Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ VISA STELPUDAGAR Í KRINGLUNNI 5-9 JÚNÍ MIÐAVERÐ KR. 300 ÁLFABAKKI VISA forsýning kl. 8 og 10.30 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Með hinum eina sanna og ofursvala Vin Diesel. Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur. SÝND Í LÚXUS VIP Í SAL KL. 8 OG 10.30. V I N D I E S E L KEFLAVÍK Kl. 8 og 10.15. FRÁ FRAMLEIÐENDUM „RUNAWAY BRIDE“ , PRETTY WOMAN OG „PRINCESS DIARIES“ 2 FYRIR 1 FORSÝNINGAR Sýnd kl. 10.  Ó.H.T Rás 2  HL Mbl Sýnd kl. 5.30. Ó.H.T Rás 2 SV Mbl Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Með hinum eina sanna og ofursvala Vin Diesel. Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. V I N D I E S E L "Snilld!" - SK, Skonrokk HJ Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6 og 8.Frábær, gamansöm og spennandi ævintýramynd sem byggð er á sigíldu skáldsögu Jules Verne. Á SUNNUDAGINN hófst kvik- myndahátíðin 101 Hólmavík með opnunarhófi í Bragganum á Hólma- vík. Hátíðin er sú fyrsta sinna teg- undar á Ströndum og fyrir henni stendur kvikmyndagerðin Seylan í samstarfi við Café Riis. Það var Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerð- armaður sem ávarpaði gesti í opn- unarhófinu og gerði grein fyrir þeirri hugmynd að halda kvikmyndahátíð á Hólmavík. Rifjaði hann upp bíósýn- ingar í Bragganum á þeim árum er Bragginn var félagsheimili Hólmvík- inga. Sjálfur er Hjálmtýr „tengda- sonur Hólmavíkur“ og hefur gert tvær kvikmyndir sem segja sögur af Ströndum. Í upphafi hátíðarinnar sýndi hann gömul myndskeið af Ströndum sem faðir hans tók upp í kringum 1965 og síðar. Mikil eftirvænting ríkti í saln- um en burtfluttir Strandamenn voru stór hluti sýningargesta, m.a. ferm- ingarárgangur frá Staðarkirkju sem fagnaði 60 ára fermingarafmæli sínu þessa helgi. Sýningargestir nutu þess að sjá kunnugleg andlit á hvíta tjaldinu og var mikið spjallað í salnum, enda myndin ekki hljóðsett. Margir af gestunum minntust þess að hafa sótt bíósýningar í Bragganum á árum áð- ur og var oft mikið á sig lagt til að komast úr nærsveitum í slæmri færð. Myndirnar á hátíðinni hafa allar verið sýndar opinberlega áður, m.a. í sjónvarpi, en að sögn Hjálmtýs er full ástæða til að sjá þær á hvíta tjaldinu, því það „að horfa á kvikmynd í litlum kassa verður aldrei eins“. Heiti hátíð- arinnar hefur vissulega vísun í „vöru- merkið“ 101 Reykjavík og þá hug- mynd að þar sé miðpunktur alls. Þykir aðstandendum hátíð- arinnar tilvalið að færa þann miðpunkt norður á Strandir, þó ekki sé nema tímabundið. Á hátíðinni, sem stendur í viku, eru sýndar tíu kvik- myndir og verður hver mynd sýnd tvisvar, fyrri part vikunnar og í viku- lokin. Myndirnar eru: Hornstrandir eftir Ósvald Knudsen, Blóðrautt sól- arlag eftir Hrafn Gunnlaugsson, Heyrðu-saga frá Íslandi eftir Sigurð Grímsson, Af síldinni öll erum orðin rík eftir Finnboga Hermannsson og Hjálmtý Heiðdal, Á hala veraldar eft- ir Steinþór Birgisson, Perlan í Djúp- inu eftir Steinþór Birgisson, Hanna frá Gjögri eftir Þorstein Jónsson, Steyptir draumar – listamaðurinn með barnshjartað eftir Kára Schram, Lokinhamrar eftir Sigurð Grímsson og Gamla brýnið eftir Hjálmtý Heiðdal. Myndirnar eiga það sameiginlegt að segja sögur af Vest- fjörðum, „sögur um fólk, fjöll, fyr- irtæki, gamla báta, gömul brýni, gamla búskaparhætti og gamlar göt- ur,“ eins og segir í sýningarskrá. Hægt er að kaupa miða sem gildir á allar sýningarnar eða á hverja sýn- ingu fyrir sig. Styrktaraðilar kvik- myndahátíðarinnar 101 Hólmavík eru Menningarborgarsjóður, Hólma- víkurhreppur, KB banki og Spari- sjóður Strandamanna. Kvikmyndir | Hátíðin 101 Hólmavík er hafin Bíósýningar í Bragganum Hólmavík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Allar myndirnar sem eru sýndar í Bragganum tengjast Vesturlandi. Kristín Sigurrós AÐSTANDENDUR fjölskyldu- myndarinnar Umhverfis jörðina á 80 dögum, sem byggð er á sígildri sögu Jules Verne, hefðu alveg mátt remb- ast aðeins minna við að gera sem flestum til