Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ T ónlistarmaðurinn kunni Rafn Jóns- son lést á heimili sínu í Hafnarfirði sunnudaginn 27. júní síðastliðinn aðeins 49 ára að aldri eftir langvar- andi veikindi. Rafn, eða Rabbi eins og hann var jafnan kallaður, var afkasta- mikill tónlistarmaður og útgefandi hin seinni ár, var í nokkrum vinsæl- ustu hljómsveitum landsins og lék inn á fjöldann allan af plötum auk þess sem hann gaf út allmargar plötur sjálfur. Rabbi fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 8. desember 1954, lauk námi við Gagnfræðaskólann á Ísafirði og hóf nám í kjötiðn við Iðnskólann. Hann byrjaði snemma að berja á trommur, var í hljómsveitinni Ýr, sem síðar varð Grafík, tók þátt í að stofna Sálina hans Jóns míns og síðar Bítla- vinafélagið, lék með hljómsveitinni Galíleó og gaf út tvær sólóplötur á ferlinum. Sú þriðja kemur út í næsta mánuði, en hann hafði unnið að henni síðustu mánuði. Rabbi greindist með MND, hreyfi- taugahrörnun, í ársbyrjun 1988 og svo fór að hann lagði kjuðana á hill- una en varð umsvifamikill í upptöku- stjórn og útgáfu. Frá 1991 til 1994 átti hann og rak upptökustúdíóið Hljóð- hamar og árið 1994 stofnaði hann út- gáfufélagið R&R músík sem hann rak til dauðadags. Rabbi byrjaði snemma í tónlistinni og fyrsta hljómsveit sem hann spilaði með var Náð. Síðan kom Ýr sem starfaði á Ísafirði á áttunda áratugn- um og varð síðan að hljómsveitinni Grafík. Rúnar Þórisson lék með Rabba í Ýr, síðan í Grafík og í fjöl- mörgum verkefnum önnur. Haukar, Ýr og Grafík Rúnar Þórisson: „Við Rabbi kynnt- umst í Reykjavík 1976 þegar okkur var boðið að vera í hljómsveitinni Haukum með þeim Gunnlaugi Mel- steð og Magnúsi Kjartanssyni. Þá var hann búinn að vera í Ýr og Náð fyrir vestan og ég í Dögg og Dýnamit og fleiri hljómsveitum. Okkur fannst það mikil upphefð að vera boðið að spila með mönnum eins og Magnúsi Kjart- anssyni og Gunnlaugi Melsteð því þeir voru eldri en við og þekktir tón- listarmenn. Við spiluðum með Haukum inn á plötuna Fyrst á röngunni sem kom út 1976, en um áramótin flosnaði hljóm- sveitin upp og Rabbi fór vestur. Hann vildi fá mig með og ég ætlaði vestur, var með flug til Ísafjarðar í janúar 1977 en komst ekki vegna ófærðar. Ég fór því ekki í bili, spilaði með Paradís í smátíma og Rabbi áfram með Ýr, en um páskana fór ég vestur til að kanna aðstæður og líkaði svo vel við Ísafjörð og strákana í Ýr að ég settist að fyrir vestan. Þetta var frá- bær tími og við Rabbi urðum ævar- andi vinir, vorum sem bræður upp frá því. Ýr var aðallega í að spila lög eftir aðra en þó með þann metnað að við vorum að taka lög með Gentle Giant og fleiri þungum hljómsveitum, reyndum að spila þau lög á sveitaböll- um sem gekk ekki of vel. Ég fór suður í skóla eftir að hafa verið fyrir vestan í tvö eða þrjú ár og Rabbi stofnaði Danshljómsveit Vestfjarða á meðan, létti upp prógrammið eins og nafnið ber með sér. Það komu ansi margir við sögu í þeirri hljómsveit, meðal annars ég um tíma. Haustið 1980 fór Rabbi svo til Svíþjóðar að læra hjá Pétri Östlund og var um veturinn, en um jólin 1980 kom hann heim í jólafrí