Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						t.d. þegar hann lýsir sköpun heims og manns
og átökum ólíkra afla sem ríkja í goðaheimi og
mannheimi, og hann lítur til hins nýja siðar
þegar hann rýnir í framtíðina. Ég tel líklegt að
skáldin séu fleiri en eitt og tek undir með Vé-
steini Ólasyni að grunnurinn að kvæðinu sé
eldri en frá því rétt fyrir árið 1000, en að það
hafi mótast endanlega við þær aðstæður sem
ríktu rétt fyrir kristnitökuna.
13
Einar Ólafur Sveinsson á að hafa sagt ein-
hverju sinni í gamni, að vel gæti verið að Þor-
geir Ljósvetningagoði hafi samið Völuspá. Ég
held að það sé nokkur alvara í þessu. Hin tví-
átta völva talar fyrir munn skáldsins sem
greinilega er vel menntaður einstaklingur á
vísu síns tíma og meðvitaður um það pólitíska
samhengi sem átök tveggja siða skapa. Hann
leitar lausnar fyrir framtíðina eins og lögsögu-
maðurinn heiðni, Þorgeir Ljósvetningagoði,
tók að sér að gera á Alþingi árið 1000 (999).
Honum var ljóst að gamli heimurinn var kom-
inn að fótum fram og væri að líða undir lok.
Nýr siður hlaut að taka við. 
Bæði skáldið og stjórnmálamaðurinn finna
fyrir alvöru þeirra tíma sem þeir lifa og gera
sér grein fyrir því að eitthvað nýtt sé í vænd-
um. Ábyrgðin gagnvart atburðum líðandi
stundar hvílir þungt á þeim. Þorgeir leitar
sagnaranda undir feldi og á þar líkt og skáldið
stefnumót við guðina sem takast á.
14
Sá nýi guð
sem öllu ræður hlaut að sigra og á þessu
grundvallast nýji heimurinn. Á það gátu þeir
sæst bæði hinir heiðnu forlagatrúarmenn og
þeir kristnu menn sem voru tilbúnir að berjast
á Alþingi fyrir ríki Guðs og hinum nýja sið.
Ekki er ólíklegt að Þorgeir hafi undir feldinum
nafntogaða einmitt séð hinn ríka koma öflugan
ofan, þann er öllu ræður ? birtast eins og í
mandorlunni í efstu myndröð byzönsku dóms-
dagsmyndanna.
Helstu heimildir
Ágústínus kirkjufaðir. The City of God. Penguin Books,
1984.
Bæksted, Anders 1986: Goð og hetjur í heiðnum sið.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur.
Dronke, Ursula 1992: ?Völuspá and the Sybilline Tradi-
tion.? Latin Culture and Medieval Germanic Europe.
Gröningen.
Eddukvæði. Ólafur Briem bjó til prentunar. Reykjavík.
Skálholt, 1968.
Gad, Tue 1966: ?Mikael.? Kulturhistorisk leksikon for
nordisk middelalder fra vikingetid til reformationstid. XI.
Reykjavík 1966. Bókaverslun Ísafoldar.
Harbison, Peter 1994: Irish High Crosses with the Fig-
ure Sculptures Explained. Drogheda. The Boyne Valley
Honey Company.
Henry, Francise 1967: Irish Art during the Viking 
Invasions 800-1220 A.D. London. Methuen & Co Ltd.
Hermann Pálsson 1996: Völuspá. The Sybils Prophecy.
Edinburgh. Lockharton Press.
Hörður Ágústsson 1989: Dómsdagur og helgir menn á
Hólum. Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag.
Íslensk bókmenntasaga I. Ritstj. Guðrún Nordal, Sverr-
ir Tómason og Vésteinn Ólason. Reykjavík. Mál og menn-
ing. 1992.
Jón Hnefill Aðalsteinsson 1999: Kristnitakan á Íslandi.
Reykjavík. Háskólaútgáfan.
Lundberg, Mabel 1990: De dödas uppståndelse i kristen
tro og konst. Lund. Studentlitteratur.
Ólafur H. Torfason 2000: Nokkrir Íslandskrossar.
