Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

?

MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 2003 3

LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR

23. TÖLUBLAÐ - 78. ÁRGANGUR

EFNI

ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR

SÓLSTÖÐUÞULA

Veltu burtu vetrarþunga

vorið, vorið mitt!

Leiddu mig nú eins og unga

inn í draumland þitt!

Minninganna töfratunga

talar málið sitt,

þegar mjúku, kyrru kveldin

kynda á hafi sólareldinn.

Starfandi hinn mikli máttur

um mannheim gengur hljótt,

alnáttúru æða-sláttur

iðar kyrrt og rótt,

enginn heyrist andardráttur,

engin kemur nótt.

Því að sól á svona kveldi

sest á rúmstokkinn,

háttar ekki, heldur vakir,

hugsar um ástvin sinn.

Veit, hann kemur bráðum, bráðum,

bjarti morgunninn!

Grípur hana snöggvast, snöggvast,

snöggt í faðminn sinn,

lyftir henni ofar, ofar,

upp á himininn.

Skilar henni í hendur dagsins,

í hjartað fær hún sting:

Æ, að láta langa daginn

leiða sig í kring!

Ganga hægt og horfa nið?r á

heimsins umsnúning.

Komast loks í einrúm aftur

eftir sólarhring,

til að þrá sinn unga unað,

yndis sjónhverfing!

Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum (1857?1933) var eindregin kvenréttindakona og orti um

kvenlega reynslu. Ljóð hennar og sögur voru gefin út í Ritsafni árið 1945.

Á

17. ÖLD bjó alþýða á

Norðurlöndum við kúg-

un, fátækt, refsihörku og

blóðtöku vegna hernaðar

umfram það sem flestar

þjóðir í vestanverðri Evr-

ópu máttu þola. Ástandið

skánaði nokkuð á 18. öld

og á þeirri 19. urðu alger umskipti því þá

komust Danir, Norðmenn og Svíar fram úr

löndunum fyrir sunnan hvað varðar jafn-

rétti, mannúðlega stjórnarhætti og frið-

samlega sambúð. Höft á atvinnufrelsi voru

að mestu afnumin um miðja 19. öld og tekin

upp hagstjórn í anda frjálshyggju. Æ síðan

hefur efnahagur fólks verið með skárra móti

víðast hvar á Norðurlöndum. 

Við upphaf 19. aldar mátti ætla að önnur

lönd ættu bjartari framtíð en kaldur útkjálki

á mörkum siðmenningarinnar. Hvað varð til

þess að Norðurlönd nutu velgengni umfram

nágrannaríkin, Þýskaland og Rússland, eða

gömul menningarsamfélög á Ítalíu, Spáni og

í Portúgal? Þar átti lýðræði erfitt upp-

dráttar fram eftir 20. öld og frjálslyndi og

mannúð fóru halloka fyrir kommúnistum og

fasistum. Á Norðurlöndum höfðu lýðræð-

issinnar hins vegar tögl og hagldir alla öld-

ina ef frá eru talin árin sem Danmörk og

Noregur voru hernumin af Þjóðverjum og

átökin í Finnlandi á fyrstu tveim áratugum

hennar.

Þegar við leitum skýringa á velgengni

Norðurlanda hljótum við einkum að horfa til

tveggja atburða á 19. öld. Hinn fyrri var

þegar Noregi var sett stjórnarskrá á Eiðs-

velli árið 1814. Hinn síðari árið 1849 þegar

Júnístjórnarskráin tók gildi í Danmörku. 

Saga Norðurlanda er hluti af sögu heims-

ins og vert að rifja upp að undir lok 18. aldar

hrikti í valdakerfum Evrópu þegar Banda-

ríkin lýstu yfir sjálfstæði og settu sér stjórn-

arskrá í anda upplýsingar, lýðveldis og ein-

staklingshyggju. Skömmu síðar var gerð

bylting í Frakklandi þar sem veldi kóngs og

aðals var brotið á bak aftur í nafni frelsis,

jafnréttis og bræðralags. Upphafsmenn

frönsku byltingarinnar litu á Bandaríkin

sem fyrirmynd. Framvinda hennar varð

samt æði ólík því sem gerðist vestan hafs.

