Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 2
VEÐURSTOFA Íslands hefur tekið saman helstu tölur um veðrið í maímánuði. Að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofunni, var meðalhiti maí- mánaðar í Reykjavík 7,3 stig, og er það einu stigi fyrir ofan meðallag. „Á Akureyri var meðalhitinn 6,2 stig, en það er 0,7 stigum fyrir ofan meðallag,“ segir Trausti. Úrkoma var mun meiri en verið hefur í maí, eða um 60% umfram meðallag. „Úrkoman í Reykjavík var 70 millimetrar, og á Akureyri 31 millimetri, og er í báðum tilvikum um 60% umfram meðallag,“ útskýrir Trausti. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 178, og þar með 14 stundum undir meðallagi, sem telst nánast ekkert frá- vik, en á Akureyri voru stundirnar 114, og alls 60 stundum undir meðallagi. Þar náði rigningin yfirhönd- inni í mánuðinum. Úrkoma 60% yfir meðallagi í maí Morgunblaðið/RAX FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ TAKA VIÐ FLUGVELLI Íslenska friðargæslan tók í gær við stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl í Afganistan og mun stýra flugvell- inum næsta árið. Um er að ræða stærsta verkefni sem friðargæslan hefur tekið að sér. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra var viðstaddur athöfnina. Stýrivextir hækka Seðlabankinn tilkynnti í gær um 0,25% hækkun stýrivaxta. Bankinn spáir því að hagvöxtur verði meiri á þessu ári og því næsta en reiknað var með. Einnig var tilkynnt að breyttar horfur gætu gefið tilefni til frekari vaxtahækkana. Bráðabirgðastjórn mynduð Bráðabirgðastjórn hefur verið mynduð í Írak og nýr forseti, Ghazi al-Yawar, tekið við embætti. George W. Bush Bandaríkjaforseti fagnaði nýju stjórninni í gær en varaði þó við því að í kjölfarið mætti búast við auknu ofbeldi í landinu. Stjórnin tók strax til starfa þótt formlega taki hún við völdum 30. þessa mánaðar. Íraska framkvæmdaráðið hefur ver- ið lagt niður. Færri hrefnur veiddar Sjávarútvegsráðuneytið tilkynnti í gær að aðeins verði veiddar 25 hrefn- ur í vísindaskyni í ár en ekki 100 eins og upphaflega var stefnt að. Ekki verða hafnar veiðar á langreyðum og sandreyðum á árinu eins og til stóð. Sjávarútvegsráðherra segir að með breytingunni sé verið að taka tillit til ólíkra viðhorfa um veiðarnar. Reykingabann í Noregi Reykingabann á veitingahúsum, krám og öðrum almenningsstöðum gekk í gildi í Noregi í gær. Helsti til- gangurinn með banninu er að vernda starfsfólk fyrir óbeinum reykingum. Bannið miðast einkum við veit- ingastaði og öldurhús en eigendur þeirra þurfa að greiða um 16 þúsund íslenskar krónur í sekt fyrir hvern þann sem brýtur bannið. Fangauppreisn í Brasilíu Talið er að allt að fimmtíu manns hafi fallið í uppreisn í fangelsi í Rio de Janeiro í Brasilíu um helgina. Uppreisnin hófst á laugardag en ör- yggissveitir bundu enda á hana í gær. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Úr verinu 11 Viðhorf 32 Viðskipti 12/13 Minningar 33/38 Erlent 14/16 Bréf 40 Minn staður 18 Dagbók 42/43 Höfuðborgin 19 Staksteinar 42 Akureyri 20/21 Kirkjustarf 43 Suðurnes 21 Íþróttir 44/47 Landið 22 Fólk 48/53 Daglegt líf 23 Bíó 50/53 Listir 24/25 Ljósvakamiðlar 54 Umræðan 26/32 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is þess eðlis að fólk sættir sig við að borga hærra verð.“ Lyst ehf., sem rekur McDonalds-skyndibitastað- ina, flytur inn brauð, osta og kjúk- ling, en annað kjöt er keypt og unnið hér á landi. „Gjöldin á þessu og toll- arnir eru brjálæðislegir,“ segir Jón Garðar. Hann segir erfitt að fram- leiða þessar vörur hér á landi. „Það verður í framtíðinni gert,“ útskýrir hann. „Kjúklingageirinn hefur verið í svo miklum sárum í dálítinn tíma að hann hefur ekki haft bolmagn í að fjárfesta í meiri þróun í greininni. En ég á von á því að þegar fram líða stundir muni menn gera það.“ Jón Garðar segir að tilraun hafi verið gerð til að framleiða brauðin hér á landi en þau hafi ekki staðist þær kröfur sem gerðar eru. vera í samkeppni við skandinavísku löndin í verði ef við fengjum tæki- færi til þess.“ Hann segir því ekki við fyrirtækið að sakast þegar komi að háu verði borgarans. „Þessi landbúnaðar- stefna sem er rekin hér í landinu er Á ÍSLANDI er seldur næstdýrasti Big Mac-hamborgari í heiminum ef marka má svokallaða Big Mac- vísitölu tímaritsins Economist. Sá dýrasti er seldur í Kúveit sam- kvæmt tímaritinu. Hátt verð borg- arans skýrist af „ofurtollum“ að sögn Jóns Garðars Ögmundssonar, eiganda McDonalds-sérleyfisins á Íslandi. Samkvæmt Big Mac-vísitölunni kostar borgarinn 6,01 Bandaríkjadal hér á landi. Ef Kúveit er frátalið, þar sem borgarinn kostar 7,33 dali, kostar hann mun minna í flestum löndum. Sé litið til nágrannalanda okkar kemur í ljós að hann kostar 4,46 dali í Danmörku, 3,94 dali í Sví- þjóð og 5,18 í Noregi. Þá kostar hann 3,37 í Bretlandi, 2,90 í Banda- ríkjunum en þriðji dýrasti borg- arinn fæst í Sviss og kostar hann 4,90 dollara. 