Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 37
MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 37 Landsmót hestamanna á Hellu 28. júní - 4. júlí Hátíð hestamanna og allrar fjölskyldunnar Sannkölluð uppskeruhátíð íslenskra hestamanna þar sem gæðingar og knapar sýna hvað í þeim býr í fjölbreyttum keppnis- og sýningaratriðum. Sannkölluð sumarhátíð fjölskyldunnar þar sem gefst ógleymanlegt tækifæri fyrir börn og fullorðna til að njóta upplifunar, ævintýra og skemmtunar. Missið ekki af einstæðu tækifæri til fundar við íslenska hestinn, íslenska hestamenn, íslenska náttúru og sumardýrð. Kynnið ykkur dagskrána og leitið frekari upplýsinga á www.landsmot.is 28. JÚNÍ - 4. JÚLÍ www.landsmot.is Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N / S I A . I S L A N 2 5 0 4 9 0 6 / 2 0 0 4 Fjölbreytt skemmtiatriði á hverjum degi Fjölbreyttir gistimöguleikar Góð tjaldstæði Stutt í golf Áhugaverðir ferðamannastaðir í nágrenninu Barnaleikvöllur Barnagæsla Spaðarnir hleypa á músíksprett á fimmtudagskvöld Stuðmenn halda uppi fjörinu á föstudagskvöld Milljónamæringarnir með Stefáni Hilmars og Bogomil Font slá í á laugardagskvöld er lýsir því hvernig hann og frændsystkini hans komast að staðreyndinni um dauða afa þeirra – mannsins sem með réttu hefði átt að vera höfuð fjölskyldunnar, ættfaðirinn. Af- inn birtist hvergi í fjölskyldualbúmum eða bréfa- kistlum – fjarvera hans er algjör. Hann hefur jafnvel verið klipptur út af ljósmyndum. Þannig á ósýni- leiki föðurins sér samsvörun í fjar- Í BÓKUM Pauls Austers verður hversdagsleikinn ráðgáta. Fólk lifir tvöföldu og þreföldu lífi, það hverf- ur og birtist svo aftur, það leynir nákomna grundvallaratriðum um sig, fer á bakvið. Önnur stétt manna fylgist með og njósnar. Þeir púsla saman brotunum og komast að hinu sanna á endanum, eða missa af því, eins og gengur. Þetta þekkja allir sem lesið hafa skáldsögur Austers. Í Mynd af ósýnilegum manni, sem Jón Karl Helgason hefur þýtt af lipurð, fær maður hinsvegar vissar skýringar á því hversvegna Auster skrifar eins og hann skrifar, hversvegna hið hversdagslega og nálæga er honum slík ráðgáta. Allt liggur þetta auðvitað í sam- bandi Austers við föður sinn. Þetta er einfeldningsleg fullyrð- ing, en það er mikið til í henni að minnsta kosti svo mikið að það er vel hægt að kalla þessa stuttu hug- leiðingu Austers, sem hann skrifar eftir fráfall föður síns, lykil að verkum hans. Frásögnin hefst þremur vikum eftir dauða föðurins og kemur til af einhverskonar nauðsyn: „Ég hugsaði: Faðir minn er horfinn. Ef ég bregst ekki fljótt við hverfur allt líf hans með hon- um“ (bls. 8). Missir föðurins er ógn- un við sjálfsmynd sonarins: Hættan á að faðirinn taki merkinguna í lífi hans með sér inn í dauðann. Frá- sögnin frelsar soninn undan föðurn- um: Á endanum hættir faðirinn að skipta máli. Það er umhverfi hans og hlutirnir sem honum tilheyra sem glata merkingu sinni: „Og fyrr eða síðar ganga þeir úr sér, detta í sundur og lenda í glatkistunni. Ég held að það muni ekki einu sinni skipta nokkru máli“ (bls. 108). Bók Austers er sársaukafull til- raun til að ná utan um og skilja samband sonar og föður sem er í besta falli fjarlægt, í versta falli ástlaust og innantómt. Hún snýst öll um föðurinn, hver hann hafi ver- ið, hverskonar maður, hverskonar lífi hann hafi lifað. En innihald hennar og það sem heldur henni gangandi er leit sonarins að ást og hlýju sem hann fékk aldrei frá föð- ur sínum. Hvað eftir annað dvelur Auster við sama hlutinn: Skort föð- urins á ást sem birtist hvort heldur er í viðbrögðum hans við fæðingu sonarins, fyrsta barnsins, eða við- brögðum hans við fæðingu fyrsta barnabarnsins: „Ef hann gæti sýnt sonarsyni sínum hlýju, væri hann þá ekki með óbeinum hætti að sýna mér hlýju? Maður hættir ekki að þrá ástúð föður síns þótt maður sé kominn á fullorðinsaldur“ (bls. 29). Jafnvel þó að sonurinn hafi fyrir löngu verið búinn að gera sér ljóst að ást föðurins var annaðhvort of djúpt grafin til að geta nokkurn tíma komið fram, eða alls engin, þá er dauði hans engu að síður það at- vik sem útilokar ást hans end- anlega. Með dauða sínum hefur fað- irinn, sem í raun brást syni sínum alltaf, brugðist honum fyrir fullt og allt. En það eru fleiri ráðgátur á kreiki í frásögn Austers, sem að hluta er saga sérkennilegrar gyð- ingafjölskyldu í Bandaríkjunum á fyrstu áratugum 20. aldar. Í fjöl- skyldunni er þagað yfir glæp. Aust- veru afans. Ljósmyndir af föðurn- um í vinahópi vekja fyrst vonir um nýja sýn, en hún reynist blekking. Þær sýna aðstæður og fólk sem engu máli skipta. Hátíðlegt sér- pantað albúmið með áletruninni: Líf okkar: Austerfjölskyldan er tómt. Mynd af ósýnilegum manni kom fyrst út árið 1982 og er því á meðal fyrri verka Austers. En bókin kall- ast greinilega á við síðari verk, ekki síst nýjustu bók hans, Book of Ill- usions (Bók blekkinganna) sem kom út fyrir tæpum tveimur árum. Þar tekst sögumaður á við dauða fólks í kringum sig og að lokum sinn eigin dauða og skrif hans hafa þann tilgang fyrst og fremst að varðveita nærveru: Koma í veg fyr- ir að veruleikinn sé alls ósnortinn af nærveru þeirra sem þó hafa ver- ið til. Mynd af ósýnilegum manni er bók um mann sem var en var þó ekki. Því betur sem skyggnst er því minna virðist vera að skoða. Samt tekst Auster á endanum að gæða föður sinn lífi. Þegar upp er staðið hefur ráðgátan um Sam Auster tæplega verið leyst – en hún hefur í vissum skilningi verið leyst upp. BÆKUR Æviminningar Paul Auster, 175 bls., þýðandi Jón Karl Helgason, Bjartur, 2004. MYND AF ÓSÝNILEGUM MANNI Jón Ólafsson Paul Auster Samband sonar og föður Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Sængur, koddar og dýnuhlífar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.