Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Blaðsíða 5
Hús skáldsins hugljúfa, Þingholtsstræti 33. amskrafta. En fyrst efeki var völ þess, er æskilegast hefði verið, varð að reyna aðrar námsleiðir. Á þessum árum við mikið fram- boð af tímakennslu í Reykjavík, einnig störfuðu þar kvöldskólar og ýmis námskeið voru haldin, svo að þeir, sem voru staðfastir og útsjón- arsamir með tíma sinn, gátu aflað sér drjúgrar þekkingar. „Hugur- inn bar þá hálfa leið í heimana nýja“. Því meira, sem á sig þurfti að leggja fyrir menntunina, því dýr mætari varð hún, og Maren varð prýðilega að sér, þó að menntun hennar mætti líkja við snapir ein- ar samanborið við skólamenntun nútimaæsku. 2. í húsi skáldsins. Maren reyndi að vinna sér sem mest inn á sumrin til þess að geta staðið straum af námskostnaði á vetrum, en mun þó oft hafa þurft að vinna fyrir uppihaldi sínu. VeU-- arlangt,/ ef til vill lengur, annaðist hún heimili fyrir Svanhildi Þórar- insdóttur, ekkju Jóns bónda Ein- arssonar í Kotlaugum í Hruna- mannahreppi. Svanhildur var mjög illa farin á heilsu, en hélt þó heimili með son- um sínum tveimur, Guðmundi, er síðar var kenndur við Múla í Reykjavik. og Sigurði, múrara- meistara. Dóttir Svanhildar var Guðr.ún, kona Þorsteins skálds Er- lingssonar, að vísu munu þau ekki hafa verið vígð til hjúskapar, en þó að fólk tæki strangar þá en síð- ar á svokallaðri frjálsri sambiið, nafnið trúlofunarfjölskylda liafði þá ekki verið fundið upp, þá var það nú einmitt svo. að fólk al- mennt sýndi virðingu sína fyrir sambúð skáldsins og húsfreyju hans með því að kalla Guðrúnu frú Erlingsson. Sjálf nefndi hún sig og ritaði Jónsdóttur framan af sam- búðarárum þeirra Þorsteins. og undir sínu upphaflega nafni aug- lýsti hún kennslu í hannyrðum. Síðar kenndi hún sig bæði við föð- ur sinn og maka með því að rita nafn sitt Guðrún J. Erlings. Eins og heilsu Svanhildar var háttað kom sér vel fyrir Iiana, hve Maren var vinnufús og verk- lagin og alveg einstaklega lipur og nærfærin við sjúka. Fyrir þessa kosti varð hún, þegar í æsku, mik- ils metin. Svanhildur var hin mætasta kona og myndarhúsfreyja. Tel ég líklegt, að Maren hafi margt af lienni lært, og svo var henni hlýtt tll þessarar konu og þótti nafn hennar svo fallegt, að hún hafði fullan hug á að koma því upp, ef hún eignaðist stúlku. Til er í eigu minni gullfalleg, erlend stúlkumynd, er Maren átti, fannst mér sem þetta væri mynd af Svanhildi, er hún hefði átt að eignast. Mér finnst það enn. Ætíð hefur mér fundizt stafa svana- og söngvabjarmi af þessu nafni. Guðrún, dóttir Svanhildar, lét Marenu njóta þess, hve vel hún reyndist móður hennar. Veitti hún henni fjölbreytta fræðslu í hann- yrðum í tímum heima hjá sér, með öðrum stúlkum, eða einni ef svo 797 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.