Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 4
Torfi Þorsteinsson Annar hluti Minningamolar um Ey- mund Jónsson í Dilksnesi Oft var til Eymundar leitað, er veik indi bar að höndum, ef héraðslæknir var fjarverandi. Þótti honum heppnast lækningar vel, einkum var hann talinn laginn að hjálpa konum i barnsnauð. Þorieifur Jónsson, alþingismaður i Hólum getur Eymundar i æviminning- um sinum i tilefni þess, er fyrsta barn þeirra Hólahjóna, Þorbergur,fæddist. Frá þessum atburði er einnig greint i „Skruddu” Ragnars Asgeirssonar og þar vitnaö til heimildar Lovisu dóttur Eymundar. Sú saga er einnig til i annarri útgáfu og þar stuðzt við samhljóöa frásögn Lovisu og Sigriðar, dætra Eymundar. Skal sú saga sögð hér, án þess að leggja nokkurn dóm á það, hvor sögnin sé réttust. En saga þeirra Lovisu og Sigriðar er á þessa leið: „Guðrún Einarsdóttir i Arnarnesi, tengdamóðir Eymundar, var þá enn starfandi ljósmóðir i Nesjahreppi, þótt öldruð væri orðin og farin að missa kjark. Héraðslæknirinn, Þorgrimur Þórðarson, var fjarverandi, og var þvi samkvæmt ósk ljósmóðurinnar leitað aðstoðar Eymundar, sem þá þegar var kunnur að farsælli hjálp við konur i barnsnauð. Er Eymundur sá aö barnið mundi ekki fæöast af sjálfsdáðum, brá hann skjótt viö, fór heim til sin og sagði konu sinni, hvernig horfði með barnsfæðinguna. Bað hann Halldóru hita sér vel gott kaffi og er hann hafði drukkiö kaffið, fór hann til smiðju sinnar og smiðaði þar tengur, sem hann siðan tók barnið með. Heppnaöist verkið svo vel að kona og barn lifðu og heilsaðist vel”. t blaðinu „Hæni” útgefnu á Seyðis- firði 9. april 1927 segir samtima maður Eymundar, Sigurður Arngrimsson, frá Hornafirði, sögu þessa að mestu leyti á sömu leið. Getur svo hver haft það, er honum sýnist sannast i þess- um efnum. Arið 1896 halda Austur-Skaftfelling- ar héraðshátið við rætur Almanná- skarðs, til að minnast 1000 ára byggðarsögu i héraðinu. Þar kemur Eymundur fram og flytur frumort ljóð, er vel þótti takast. Séra Jón Jóns- son prófastur á Stafafelli getur Eymundar i minningarriti sinu, út gefnu 1922. Telur hann Eymund áhrifamann i flokki heimastjórnar- manna i Nesjahreppi, árið 1902 og seg- ir m.a. að kosningaósigur sinn það ár hafi að einhverju leyti stafað af þvi, að Eymundur og fleiri áhrifamenn úr Nesjahreppi hafi þá verið á förum til Ameriku. Sýnir þetta vel, aö Eymundur hefur verið gjörhugull gáfumaður, sem braut þjóðfélagsmál til mergjar. Kvæði Eymundar og sendibréf hans, sem varðveitzt hafa, eru þó eflaust öruggasta heimildin um að hann hefur verið óvenju viðsýnn bóndi, gæddur eldlegum áhuga um vaxandi gengiog velmegun þjóðarinnar. Fjöldi samtiðarmanna Eymundar gaf sér ekki tóm til að læra að lesa og skrifa, en Eymundur gerði sér pennastöng úr fjöðurstaf og lærði að skrifa fagra rit- hönd, og bréf hans eru skrifuð af svo góðri réttritun, aö menn geta freistast tii að halda, að iangskólagenginn mað- ur hafi fariö þar höndum um. Efnahagur Eymundar mun jafnan hafa verið fremur þröngur, enda var ómegð mikil og ætið gestkvæmt á heimilinu. Húsbóndinn var einnig mjög oft fjarri búi sinu við margs kon- ar störf i þágu samfélagsins og tekjur af þeim störfum ekki miklar. Illt ár- ferði mun þó hafa leikiö efnahag þeirra hjóna einna harðast og fyllt þau efa um batnandi hag hér á landi. Þrjú af börnum Eymundar, þau Guörún, Sigriöur og Björn fluttust til Ameriku nokkru fyrir aldamótin og lýstu landkostum i Ameriku mjög vel. Allt þetta mun hafa ýtt undir Eymund og fjölskyldu hans aö freista gæfunnar i þessu undralandi. Það varð svo úr, að þau seldu allar eigur sinar og þar með jörðina Dilka- nes, sem þau Björn Jónsson og Lovisa dóttir þeirra keyptu, og i einum vesturfarahópnum, sem lagði út á haf- ið frá Austurlandi vorið 1902 eru þau hjónin frá Dilksnesi ásamt fimm son- um, þeim Höskuldi, Stefáni, Asmundi, Jóhanni og Sigurði. Það mun hafa verið um 20. mai 1902, sem Eymundur og fjölskylda hans lagði af stað frá Hornafirði. Verður nú Eymundur sjálfur látinn lýsa ferðinni yfir hafið, með þvi að birta hér nokkra kafla úr bréfum, sem hann skrifaði Birni syni sinum, þá búsettum i Lækjarnesi i Hornafirði. Glasgow, 27. mai 1902. Nú erum við hingað komin og liður öllum vel. Við lögðum af stað frá Hornafirði kl. 10.00 um kvöld og vorum komin á Fáskrúðsfjörð kl. 5.00 daginn eftir. Fórum frá Fáskrúðsfirði á mið- vikudag og komum til Klakksvikur i Færeyjum daginn eftir og til Þórs- hafnar um nóttina. Þar vorum við i þrjú dægur og i morgun kl. 8.00 kom- um við til Leith. — Engin tollrannsókn og nú erum við komin hingað til Glasgow 27. mai. Verunni á Ceres gleymi ég aldrei. Það var verra en hægt sé að lýsa. Við máttum vera undir vindi og vatni og vaða skit og bleytu upp fyrir stigvél og engin mannsmynd á útlitinu. Siöan við komum i land höfum við mætt öllu góðu, svo vart getur betra verið. Héðan munum við fara til Liverpool. Við vorum öll vel hraust á leiðinni nema Siggi. Það er munur að sjá hér eða á Fróni, öll tré i blóma og viða farið að slá.... Við vorum heppin með túlk, Björn Jónsson, bróðir Kristjáns skálds, kom um borð á Fáskrúðsfirði og er hér okkar tals- maöur. Hann hefur dvalið i Ameriku i 25 ár. Það er stilltur og gætinn maður. Hingaö til hef ég getað notað dönsk- una, en svo eru hér tveir i húsinu, sem tala norsku.. Þetta bréf hefur Eymundur ekki póstlagt þegar i stað, heldur er við það tengt framhald eftir komu þeirra til Ameriku — á þessa leið: (Dagsett rúmlega tveim vikum sið- ar) 52 Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.