Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 2003 Þ ÓRA Johansen er ein þeirra Ís- lendinga sem hafa verið búsettir utan landsins meirihluta lífs síns. Hún hefur búið í Amster- dam í Hollandi í 30 ár, er gift hollenskum manni og á með hon- um börn, sem hún vonar að fái íslenskan ríkisborgararétt í sumar, auk hins hollenska. Hingað er hún komin til lands með tvö viðamikil mynda- bandaverkefni, eða DVD-verkefni öllu heldur, sem sýnd eru um þessar mundir í Listasafni Reykjavíkur. Loud & clear, eða Hátt og skýrt, er heiti fyrra verkefnisins, sem þar var hleypt af stokkunum síðastliðinn miðvikudag. Um er að ræða níu hópa þrenns konar listamanna – myndlistarmanns, tónskálds og auglýsinga- hönnuðar eða -stofu – sem saman hafa unnið að gerð myndbands- eða DVD-verka. Verkin níu verða sýnd í Hafnarhúsinu til 24. febrúar. Þróaðist útfrá sembalgeisladisk Þóra er framkvæmdastjóri Bifrons-stofnun- arinnar, sem á heiðurinn að Loud & clear, auk annars myndbandsverkefnis er nefnist Flash og verður einnig sýnt í Hafnarhúsinu á næst- unni. Hún er eflaust kunnug fleiri Íslendingum fyrir hljóðfæraleik, en hún starfar sem semb- alleikari og kennari, og hefur margoft komið fram hérlendis með íslensku tónlistarfólki. Hvernig skyldi hún hafa dregist inn í heim myndbanda og listasafna? „Það byrjaði þannig að ég ætlaði að gera geisladisk með sólósem- balverkum. Ég fæst næstum eingöngu við nú- tímatónlist og bað af þessu tilefni sex tónskáld að skrifa fyrir mig tónverk til nota á disknum. Þegar á hólminn var komið fannst mér vinnan einfaldlega leiðinleg og langaði að fá fleira fólk inn í verkefnið með mér. Fyrir utan það, að hver er að bíða eftir enn einum sólósembal- geisladisknum?“ segir Þóra og hlær. „Þá þró- aðist þetta yfir í samspil, við vorum fjórir eða fimm hljóðfæraleikarar sem kölluðum okkur Bifrons ensemble.“ Þetta var árið 1997 og DVD-tæknin var að ryðja sér til rúms. Þóra hefur lifað og hrærst í heimi myndlistarinnar um langt skeið, en maðurinn hennar hefur rek- ið gallerí í Amsterdam síðastliðin 20 ár. „Ég ákvað því að splæsa áhuga minn á þessu tvennu, tónlist og myndlist, saman í þessum nýja miðli, DVD. Eftir að hugmyndin var vöknuð, var mjög einfalt að finna fólk til að taka þátt í þessu með mér. Ég hafði samband við mín uppáhalds tónskáld og uppáhalds myndlistarmenn sem sýndu því mikinn áhuga að starfa með mér í slíku verkefni.“ Það sem Þóra lýsir hér er Flash-verkefnið, sem sýnt verður dagana 4.–9. mars í Hafn- arhúsinu. Þar er um að ræða fyrsta DVD-verk- efnið sem Bifrons stóð að, gert af tónlistar- og myndlistarmönnum, og var frumsýnt árið 1999. „Það sem sýnt er um þessar mundir í Hafnarhúsinu, Loud & clear, varð til beint útfrá vinnunni í kring um Flash. Á þeim tíma voru myndlistarmenn uppteknir af því að kom- ast útúr hinu verndaða umhverfi safna og gall- ería og auglýsingahönnuðir voru að sama skapi að ryðja sér til rúms á þeim vettvangi. Ég fór því að velta fyrir mér hvar mörkin milli auglýs- ingahönnunar og myndlistar lægi, komst að því að þau væru nokkuð óljós og þannig komu auglýsingahönnuðirnir inn í myndina með Loud & clear,“ segir Þóra. „Ég kom mér í sam- band við marga þekkta auglýsingahönnuði, meðal annars hér á Íslandi, og bað þá að gera ‚non-commercial commercial‘ fyrir þetta verk- efni. Þeim fannst það mjög spennandi og flest- ir slógu til.