og við fórum í félagsheimilið í Hnífs- dal að gera tilraunir með músík og tókum upp á TEAC átta rása tæki. Grafík var aldrei formlega stofnuð ef svo má segja, en varð til í kringum þessar tilraunir. Við vorum ekkert að spá í að gefa þetta út en þegar við vorum komnir með töluvert af músík ákváðum við að gefa þetta út og stofna hljómsveit í framhaldi. Þessar upptökur eru nátt- úrlega barn síns tíma, við vorum und- ir miklum áhrifum frá Cure á þessum tíma. Rabbi fór aftur til Svíþjóðar í árs- byrjun 1981 til að klára námið og ég hélt áfram að vinna smávegis í plöt- unni og hann líka úti. Við vorum orðn- ir svo vel samstilltir að ég samdi lag hér heima og hann texta úti án þess að hafa heyrt lagið og það smellpass- aði. Við lukum svo við plötuna sum- arið 1981 og hún kom út um haustið. Mér er enn minnisstætt þegar við sát- um við eldhúsborðið heima hjá mér og teiknuðum þetta merkilega um- slag Út í kuldann, en við vorum þá báðir fluttir suður og hljómsveitin öll reyndar. Platan kom út í þúsund ein- tökum, en við gáfum þetta út sjálfir.“ Í Grafík á þessum tíma voru auk Rabba og Rúnars þeir Örn Jónsson og Vilberg Viggósson, sem báðir voru í Ýr, og Ólafur Guðmundsson sem lést fáum árum síðar úr hvítblæði. Þegar önnur plata Grafík var tekin upp var Ómar Óskarsson úr hljómsveitinni Fress söngvari. Hann söng með sveit- inni sumarið 1984 fyrir vestan til að fjármagna plötu númer tvö, sem seld- ist ekki eins vel og Út í kuldann. Þeg- ar Ómar hætti í hljómsveitinni tók við leit að nýjum söngvara, fyrst gekk Helgi Björnsson til liðs við þá félaga og síðan Andrea Gylfadóttir. Rúnar Þórisson: „Það var hug- mynd Rabba að fá Helga inn sem söngvara, þeir voru æskufélagar að vestan. Hann hringdi í Helga og spurði hvort hann væri ekki til í að syngja með okkur og eftir að hafa hugsað sig um í tvo daga sló Helgi til og var á ferð og flugi næstu mánuð- ina, því hann kom vestur á æfingar og til að syngja með okkur á böllum, en var líka önnum kafinn í leiklistinni fyrir sunnan.“ Grafík starfaði með hléum fram til þess að Rúnar fór utan í framhalds- nám í klassískum gítarleik. Síðustu tónleikar Grafíkur voru um áramótin 1987–88, en Andrea Gylfadóttir hafði þá sungið með sveitinni síðan 1986 og inn á Grafíkplötuna Leyndarmál. Rúnar átti eftir að starfa með Rabba aftur, gerði meðal annars með honum jólaplötu 1998 og svo plötuna Í álög- um árið 2000, en á henni komu einnig við sögu þau Helgi Björnsson og Andrea Gylfadóttir. Bítlavinafélagið og Sálin hans Jóns míns Áður en Grafík hætti tók Rabbi þátt í að stofna Bítlavinafélagið með Jóni Ólafssyni, en sú hljómsveit varð gríðarlega vinsæl. Síðan stofnuðu þeir Jón saman aðra hljómsveit sem varð ekki síður vinsæl, Sálina hans Jóns míns. Jón Ólafsson: „Krunkið hjá okkur Rabba byrjaði sennilega í desember 1985 þegar ég var að setja upp nem- endamót í Versló. Þemað var sjöundi áratugurinn og í sýningunni spiluð lög með Bítlunum, Hollies, Beach Bo- ys og svo framvegis. Mótið átti að verða í byrjun febrúar og ég var að leita að mönnum til að spila með mér í því þegar ég kom í hljóðfæraverslun Paul Bernburg þar sem hann var