Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
?
MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 2003
Þ
RJÁR afar ólíkar sýningar voru
opnaðar í Listasafni Reykjavíkur
í gærkvöldi. Fyrst ber að nefna
sýninguna Humar eða frægð ?
Smekkleysa í 16 ár þar sem
blandað er saman tónlist, ljós-
myndum, kvikmyndum og texta
frá Smekkleysu, einu framsækn-
asta menningarfyrirbæri sem sprottið hefur
upp á Íslandi. Önnur sýningin nefnist Innsýn í
alþjóðlega samtímalist á Íslandi og er ætlað að
veita innsýn í erlenda samtímalist í eigu ís-
lenskra listasafna, einkasafna og einstaklinga,
en sýnir þó aðeins lítið brot af þeirri erlendu
samtímalist sem finna má hér á landi. Þriðja
sýningin er ný þemasýning úr Erró-safneign-
inni og ber heitið Erró ? Stríð, en sýningin gefur
innsýn í öll helstu viðfangsefni listamannsins á
hinum pólitíska vettvangi. 
Sýningin Humar eða frægð ? Smekkleysa í 16
ár er að sögn Ólafs Engilbertssonar, sýning-
arstjóra, eins konar sögusýning um Smekkleysu
og starf hennar síðustu árin. Sýningarskrá sýn-
ingarinnar er afar veglegt rit þar sem fjöldi
listamanna leggur til efni og rifjar upp söguna.
?Hún er kannski óformleg klippimynd eins og
sýningin sjálf, þ.e. þetta er það sem fólk rámar í
á löngum ferli. Það er svo langt um liðið frá
stofnun Smekkleysu að stofnendur muna ekki
alla hluti og við erum að reyna að raða saman
brotunum fyrir hvað Smekkleysa stendur,? seg-
ir Ólafur. Aðspurður um bakgrunn og tilurð
Smekkleysu segir Ólafur að hún eigi að mestu
rætur sínar að rekja til jaðarstemmningar, því
Smekkleysa hafi upphaflega verið nokkurs kon-
ar regnhlífarsamtök jaðarútgáfustarfsemi. 
?Sýningin nær alveg aftur til ársins 1980?81
þegar hljómsveitirnar Tappi tíkarrass og
Purrkur pillnikk voru bara að byrja, og voru
ásamt Fan Houtens Kókó, sem var deild í Med-
úsu, að gefa út plötur og hljóðsnældur. Þessar
hljómsveitir sameinuðust síðan í Kukli 1983, en í
gegnum þann hóp bræddist saman hópur sem
kallaðist Sirkusdútl, sem var að mörgu leyti
undanfari Smekkleysu. Kuklið hætti vorið 1986
og Sykurmolarnir og Smekkleysa urðu eigin-
lega til sumarið 1986,? segir Ólafur. 
Aðspurður segir Ólafur að lengi hafi staðið til
að raða saman þessum brotum sem mynda
Smekkleysu til þess að fólkið sem stendur að
Smekkleysu geti sjálft áttað sig betur á því hvað
hún stendur fyrir, en auk þess hafi menn orðið
varir við mikinn áhuga almennings á því að sjá
og upplifa eitthvað sem tengist útgáfu Smekk-
leysu og starfsemi hennar almennt. ?Það er
náttúrulega gaman að safna þessu öllu saman
og búa til einhverja mynd úr því. Að mörgu leyti
verður þetta miklu skrautlegri mynd þegar allt
er samankomið heldur en þegaraðeins eitt ár er
skoðað í einu,? bætir Ólafur við, en að hans mati
hefur starfsemi Smekkleysu breyst merkilega
lítið öll þessi ár. ?Fyrstu árin var reyndar miklu
meiri bókaútgáfa sem að einhverju leyti er að
taka við sér aftur og hver veit nema þessi sýning
blási nýju lífi í starfsemina. Með hátíðinni Orðið
tónlist sem haldin var í Íslensku óperunni haust-
ið 2000 urðu viss kaflaskil. Þá létum við gamlan
draum um að láta orð og tóna kallast á rætast.