Reykjavík. 
Samplonius, Kees 2001: Sybilla borealis. Notes on the
Structure of Völuspá. Leuven. Peeters.
Selma Jónsdóttir 1959: Byzönsk dómsdagsmynd í Flat-
artungu. Reykjavík. Almenna bókafélagið.
Sigurður Nordal 1952: Völuspá. Árbók Háskóla Íslands.
Reykjavík.
Simek, Rudolf 1993: Hugtök og heiti í norrænni goða-
fræði. Reykjavík, Bókaforlag Máls og menningar.
Thompson, Damian 1996: The End of Time. Faith and
Fear in the Shadow of the Millennium. London. Sinclair-
Stevenson. 
Neðanmálsgreinar
1
Ég vil sérstaklega þakka Yuri Bobrov prófessor í
íkonafræðum og miðaldalist við Listaháskólann í St. Pét-
ursborg og Tryggva Gíslasyni mag. art. fyrir góðar ábend-
ingar og samræður um efni þessarar ritgerðar. Þeir voru
báðir meðal fyrirlesara á málstofu sem haldin var á vegum
námsnefndar í almennum trúarbragðafræðum við Háskóla
Íslands í Skálholtsskóla 4. apríl 2003 þar sem hluti þess-
arar ritgerðar var kynntur.
2
Augustinus, City of God (De civitate Dei), bók XVII.
3
Dronke 1992 og Samplonius 2001.
4
Ólafur H. Torfason 2000: 20.
5
Upplýsingar frá Yuri Bobrov, prófessor í miðaldalist
og íkonafræðum við Listaháskólann í St. Pétursborg.
6
Njála segir frá því að Síðu-Hallur hreifst af þessum
eiginleika Mikaels þegar Þangbrandur boðaði honum
trúna. Í Biblíunni er hvergi sagt frá Mikael með vogina.
Það þema er komið inn í kristna myndlist frá Egyptum.
Þangbrandur hefur því að öllum líkindum haft með sér
dómsdagsíkona þegar hann boðaði Íslendingum trú rétt
fyrir árið 1000.
7
Sigurður Nordal 1952. Ástæða er til að benda á umræð-
ur sagnfræðinga um endatímahugmyndir við aldamótin
1000. Margir þeirra draga í efa að þær hafi verið útbreidd-
ar á Vesturlöndum á síðari hluta tíundu aldar. Hins vegar
má geta þess að umrót í kjölfar plágna, þjóðfélagsbreyt-
inga, þjóðflutninga og innrása norrænna manna á Bret-
landseyjum ýtti undir hugmyndir um að refsing Guðs bitn-
aði á mönnum með sérstökum hætti á þessum tíma og var
það tengt ritningartextum Biblíunnar um endatímanna
(sjá t.d. Thompson 1996).
8
Dronke 1992.
9
Sigurður Nordal 1952: 147.
10
Völuspá, með formála og skýringum eftir Hermann
Pálsson 1994: 108.
11
Harbison 1994.
12
Í endurgervingu myndarinnar sem Hörður Ágústsson
gerði og birt er í bókinni Dómsdagur og helgir menn kem-
ur útbreiðsla eldstraumsins ekki nægilega vel fram.
13
Íslensk bókmenntasaga I. 1992:75.
14
Jón Hnefill Aðalsteinsson 1999: Kristnitakan á Ís-
landi. Háskólaútgáfan.
Höfundur er prófessor í kennimannlegri guðfræði
og umsjónarmaður almennra trúarbragðafræða
við Háskóla Íslands. 
