Brún sinn, þar eð hann þurfi að biegða sér til Reykjavíkur, og var það auðsótt mál. Þegar við höfðum koimið hestin- um á snapir, gengum við í bæinn. Kona min bar Kristmundi góðgerð- ir — hann hlaut að vera hjall- hanginn eftir að hafa verið á ferð alla nóttina. Á meðan við drukkum morgunkaffið, minntist ég á það, að hann hlyti að hafa mjög brýnt erindi að reka, úr því að hann væri á ferð um hásláttinn, og það í þurrkatíð. „Það er nú samt í sambandi við sláttinn, að ég fer þessa ferð“, anz- ar Kristmundur. Svo segir hann mér, að nú sé Herdísarvíkin komin í eyði, og hafi ég ef til vill heyrt um það. Þórar- inn, bóndinn í Herdísarvík, hafi flutt til Reykjavíkur með sitt fólk, sem væri ekki margt, aðeins þau hjónin og gömul kona, sem búin hafi verið að vera þar mjög lengi. Þetta hafi gerzt eftir að rúningu fjárins og ullarþvotti lauk. „Þau ætla ekki að hrekja Fríðu, gömlu vinnukonuna, frá sér, þótt hún geti lítið eða ekkert gert“, segir Kristmundur. Þííss var von og vísa af þeim hjónum, Ólöfu og Þórarni. Tryggð- inni og ræktarseminni hafði ekki verið týllt lauslega í þær mann- eskjur. Og Kristmundur heldur áfram og segir: „Nú þarf ég að reyna að kom- ast til Reykjavíkur, þegar b.lar fara að ganga, og leita uppi Einar Benediktsson, skáld og fyrrver- andi sýslumann, til að vita, hvort hann vill lofa mér að slá meira eða minna í Herdísarvikurtúninu, þar eð útlit er fyrir, að Herdísar- víkin byggist ekki þetta árið. Hlíð- artúnið, sem ég hef undir, ætlar að verða mjög lélegt, og ekkert tún heima, svo sem þú veizt. Þór- arinn bar vel á túnið að venju og lét róta úr öllum hlössum snemma í vor. Og nú þarf ég að biðja þig fyrir Brún minn. Ég hugsa, að hann verði rólegur, hann er ýmsu vanur“. Ég svaraði Kristonundi því til, að þetta væri alveg sjálfsagt. Um kvöldið kom Kristmundur aftur, 'svo sem hann ætlaði sér, en ekki með Herdísarvíkurtúnið í vas- anum, og óvíst, hvort úr þessu rættist fyrir honum. Við ræddum þetta nokkra stund, unz Krist- .mundur segir: „Heyrðu annars, af hverju tek- ur þú ekki Herdísarvíkina. Þessi kot hérna eru ekki við ykkar hæfi“. Við þessa spurningu Kristmund- ar hvarflaði hugur minn tíu ár aft- ur í tímann til sumarsins 1917. Þá var það, sem við hjónin komum fyrst að Herdísarvík. Það sumar dvöldumst við, ásamt ungri dóttur okkar, í Krýsuvík. Þá bjuggu á heimajörðinni systkm úr Hafnar- firði, æskuvinir mínir og næstu nágrannar. Það var á tíunda sunnudegi eftir þrenningarhátíð, nánar tiltekið þann 12. ágúst 1917, að búið var að ákveða, að þau systkinin og við hjónin riðum til messu að Strönd í Selvogi, hvað við og gerðum. Ekki var stanzað á austurleiðinni í Herdísarvík, að- eins komið heim á hlaðið og heils- að upp á hjónin. Kaupamaðurinn og vinnukonan voru nýriðin úr hlaði til kirkju að Strönd. Allgóð vinátta var með þeim Herdísarvík- urhjónum, Þórarni og Ólöfu, og systkinunum í Krýsuvík. Urðum við að lofa þeim hjónum að koma í bæinn á heimleið. Þegar við komum til kirkjunnar, var fólkið af bæjunum ýmist kom- 1 i n i n n SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.