Ef til vill má segja að það hafi verið byrjunin á
því sem við erum að gera núna, að taka saman í
stóru samhengi eitthvað sem höfum verið að
velta fyrir okkur mjög lengi.?
Að mati Ólafs hefur Smekkleysa haft mikil
áhrif á menningarlífið, sérstaklega þó á tónlist-
armennina sem hafa verið að móta sinn eiginn
stíl og reyna að koma sér á framfæri. ?Smekk-
leysa hefur haft þau áhrif á þá listamenn sem
eru innanborðs, að þeir eru meðvitaðri um mik-
ilvægi þess að gera hlutina á eigin forsendum og
láta ekki vaða yfir sig í listrænu tilliti,? segir
Ólafur og bætir við: ?Enda hafa margir einmitt
náð langt á því að vera í tónlistinni á eigin for-
sendum, eins og t.d. Sigur Rós og Björk.? 
Samkvæmt Ólafi er sýningin liður í því að
gera hluta af íslenskri menningu aðgengilegri
fyrir almenning. Yfirskrift sýningarinnar er
sóttur í lagið Regína með Sykurmolunum.
?Þetta er svona mátulega út í hött til þess að
fanga einhverja tilfinningu sem Smekkleysa
stendur fyrir. Það má náttúrulega túlka þetta á
ýmsa vegu,? segir Ólafur kíminn og ætlar að
láta það sýningargestum eftir.
Sögumiðlunin sér um alla hönnun sýningar-
innar, en Ágúst Ævar Gunnarsson hannar sýn-
ingarskrána. Flestar ljósmyndirnar á sýning-
unni og í skránni eru teknar af Björgu
Sveinsdóttur ljósmyndara. Á sýningunni kennir
margra grasa og má þar t.d. nefna ýmsa per-
sónulega muni á borð við kjóla sem annars veg-
ar Björk og hins vegar Bogomil Font hafa
klæðst á tónleikum, gítar Jónsa í Sigur Rós og
trompett Einars Arnar. Sýningin stendur til 31.
ágúst og allt sýningartímabilið verða sýnd
myndbönd í fjölnotasal Hafnarhússins sem
tengjast Smekkleysu og þeirra liðsmönnum á
einn eða annan hátt. Meðal efnis má nefna heim-
ildarmyndir og tónlistarþætti um Björk auk
tónlistarmyndbanda hennar. En einnig verða
sýndir heimildarþættir um Smekkleysu, Sykur-
molana, Bogomil Font og bíómyndirnar Rokk í
Reykjavík og Ham lifandi dauðir. Þess ber að
geta að sýningin er m.a.styrkt af Menningar-
borgarsjóði, iðnaðar-, menntamála- og utanrík-
isráðuneytunum.
Alþjóðleg samtímalist
Á sýningunni Innsýn í alþjóðlega samtímalist
á Íslandi velur Ingólfur Arnarsson, prófessor
við Listaháskólann, verk eftir erlenda listamenn
til þess að veita nokkra innsýn í hvað er til hér-
lendis af erlendri list. Listaverkin sem fengin
eru að láni eru að mestu í eigu Listasafns
Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Nýlistasafns-
ins og komin frá einkasöfnurum á borð við Pétur
Arason og Rögnu Róbertsdóttur, Helga Þorgils
Friðjónsson og Ingólf Arnarsson. ?Valið á verk-
unum stjórnast af nokkrum forsendum, en
ræðst ekki af einni hreinræktaðri heildarhug-
mynd. Ég tók mið af því sem er til, hvað hægt
var að fá lánað, auk þess sem mig langaði að
gefa yfirlit yfir list síðustu áratuga, yfirlit yfir
einhver þeirra verka sem eru í samræðum við
íslenskar menningaraðstæður og velja út frá
mínum eigin forsendum hvað mér finnst falla
vel saman. Þannig má segja að þetta séu svona
nokkrir pólar sem koma saman,? segir Ingólfur
Arnarsson sýningarstjóri í samtali við Morgun-
blaðið. 