að vinna. Ég vissi að hann var trommu- leikari en þekkti hann ekkert af viti þó ég hafi talað við hann fyrir útvarp einu sinni. Mér fannst hann þó flottur og skemmtilegur gæi og spurði hann hvort hann væri til í að spila með mér á skólasýningu og hann var til í það. Hann tók með sér Harald Þorsteins- son á bassa og ég var með Stefán Hjörleifsson vin minn á gítar og svo fékk ég Eyjólf Kristjánsson á kassa- gítar, en hann þekkti ég ekkert fyrir þetta, vissi bara að hann kunni á kassagítar. Á eftir sýningunni er alltaf haldið ball og krakkarnir spurðu hvort við værum ekki til í að spila líka á ballinu svo við æfðum nokkur lög í viðbót og gekk bara vel. Það næsta sem gerist er að Eyfi er beðinn um að halda Lennon-kvöld á Gauknum og þar sem hann var hættur í Hálft í hvoru varð úr að við tókum það að okkur, enda höfðum við ekkert sérstakt fyrir stafni annað. Svo þegar við vorum búnir að æfa upp ein þrjátíu Lennon- lög vorum við bara komnir með ansi góða dagskrá, yfir fimmtíu lög, og fórum að spila þessi lög með góðum árangri, en eins og sjá má var það skemmtileg röð tilviljana sem kom okkur af stað. Við náðum vel saman, varð vel til vina, og sérstaklega fannst mér mikið til þess koma hvað Rabbi var vel heima í tónlistinni, hann var plötusafnari eins og ég, og við hitt- umst oft til að hlusta á gamla músík. Við héldum fleiri Lennon-kvöld og alltaf fyrir fullu húsi, meira að segja fór Rabbi með okkur á heimaslóðir fyrir vestan og þar var líka fullt hús. Þegar leið að sumri ákváðum við að prófa að spila yfir sumarið, fara í sveitaböllin, og þá fannst okkur að við þyrftum að finna nafn á hljómsveitina og Halli stakk upp á Bítlavinafélag- inu, sem okkur fannst mátulega hall- ærislegt og gott nafn. Hljómsveitin varð vinsælasta ball- sveit landsins og ekki minnkuðu vin- sældirnar þegar út kom platan 12 ís- lensk bítlalög. Næsta platan, Konan sem stelur Mogganum, varð ekki eins vinsæl og Jón segir að það hafi líklega verið vegna þess að þeir hafi hlustað of mikið á gagnrýnendur sem höfðu allt á hornum sér með hljómsveitina. Við Rabbi vorum þó búnir að velja lög á næstu plötu sem átti að vera framhald af 12 íslenskum bítlalögum. Hann notaði þann lista svo fyrir hljómsveitina Sixties sem varð ekki síður vinsæl en Bítlavinafélagið. Bítlavinafélagið tók sér síðan frí Ótrúlegur maður Tónlistarmaðurinn og útgefandinn Rafn Ragnar Jónsson, Rabbi, lést fyrir viku langt fyrir aldur fram. Árni Matthíasson fékk nokkra félaga Rabba til að segja frá samstarfinu við hann. Björg Sveinsdóttir Rabbi með liðsmönnum í Grafík sem leika munu á tónleikum á Ísafirði í vikunni. F.v.: Haraldur Þorsteinsson, Hjörtur How- ser, Rafn Jónsson, Egill Örn Rafnsson, Helgi Björnsson og Rúnar Þórisson. Myndin er tekin skömmu fyrir andlát Rabba. Björg Sveinsdóttir Rabbi tekur við blómum á tónleikum í Íslensku óperunni haustið 1991, en þá kvaddi hann trommusettið þó hann hafi hald- ið áfram að spila á rafmagnstrommur. Grafík undir það síðasta, Baldvin Sigurðsson, Rafn Jónsson, Andrea Gylfadótt- ir, Rúnar Þórisson og Hjörtur Howser.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.