Í
TILEFNI af því að Ragnar Kjartans-
son myndhöggvari og leirkerasmiður
hefði orðið áttræður þann 17. ágúst nk.
verður í dag opnuð minningarsýning á
verkum Ragnars í Ásmundarsal við
Freyjugötu. Á sýningunni verður
Ragnars aðallega minnst fyrir frum-
kvöðlastarf sitt sem leirlistarmaður, en
hann var einn af stofnendum leirbrennslunnar
Funa árið 1947 og Glits tíu árum síðar. Á ár-
unum sem hann starfrækti fyrst Funa og svo
Glit unnu margir þekktustu myndlistarmenn
landsins með honum og kemur sú samvinna
skýrt fram á minningarsýningunni. Meðal
samstarfsmanna Ragnars má nefna Jón Gunn-
ar Árnason, Kjartan Guðjónsson, Hring Jó-
hannesson, Magnús Pálsson, Ragnheiði Jóns-
dóttur, Dieter Roth, Sigurjón Jóhannsson,
Steinunni Marteinsdóttur og marga fleiri. Eitt
aðalsmerki framleiðslunnar á þessum tíma var
frjó hugmyndavinna og metnaður í hönnun og
haldnar voru sýningar m.a. í Munchen, Lond-
on, Washington og New York við góðan orðs-
tír. 
Hönnun á háu stigi
Ragnar Kjartansson fæddist að Staðastað á
Snæfellsnesi 17. ágúst 1923 og ólst þar upp.
Haustið 1939 hóf hann nám hjá listamanninum
Guðmundi Einarssyni frá Miðdal og var lær-
lingur hjá honum fimm vetur. Haustið 1946
hélt hann til Svíþjóðar til náms í leirkerasmíð
og höggmyndagerð í Gautaborg. Þegar heim
kom stofnaði hann leirbrennsluna Funa hf.
ásamt öðrum og næstu tvo áratugina var leir-
munagerð helsti starfsvettvangur Ragnars,
fyrst í Funa hf. og síðar í Glit hf. Samhliða
starfi sínu hjá Funa sótti hann tíma í högg-
myndagerð í skóla frístundamálara þar sem
Ásmundur Sveinsson kenndi. Á síðari hluta
starfsferils síns sneri Ragnar sér nær ein-
göngu að höggmyndalist og eftir hann standa
fjöldi útilistaverka um allt land, má þar nefna
Stóðið við Hringbraut á móts við Umferðar-
miðstöðina, Bárð Snæfellsás á Arnarstapa,
Sjómennina fyrir framan safnahúsið á Ísafirði
og Björgunarbátinn á Siglufirði.
?Í dag er Ragnar kannski þekktastur fyrir
höggmyndir sínar, en hann vann sem leirkera-
smiður í tuttugu ár og var mjög þekktur á sín-
um tíma fyrir leirlistarverkin. Hann vann mik-
ið með öðru myndlistarfólki hjá Glit og var
hönnunin þar ætíð mjög metnaðarfull. Sumir
hafa viljað lýsa verkstæðinu hjá Glit sem nokk-
urs konar listaakademíu. Minningarsýningin
sem opnar í Ásmundarsal í dag spannar tutt-
ugu ára skeið, frá 1947 þegar hann stofnaði
Funa og til 1967 þegar hann hætti hjá Glit og
hún varð að stórri verksmiðju. Á þessum árum
var hugmynd Ragnars að tengja saman mynd-
listina og hönnunin og hjá Glit ríkti mikill
metnaður fyrir því að vera með hönnun á mjög
háu stigi, algjörlega sambærilegt við það sem
væri að gerast á öðrum stöðum í Evrópu. Segja
má að þeim hafi vissulega tekist það, enda var
þeim boðið á sýningar erlendis og fengu góða
umfjöllun,? segir Inga, dóttir Ragnars, sem
sjálf starfar sem myndlistarkona. 
Tilraunir með form og efni
Ragnar var alla tíð mikilvirkur í samtökum
listamanna. ?Hann var einn af aðalhvatamönn-
um að stofnun Myndhöggvarafélagsins í
Reykjavík, meðal frumkvöðla að útisýningun-
um á Skólavörðuholti sem hófust 1967 og ollu
?sprengingu? í íslenskri höggmyndalist og þar
með í hinum íslenska listaheimi, barðist fyrir
verndun Korpúlfsstaða og að myndlistarmenn
fengju afnot af húsinu og var einn af stofn-
félögum Nýlistasafnsins. Einnig var Ragnar
kennari og skólastjóri Myndlistarskólans í
Reykjavík til fjölda ára. Allt starf Ragnars er
því óneitanlega samofið sögu íslenskrar mynd-
listar á sjötta og sjöunda áratugnum,? segir
Inga. Listkennsla var Ragnari ætíð hjartfólgin
og stóð hann fyrir miklu starfi á því sviði.