geðs, og einbeita sér þess í stað að því sem er gott í verkefn- inu, þ.e. fjörlegri og lifandi útfærslu á ferðaævintýri Fíleasar Fogg og föruneytis. Saga Verne er sem fyrr segir ramminn sem gengið er út frá, en þónokkrar breytingar eru gerðar til þess að færa söguna nær því bar- dagaskotna hasarmyndaformi sem er svo ansi vinsælt þessa dagana. Bar- daga- og áhættumeistarinn Jackie Chan er þar mættur til leiks, og birt- ist hér í hlutverki hins dygga þjóns Passepartout, sem fylgir Fíleasi Fogg umhverfis jarðarkringluna. Hér siglir þjónninn hins vegar undir fölsku flaggi, því hann er í raun bar- dagameistari frá gömlu þorpi í Kína, í leit að stolnum verndargrip. Fíleas Fogg er mjög skemmtilega útfærður í myndinni, en hann er gerður að ástríðufullum uppfinninga- manni sem er nokkurs konar hold- gervingur skynsemishyggju og fram- faratrúar 19. aldarinnar. Steve Coogan fer vel með hlutverkið, og er það á þessum grundvelli sem myndin nær hvað ferskustum og ævintýra- legustum tóni. Hins vegar er aldurs- hnignum bardagaatriðunum með Chan algerlega ofaukið, nema á stöku stað þar sem þau falla vel inn í atburðarásina. Ég er ekki frá því að hann hafi hreinilega sómt sér betur í gamanleiknum í þessu tilfelli, en þar kemur hann með skemmtilegt inn- legg í myndina. En auk þessa innslags Chans er hringferðin um heiminn krydduð með ýmsu móti, og sögunni þannig haldið á fjörugri siglingu, með skemmtilegum sjónrænum stíl og góðum húmor. Ýmsir þekktir leik- arar eiga þar stutt innlit, allt frá John Cleese til Owens og Lukes Wil- sons. Arnold Schwarzenegger skýtur kollinum í hlutverki prins í framandi landi, og gerir sig að slíku fífli að þann filmubút hefði helst þurft að klippa út í heilu lagi og brenna upp til agna. Á heildina litið er Umhverf- is jörðina á 80 dögum sem sagt skemmtileg en mistæk ævin- týramynd. KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka og Kringlu Leikstjórn: Frank Coraci. Aðalhlutverk: Jackie Chan, Steve Coogan, Cécile De France, Jim Broadbent. Bandaríkin, 90 mín. AROUND THE WORLD IN 80 DAYS / UMHVERFIS JÖRÐINA Á 80 DÖGUM  SAGAN af glímukappanum Buford Pusser er vinsælt kvikmyndaefni enda fjallar hún um sígilda baráttu hetju við spillingu, krydduð glóru- lausu ofbeldi og hefndarþorsta sem er varinn með réttlættiskennd og drengskap söguhetjunnar. Þeir ágætu B-myndamenn, Joe Don Baker og Bo Swenson, léku Pusser í fyrri myndunum og sjón- varpsþáttum sem um hann voru gerðir á undanförnum áratugum. Nú er röðin komin að fyrrum glímu- kappanum Dwayne Johnson, eða The Rock, að holdi klæða valmennið sem nefnist að þessu sinni Chris og er nýhættur í hernum eftir átta ára orðum prýdda frammistöðu. Þegar hetjan snýr aftur er gamli heimabærinn, þar sem íbúarnir unnu við friðsöm störf í sög- unarmyllunni, orðinn að Sódómu og Gómorru. Búið að loka þessum eina vinnustað og opna spilavíti og klám- búlur. Chris geðjast ekki að um- skiptunum. Gamla kærastan er komin á kaf í súludansinn, dópið veður um allt, jafnvel ofan í litla frænda. Hvað gera garpar þá? Tölta með klubbu á vit ótrosalýðsins, berja þá og brjóta, fá goldið í sömu mynt og kjörnir fógetar í framhaldinu. Því miður bætir leikstjórinn Kevin Bray engu við gömlu B-myndirnar, en frumútgáfan með Baker, gerð af Phil Karlson ’73, er smáklassík og hreint ekki leiðinleg enn þann dag í dag. Nýjasta af- brigðið er alltof einfalt í sniðum, bæði söguþráður og persónur. Þær eru annaðhvort alvondar eða algóð- ar, ekkert verið að rugla áhorfendur með vafaatriðum né heilabrotum al- mennt. Ofbeldisunnendum á þó ekki að leiðast, tónrásin er lífleg, bar- smíðarnar linnulausar og slagsmála- atriðin laglega gerð en leikur og andrúmsloft líkt og í teiknimynd. KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó, Akureyri Leikstjóri: Kevin Bray. Aðalleikendur: The Rock, Johnny Knoxville, Neal McDonough. 87 mínútur. Bandaríkin. 2004. STATTU BEINN / WALKING TALL  Sæbjörn Valdimarsson Heiða Jóhannsdóttir GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.