“ Tónlistin drifkrafturinn Hvert af hinum níu DVD í Loud & clear inni- heldur tvö myndskeið og eitt tónverk. Mynd- skeiðin eru ýmist sýnd um leið, eða hvert á eft- ir öðru. „Mér finnst afskaplega áhugavert að sjá hvernig myndlistarmennirnir nálgast verk- efnin á annan hátt en auglýsingahönnuðirnir. Hjá auglýsingahönnuðunum er alltaf einhver vísbending í endann, t.d. ‚have a nice day‘, sem segir þér hvað það er sem þú átt að skilja úr myndskeiðinu. Hjá myndlistarmönnunum er hins vegar eins og það hafi hvorki byrjun né endi,“ segir Þóra. Tónlistin sem hljómar undir myndböndunum er afar fjölbreytt. Þarna gef- ur að heyra allt frá táskóm ballettdansara til svissneskrar popptónlistar, og eiga tvö íslensk tónskáld þar verk, þeir Guðni Franzson og Haukur Tómasson. „Tónlistin er í raun drif- krafturinn á bakvið allt Loud & clear-verk- efnið, og í mun ríkari mæli en í Flash. Í mörg- um verkanna var það tónlistin sem var það, sem myndlistarmaðurinn og auglýsingahönn- uðurinn byggðu sín verk á.“ Að sögn Þóru var Loud & clear upphaflega hugsað til sýninga utandyra, og var það sýnt á þann hátt er það var frumsýnt í nóvember á síðasta ári, í Baltic Centre for Contemporary Art í Gateshead í Bretlandi. Verkefnið er einn- ig til sýnis í SM Bureau í Amsterdam um þess- ar mundir, en til stendur að sýna það í Svíþjóð, Kína og Frakklandi í ár og næsta ár. „Bifrons er svo komið með þriðja verkefnið í vinnslu, sem ber heitið Cocoon. Það mun byggjast á samstarfi tónlistarmanna, myndlistarmanna og arkitekta.“ Þóra segir markmiðið með þeim verkefnum sem Bifrons fæst við vera að kynna ólíkar list- greinar, eins og myndlist, tónlist, auglýsinga- hönnun og arkitektúr en jafnframt benda á hversu vel þær geti staðið saman og þegið mik- ið hvert af öðru. „Ég held samt að tónlistin sé það sem tengi þetta allt saman. Það hafa allir gaman af tónlist!“ segir hún. „En mér hefur fundist áhugavert að sjá hve bæði tónskáld og myndlistarmenn hafa gífurlegan áhuga á hinni listgreininni. Og hvað hvor um sig hafði mikinn áhuga á að kynna sér heim hins listamannsins, þegar búið var að velja hópana í verkefnunum saman.“ Þóra bendir jafnframt á að gagnrýn- endum hafi þótt erfitt að skilgreina verkefnin. „En ég finn fyrir miklum almennum áhuga á verkefninu, sérstaklega í Amsterdam, sem er auðvitað heimahöfn Bifrons. Einnig hér, sem er náttúrulega mín heimahöfn.“ Þóra segist aldrei hafa verið í vafa um að hún myndi leita til Listasafns Reykjavíkur um uppsetningu á myndbandsverkefnum Bifrons. „Mér finnst þetta alveg frábært safn og er mjög hrifin af því hvernig Eiríkur Þorláksson stýrir því. Ég er mjög sammála því sjónarmiði hans að safnið ákveði sínar eigin sýningar en leigi ekki húsakynnin. Myndlistarmenn þyrftu að reka sinn eigin ‚Listamannaskála‘ eins og þeir gerðu hér á árum áður. Ég vona að safn- inu takist að halda sínum prófíl með því metn- aðarfulla starfsfólki sem þar er,“ segir Þóra að lokum. HÁTT OG SKÝRT Í HAFNARHÚSI Þóra Johansen er framkvæmdastjóri Bifrons- stofnunarinnar í Hollandi, sem á heiðurinn að tveimur af þremur