Óhætt er að fullyrða að allflestir þeir mynd-
höggvarar sem komu fram hér á landi á sjö-
unda og áttunda áratugnum voru einhvern
tímann annað hvort nemendur hjá Ragnari eða
aðstoðarmenn hans. 
Að sögn Ingu var Ragnar alla tíð afar upp-
tekinn af því að gera ýmsar tilraunir bæði með
efni og form. ?Í samvinnu við meðal annars
jarðfræðinga var náð í leir úr Elliðaánum og af
Reykjanesinu og reynt að vinna hann til notk-
unar. Hann reyndist hins vegar ekki nógu góð-
ur, aðallega ekki nógu sterkur, enda Ísland
ungt landfræðilega séð. Munirnir sem unnir
voru úr þessum íslenska leir voru mun brot-
hættari svo á endanum gáfust þau upp og fóru
að nota innfluttan leir frá Danmörku. En þau
lögðu mikið á sig til þess að gera tilraunir með
nýjungar bæði hvað leir og glerunga varðaði,
enda lá heilmikil þróunarvinna að baki starf-
inu. Ein af tilraununum sem Ragnar gerði með
leirinn var að setja hraungjall inn í leirverkin,
renna því inn í hlutina sem gerði það að verk-
um að þeir þoldu miklu hærri hita við brennslu
og urðu fyrir vikið mun sterkari.?
Frjótt samstarf
Á minningarsýningunni verða samkvæmt
Ingu um tvö hundruð leirmunir eftir Ragnar
og leirverk sem hann vann í samvinnu við
marga af þekktustu myndlistarmönnum lands-
ins. ?Þó sýningin fókuseri fyrst og fremst á
verk Ragnars þá er sjónum um leið beint að
öllu samstarfsfólki hans. Ragnar kenndi á
þessum tíma í Myndlistarskólanum og fjöldi
nemenda hans vann síðan með honum í Glit, en
samvinnan á verkstæðinu var mjög sérstök.
Þannig gerði Ragnar oft formin og renndi hlut-
ina og síðan komu kannski Ragnheiður Jóns-
dóttir, Hringur Jóhannesson, Sigurjón Jó-
hannsson eða Magnús Pálsson, svo einhverjir
séu nefndir, og skreyttu þá. Þetta var því afar
frjótt samstarf. En það voru ekki bara inn-
lendir listamenn sem störfuðu með Ragnari
því um tíma unnu Ragnar og svissneski mynd-
listarmaðurinn Dieter Roth náið saman við
hönnunina. Það er alltaf gaman að skoða hlut-
ina sem unnir voru hjá Glit og sjá hver skreytti
hvað. Oft eru hlutirnir merktir fleirum en ein-
um, stundum hefur gleymst að merkja formið
og sumir munir eru alls ekkert merktir og þá
þarf að skoða gamlar ljósmyndir til þess að
reyna að átta sig á því hver kom þar að verki.?
Aðspurð af hverju Ásmundarsalur varð fyrir
valinu sem sýningarstaður svarar Inga því til
að viðeigandi hafi þótt að sýna í þessum sal þar
sem Ragnar starfaði mikið í húsinu á sínum
tíma. ?Lengi vel var Myndlistarskólinn í
METNAÐARFULL
HÖNNUN OG ÖFLUG
TILRAUNASTARFSEMI
Ragnar Kjartansson
myndhöggvari og leir-
kerasmiður hefði orðið
áttræður þann 17. ágúst
nk., en hann lést árið
1988. Í tilefni afmælisins
verður opnuð í dag minn-
ingarsýning í Ásmund-
arsal. SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR fékk Ingu
dóttur Ragnars til þess að
segja frá sýningunni. 
Ragnar að renna hraungjalli í vasa á vinnustofunni í Glit, líklega árið 1964. 
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
?
MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 2003

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16