Með nokkurri einföldun má segja að Banda-

ríkjamenn hafi látið duga að bylta æðstu

stjórn ríkisins án þess að umturna samfélag-

inu að öðru leyti. Þarna fetuðu þeir í fótspor

Englendinga sem hundrað árum fyrr höfðu

stigið skref í átt til þingræðis og borg-

aralegra stjórnarhátta án blóðsúthellinga. Í

Frakklandi gekk byltingin miklu lengra og

endaði með því að stór hluti yfirstéttarinnar

var tekinn af lífi og ekki aðeins reynt að ger-

breyta æðstu stigum stjórnsýslu heldur

einnig samskiptum manna á vinnumarkaði

og í einkalífi. Eftir flókna valdabaráttu milli

ólíkra flokka byltingarmanna varð Napoléon

Bonaparte einráður og hóf að breiða bylting-

una út til annarra landa. Herir hans náðu

stórum hluta Evrópu á sitt vald, en biðu þó

að lokum ósigur. Á Vínarfundinum 1814

reyndu íhaldsöflin í Evrópu að koma álfunni

aftur í fyrra horf. Meðan Bretar og Banda-

ríkjamenn sömdu sig smátt og smátt að

borgaralegum stjórnarháttum sveiflaðist

meginland Evrópu öfganna á milli.

Í þessu umróti tapaði danska krúnan Nor-

egi og um stund var ekki ljóst hver réði yfir

landinu. Þetta millibilsástand nýttu norskir

forystumenn með ríkisstjórann Kristján

Friðrik (sem síðar varð Kristján VIII. Dana-

konungur) í broddi fylkingar til að koma

saman á Eiðsvelli og setja landinu stjórn-

arskrá. Þeir sóttu innblástur til Bandaríkj-

anna og í hugsjónir frönsku byltingarinnar.

Skömmu síðar varð Noregur hluti af veldi

Svíakonungs. Norðmenn héldu þó sjálf-

stjórn í eigin málum og Eiðsvallastjórnar-

skráin frá 1814 gilti lítt breytt. Með henni

varð stjórnarfar í Noregi það frjálsmannleg-

asta í Evrópu, ef ekki í öllum heiminum. 

Norska byltingin var að því leyti ólík

þeirri frönsku og lík þeirri bandarísku að

hún leiddi hvorki til blóðugrar stéttabaráttu

né skjótrar uppstokkunar á samfélags-

háttum. Sömu sögu er að segja frá Dan-

mörku. Þar var einveldið líka lagt af með

friðsamlegum hætti. Lítt var hróflað við

eignarrétti, embættismannastéttin var

þokkalega sátt við nýja skipan og jafnrétti,

frelsi og lýðræði þróuðust stig af stigi án

þess að stofnunum sem tryggðu stöðugleika,

réttaröryggi og viðgang mennta og menn-

ingar væri kollvarpað. 

Á þessum tíma, við upphaf 19. aldar, efld-

ust tvenns konar stjórnmálahugsjónir:

frjálshyggja og þjóðernisstefna. Frjáls-

hyggjan mótaðist í senn af áherslu upplýs-

ingamanna á mannúð, framfarir og jafnrétti,

hugmyndum frá Bandaríkjunum um tak-

markað ríkisvald og stjórnarskrárfestu, og

kenningum Adams Smith um að efnalegri

velferð væri best borgið með atvinnufrelsi,

einkaeign og litlum ríkisafskiptum. Þjóð-

ernisstefnan á sér m.a. rætur í þýskri róm-

antík og í þýskumælandi löndum sem herir

Napoléons lögðu undir sig andæfðu margir

hugsjónum frönsku byltingarinnar í nafni

þjóðernisstefnu. Alla tíð síðan hafa þjóðern-

issinnar á meginlandi Evrópu haft tilhneig-

ingu til að vera heldur andsnúnir frelsi, jafn-

rétti og bræðralagi allra manna. Um

Norðurlönd gegnir öðru máli. Norsk þjóð-

erniskennd var og er nátengd frelsishug-

sjónunum sem ráðamenn sammæltust um á

Eiðsvelli 1814. Danir kollvörpuðu einveldinu

1849 og settu Júnístjórnarskrána með hlið-

sjón af þeirri norsku. Helstu höfundar henn-

ar kölluðu sig ?nationalliberaler? því þeir

voru (eins og Jón Sigurðsson og fleiri hug-

sjónamenn á Norðurlöndum) í senn frjáls-

hyggjumenn og þjóðernissinnar. Hjá þeim

var engin andstæða milli frjálslyndis og

þjóðernisstefnu. Frekar var um það að ræða

að þessar stefnur bættu hvor aðra upp þar

sem sú fyrrnefnda lagði áherslu á að lög-

binda réttindi og frelsi og sú seinni á sam-

ábyrgð manna og skyldur þeirra við sam-

landa sína ? enda er það gömul saga og ný að

frelsið ber bestan ávöxt þar sem siðferðileg-

ar skyldur eru teknar alvarlega. 