8% lægri verð en í fyrra Big Mac kostar 439 krónur á Ís- landi og segir Jón Garðar verðið hafa lækkað um 8% frá því á síðasta ári. Hann segir ekki koma á óvart að borgarinn sé dýr hér á landi miðað við nágrannalöndin. „Það eru of- urtollar á öllum hlutum, það er ekk- ert venjulegt,“ segir Jón Garðar. „Sem dæmi eru yfir 70% tollar á frönskum kartöflum.“ Hann segir fyrirtækið þurfa að greiða tugi millj- óna á ári „í ofurtolla og gjöld til rík- isins“. Það segir hann nágranna- löndin ekki þurfa að gera. „Við ættum að geta leikið okkur að því að Næstdýrasti Big Mac-borgarinn í heimi fæst á Íslandi Skýrist af „ofurtollum“ á innfluttar vörur Morgunblaðið/Árni Torfason McDonalds Bic Mac-hamborgari. BIG Mac-vísitalan var smíðuð til að fylgjast með vexti hagkerfis heims- ins. Ekki nægir að breyta gjaldmiðli hvers lands í dollara því slíkur sam- anburður er misvísandi þegar kem- ur að ólíkum löndum, þar sem verð- lag er oftast lægra í fátækari ríkjum en ríkum. Til að fá áreiðanlegri sam- anburð er í stuðlinum notast við það sem kallast kaupmáttarjöfnuð tveggja gjaldmiðla (purchasing- power parity) sem reiknaður er með því að taka verð Big Mac (eða ann- arrar vöru) í mynt viðkomandi lands og deila í það með verði borgarans í Bandaríkjunum. Sú útkoma gefur til kynna hversu hátt eða lágt gengið er í viðkomandi landi miðað við Bandaríkjadal. Til að fá þennan samanburð hóf The Economist að bera saman verð á algengri, sam- bærilegri vöru, Big Mac, í 120 lönd- um. Í tímaritinu er tekið fram að stuðullinn tekur ekki tillit til kostn- aðar einstakra landa sem getur ver- ið misjafn, t.d. leigu á húsnæði og aðra þjónustu. Hann geti engu að síður gefið vísbendingar um mis- jafnan framfærslukostnað í ólíkum löndum. Big Mac-vísitalan HÉRAÐSDÓMUR Norður- lands eystra hefur dæmt 27 ára karlmann, Tómas Waag- fjörð, í tveggja ára fangelsi fyrir hnífstunguárás á Ólafs- firði þriðja í jólum. Ákærði var sakfelldur fyrir hættulega líkamsárás en hann stakk annan karlmann með 34 cm löngum hníf í vinstri hönd með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut 5 cm langan skurð á handarbakshlið, vinstri þumal um 5 mm djúp- an. Ákærði krafðist sýknu af ákæru og bar við minnisleysi sökum ölvunar. Auk fangels- isrefsingar var hann dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu rúmlega 150 þúsund krónur í bætur auk alls sakarkostnað- ar. Ákærði á að baki nokkurn sakaferil en á undanförnum árum hefur hann alloft hlotið refsidóma vegna brota á fíkni- efnalöggjöf og hegningarlög- um, þ.á m. vegna ofbeldis- brota. 8. febrúar 2003 var honum veitt reynslulausn á eftirstöðvum refsinga 310 daga skilorðsbundið í 2 ár. Með broti sínu nú rauf hann skilorð þeirrar reynslulausnar og bar að hafa hliðsjón af því við ákvörðun refsingar, að því er segir í dómi héraðsdóms. Málið dæmdi Freyr Ófeigs- son dómstjóri 27. maí. Verj- andi ákærða var Hilmar Ingi- mundarson hrl. og sækjandi Ástríður Sólrún Grímsdóttir sýslumaður á Ólafsfirði. Tveggja ára fangelsi ÁFORMAÐ er að bjóða upp á sigl- ingar í hjólabáti við Látrabjarg um næstu helgi ef veður leyfir. Árni Johnsen, sem liðsinnt hefur Vestur- byggð í átaki sveitarfélagsins í ferða- þjónustumálum, segir að tilgangur- inn sé að gefa fólki kost á að skoða það undur sem Látrabjarg sé, séð frá sjó. Áætlað er að siglingin taki 1–2 tíma. Hjólabáturinn sem um ræðir er bátur Þorsteins Gunnarssonar á Vatnsskarðshólum sem notaður hef- ur verið í siglingar með ferðamenn við Dyrahólaey. Siglt verður sem hér segir: Á fimmtudag og föstudag kl. 13, 16 og 19, frá Látravík eða Keflavík og á laugardag og sunnudag kl. 11, 14 og 17. Klukkutíma fyrir brottför verður boðið upp á rútuferðir frá Patreks- firði fyrir þá sem það vilja. Áformað var að flytja hjólabátinn frá Vík í Mýrdal í nótt í lögreglufylgd á flutningavagni til Hafnarfjarðar og þaðan um borð í skipið Jaxlinn áleið- is að Látrabjargi. Hjólabátnum var komið fyrir á stórum flutningavagni við Vatnsskarðshóla í gærkvöldi. Siglingar á hjólabáti við Látrabjarg Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.