Aðspurður um gildi þess að sýna alþjóðlega
list hér á landi leggur Ingólfur áherslu á opið
eðli listarinnar og mikilvægi þess að einskorða
sig ekki bara við íslenska list. ?Við hljótum auð-
vitað að huga að góðri myndlist hvaðan sem hún
kemur. Auk þess er mikilvægt að sjá íslenska
myndlist í tengslum við erlenda,? segir Ingólfur
og bendir sýningargestum á að skoða þessa sýn-
ingu í samhengi við aðrar sýningar sem eru í
gangi í borginni í sumar. 
Tvíræðnin í verkum Errós
Erró ? Stríð er ný þemasýning úr Erró-safn-
eigninni, en Listasafn Reykjavíkur skiptir ár-
lega um sýningu á verkum Errós. ?Núna
ákváðum við að beina sjónum okkar að pólitískri
list Errós. Verkin eru öll í okkar eigu, utan eitt
sem er í eigu Listasafns Íslands,? segir Þor-
björg Gunnarsdóttir, deildarstjóri safna- og
sýningardeildar Listasafns Reykjavíkur, sem
velur verkin á sýninguna. 
Verkin eru frá ýmsum tímum og spanna tæpa
hálfa öld, því elsta verkið er frá 1946 og það
yngsta frá 1992. ?Pólitísk og samfélagsleg mál-
efni hafa alltaf verið mikilvægur þáttur í list Er-
rós. Heimsstyrjöldin síðari, Víetnamstríðið, al-
þjóðleg stjórnmál og stjórnmálamenn á ýmsum
tímum, allt eru þetta viðfangsefni sem listamað-
urinn setur fram á margræðan hátt. Hann er þó
alls ekki að einblína á einstök stríð eða atburði. Í
verkum hans er mannúðlega afstaðan hins veg-
ar afar skýr,? segir Þorbjörg. 
Að mati Þorbjargar er mikilvægt fyrir áhorf-
endur að vera sér alltaf meðvitaðir um tvíræðnina
sem einkenna verk Errós. ?Hann notar alltaf
myndir annarra, myndir sem þegar hafa verið
gerðar og býr til úr þeim klippimyndir sem hann
málar svo eftir. Í verkinu Ísrael notast Erró við
skopmyndir úr sovéska tímaritinu Krókódíll,
þannig að við erum í raun að skoða hlutina í gegn-
um sovéskt sjónarhorn, en inntak verkanna er
alltaf einhvers konar ofbeldi sem sýnt er í skop-
legu ljósi. Kannski er Erró með myndum sem
þessum að brýna fyrir áhorfendum að taka öllum
myndum með fyrirvara. Hann vekur spurningar
um hvernig hægt er að horfa á hlutina frá mörgun
sjónarhornum og að allar myndir séu margræð-
ar, gerðar af einstaklingum, og í þeim birtist alltaf
einhver afstaða eða skoðanir og ef þær eru teknar
úr viðurkenndu samhengi og settar í annað þá
hefur eitthvað nýtt orðið til. Í þessum verkum
kemur fram skýr afstaða listamannsins gegn
glæpum gagnvart mannkyni, því sjónarhorn hans
er fyrst og fremst mannúðlegt, afstaða með
manninum sjálfum, hvar og hvenær sem er,? seg-
ir Þorbjörg.
Enginn maður skal sæta pyndingum... eftir Erró.
Sýningarspjald úr Humar eða frægð ? Smekkleysa í 16 ár. Weybourne (no.7) eftir Roger Ackling.
Óformleg klippi-
mynd af Smekkleysu
Listasafn Reykjavíkur,
Hafnarhúsinu, tók stakka-
skiptum í gærkvöldi þeg-
ar þar voru opnaðar
þrjár nýjar sýningar sem
eru hver annarri ólíkari,
þó allar beri þær með sér
alþjóðlegan blæ. SILJA
BJÖRK HULDUDÓTTIR
leit inn í Hafnarhúsið og
tók sýningarstjórana tali.
silja@mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16