Í meira en tvær aldir hefur þjóðernis-

stefna haft áhrif á evrópsk stjórnmál. Þar

sem hún hefur lagst á sveif með foringja-

dýrkun, stríðsæsingi, kynþáttahyggju eða

byltingarórum hafa afleiðingarnar orðið

skelfilegar. Ekki er því furða þótt stefnan

hafi víða heldur illt orð á sér. Hluti af skýr-

ingunni á farsæld Norðurlanda er að þar var

þjóðernisstefnan þegar á fyrri hluta 19. ald-

ar nátengd einstaklingshyggju og hug-

sjónum um frelsi, jafnrétti og bræðralag

allra manna. Í þessum löndum gátu fasistar,

kommúnistar og aðrir pólitískir ógæfumenn

því síður tælt fólk á sitt band með því að

höfða til þjóðerniskenndar. Annar hluti af

skýringunni er að á Norðurlöndum gengu

byltingarnar á fyrri hluta 19. aldar ekki út í

öfgar og firrur eins og víða annars staðar í

Evrópu, heldur náðu stjórnarhættir í anda

frjálshyggju að þróast með friðsamlegum

hætti líkt og í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Segja má að Norðurlönd hafi tekið upp

margt það besta úr stjórnmálahefð Eng-

ilsaxa en sloppið við það sem helst hefur orð-

ið þeim að fótakefli, en það hefur að minni

hyggju einkum verið heimsvaldastefnan á

Englandi og kynþáttahatrið sem enn spillir

þjóðlífi í Bandaríkjunum.

Einn af merkustu stjórnmálamönnum

Norðurlanda fyrr og síðar, Orla Lehmann,

sem ásamt D.G. Monrad er jafnan talinn

helsti höfundur Júnístjórnarskrárinnar,

spáði því að lýðræði og frjálsmannlegir

stjórnarhættir (?demokrati og fri forfatn-

ing?) myndu gera Norðurlöndin mikil og

gefa þeim þýðingu fyrir allan heiminn. Spá

hans hefur þegar ræst að nokkru og við

skulum vona að hún haldi áfram að rætast.

NORÐUR-

LÖND

RABB

ATLI HARÐARSON

http://this.is/atli

Milan 

Kundera

vinnur nú að ritgerðasafni er nefnist

Rifnu tjöldin þar sem hann veltir fyrir sér

ýmsum hliðum skáldsögunnar. Birtir eru

nokkrir kaflar úr bókinni og nýtt samtal

Kundera og Antoine Gallimard, aðaleig-

anda Gallimard-útgáfunnar, en skáldið

hefur ekki veitt viðtal í langan tíma.

Brynhildur 

Þorgeirsdóttir

vakti snemma athygli fyrir persónulegan

myndheim, en hún er bæði menntuð í gleri

og skúlptúr, og dvaldi í mörg ár erlendis

við nám og vinnu áður en hún sneri heim til

Íslands fyrir rúmum tuttugu árum. Einar

Falur Ingólfsson ræðir við hana um listina.

Styttur bæjarins

eru flestar höggmyndir af sögufrægum ein-

staklingum og hafa að minnsta kosti ekki

unnið á markvissan hátt með umhverfi sitt

eða þátttöku áhorfenda. Ragna Sigurð-

ardóttir fjallar um möguleika listar í opin-

beru rými. 

Elísabet Jökulsdóttir

birtir smásöguna Að vera Íslend-

ingur er að vera Njáluhöfundur en í

henni er lagt út af nýafstöðnum

kosningum á þjóðlegan hátt.

FORSÍÐUMYNDIN

er af hluta verks Sigurðar Guðmundssonar, Fjöruverk (2002), í fjörunni við

Rauðarárvík við Sæbraut í Reykjavík. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16