myndbandaverkefnum sem sýnd eru í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, um þessar mundir. INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR fékk Þóru til þess að útskýra verkefnin og tilurð þeirra er hún var stödd hér á landi í tilefni opnunarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Þóra Johansen er framkvæmdastjóri Bifrons-stofnunarinnar, sem stendur fyrir myndbandadagskrá í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, um þessar mundir. ingamaria@mbl.is Á UPPHAFLEGRI efnisskrá tónleika Myrkra músíkdaga í Listasafni Íslands sl. þriðjudagskvöld voru verk eftir Svein Lúð- víksson, sem tónskáldinu tókst ekki að ljúka við, fyrir þessa tónleika og strengjakvartett eftir Jón Nordal, sem hann nefnir Frá draumi til draums saminn veturinn 1996–7, er ekki vannst tími til að fullæfa til flutnings á tón- leikunum. Eftir voru þá aðeins tvö verk af ráðgerðum viðfangsefnum, sex þátta strengjakvartett eftir Hauk Tómasson, er hann nefnir Langur skuggi, og strengjakvar- tett nr. 2 eftir Þórð Magnússon. Til uppfyllingar var gömlum kunningja skipað sem upphafsatriði tónleikanna, nefni- lega Adagio og Allegro eftir Shostakovitsj, sem er umritun á þáttum úr tveimur leik- sviðsverkum. Adagio-þátturinn er fallegur og Allegro-þátturinn gamansamur polki og voru báðir þættirnir vel fluttir, sá fyrri með mikl- um tilfinningaþunga og sá síðari með gáska og leikgleði. Kvartettinn Langur skuggi eftir Hauk Tómasson er „saumaður upp úr gömlu“, þ.e. endurritun á eldra verki. Tónefnið er litríkt en mjög þrástefjað og því er hin tónala mið- lægja oft nokkuð kyrrstæð. Fyrsti kaflinn er sérlega hljómfallegur og tónvefurinn gagnsær en í öðrum þætti eru töluverð átök, er ramma inn hægan milliþátt. Órólegt og „kaótískt ost- inato“ einkennir þriðja þáttinn og fjórði þátt- urinn er sérlega fallegur hægur þáttur, sem svarað er með ástríðufullum fimmta kafla, er svo tengist hæglátum lokakafla. Í heild er verkið al-tónalt, þ. e. í mótun tónstefja og hljóman og á köflum mjög fallegt og tónmálið hreint, jafnvel þar sem tónvefurinn er kontra- púnktískur. Verkið var mjög vel flutt og sama má segja um kvartett nr. 2 eftir Þórð Magnússon, sem undirritaður er að heyra í þriðja sinn og kann honum betur og betur, enda vel samið verk og átti afburða góður flutningur Eþos-kvart- ettsins ekki minnstan hlut að hversu vel verk- ið artar sig við endurtekin kynni. Eþos-kvartettinn skipa Auður Hafsteins- dóttir, Gréta Guðnadóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Guðmundur Kristmundsson og hefur þessi samleikshópur tekið sér stöðu sem afburða góður strengjakvartett, þar sem samspil, tónjafnvægi og túlkun er að fá á sig mynd, sem er aðal góðs strengjakvartetts og fyrir bragðið voru þetta allt of stuttir en góðir tónleikar. Morgunblaðið/Ásdís Þessi samleikshópur hefur tekið sér stöðu sem afburðagóður strengjakvartett. Eþos: Guð- mundur Kristmundsson, Greta Guðnadóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir. Stuttir en góðir tónleikar TÓNLIST Listasafn Íslands Eþos-kvartettinn flutti verk eftir Shostakovitsj, Hauk Tómasson og Þórð Magnússon. Þriðjudagurinn 18. febrúar 2003. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.