Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 2003 Hjarta Íslands Þ að var sæmileg mæting þennan morgun. Meira að segja einn af þeim sem koma bara spari var bú- inn að panta stóran latte, náungi sem ekki var með okkur í menntó en þekkir einn af strákunum í gegnum skíðaæfingar ÍR eða KR á ofanverðum áttunda áratugnum eða vann með þeim á endalausum aukavöktum á netbóluárunum þegar við diskúteruðum bréfa- vísitölur á gráa markaðinum yfir venjulegu birk- irúnnstykki og gamaldags kaffi; það var á þeim árunum, nú þekki ég engan sem drekkur venju- legt kaffi nema hann sé svo óheppinn að vinna hjá plebbalegu fyrirtæki sem ekki tímir að splæsa í espresso-macchiato-latte-cappucino-maskínu sem heilsar manni með heimsmannslegu hvæsi í morgunsárið. En þarna vorum við sum sé flestir mættir, strákarnir, eða kallarnir réttara sagt, og löngu hættir að ræða óskráðar vísitölur B-bréfa, en bindum frekar vonir við lífeyrissparnað sér- eignarsjóðanna, arfinn frá okkar ódauðlegu for- eldrum sem tilkynna manni eftir hvert heilsutékk að þeir séu „með skrokk eins og tvítugir ungling- ar“, eða þá bara eina góða gróðahugmynd sem einhverjir virðast alltaf vera tilbúnir til að fjár- magna sama hversu vitlausar þær eru. Við töl- uðum aðeins um Davíð, en ekki mikið, það hefur bara gerst, svona smám saman, að maður talar minna og minna um Davíð. Aðeins um Björgólf og Jón Ásgeir og hvað þeir hefðu verið að kaupa eða selja nýverið, smá um fisk og einn okkar kom með Katóræðuna sína um heiftaræðið sem rynni á hann við að sjá Kauphöllinni bregða fyrir, gler- húsið sem á að hafa verið reist fyrir sloruga kvótapeninga, en við ypptum bara öxlum, komum með skot og hlógum að öllu. Okkar kynslóð hefur frá upphafi sinna daga dáð rétt einstaklingsins til að eiga sitt eigið dót og lagt til að hvert vandamál sem upp kemur sé leyst með því að „skilgreina eignarréttinn“. Okkur er í raun alveg sama um þessi kvótamál. Við berum meiri virðingu fyrir fyrirtækjunum og rétti þeirra til að ráðskast með dótið sem þau náðu í við „skilgreiningu eignar- réttarins“ en Viðskiptablaðið og Frjáls verslun samanlagt. Líkt og þessum fjölmiðlum myndi okkur aldrei koma til hugar að breyta einu ein- asta grundvallaratriði í eina kerfinu sem getur fært séreignarsjóðunum vaxtaprósenturnar sem eiga að borga fyrir okkur hnattsiglinguna árið 2033. Kannski förum við í hana í félagi við for- eldra okkar sem þá eiga örugglega eftir að monta sig af því að læknirinn hafi sagt að þeir séu með skrokk eins og tvítugir unglingar. Svona fundir eru lím samfélagsins: Hvern dag hittist miðstéttin einhvers staðar og ber saman séreignarsjóðina sína, ræðir mismunadrifið á jeppunum og hvað sé komið í hvaða búðir, kemur með eina góða sögu af Björgólfi eða Jóni Ásgeiri og spáir líkt og Séð og heyrt í kjólana, skartið og nýju flottu bílana og spyr: Hvað kaupa þeir næst? Drifafl íslenska samfélagsins, hjarta þess, slær ekki í óbyggðunum og bíður þess að ítalskur risa- bor þrengi sér í gegnum það. Það býr í miðstétt- inni og hún býr alls staðar. Eina skiptingin á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis er í tveimur bindum Símaskrárinnar. Smábátaeigandinn fyrir vestan eða austan með sinn jeppa, einbýlishús, heita pott, pall og dóttur í námi í útlöndum er sami maðurinn og á jeppa, hús, pall og háskóla- nemandi dóttur í Húsahverfinu, jafnvel þótt línu- ívilnun hins fyrrnefnda sé fyrst og fremst „on- line“ hjá hinum. Þegar andstæðan sveit/borg hvarf úr bókmenntum okkar og bíómyndum var það ekki vegna þess að enginn hefði lengur af því reynslu að flytja suður, því ef marka má tölur hef- ur fólksflóttinn einmitt verið stöðugur síðustu áratugina. Það sem gerðist var að sjálf sam- félagsgerð miðstéttarinnar lagði undir sig landið allt og styrkt af náttkeyrslu póstbílanna, ljósleið- ara og dreifikerfi stærstu fjölmiðla bjó hún til ósvæðisbundna miðstéttarmenningu sem mynd- ar viðmið alls þess sem er íslenskt nú um stundir. Ef íslenskar bókmenntir samtímans eiga að öðl- ast alþýðuhylli verða þær að panta sér einn latte á morgunfundi með þessu hjarta, ræða við það fjórðungsuppgjör fyrirtækjanna í úrvalsvísitöl- unni og spyrja hvað komið sé nýtt í búðirnar. Inni og úti Þessi veröld er forrit. Hún er þarna til að hægt sé að færa fjármuni og vörur fram og aftur. Til þess að hægt sé að reka hagkerfi og borga skatta og búa til stofnanir og fyrirtæki, kaupa og selja þessi fyrirtæki og „stýra kauphegðun“. Ég segi forrit og meina þá forrit í skilningi Matrix-mynd- anna, sem aftur er skilningur Baudrillards og Platons á sambandi þess sem er og þess sem ekki er. Ef maður „plöggar sig“ út úr miðstéttarheim- inum birtist manni veröldin undir eins svolítið á annan veg og margir taka þann kost að aftengja í eitt skipti fyrir öll, hafi þeir eitt sinn kynnst því sem er fyrir utan. Stöðug stýring á orku fólks, fjármunum þess og tíma í þágu valdabattería efnahags og stjórnmála er lýjandi, miðstéttin er oft þreytt. Hún þarf að vinna mikið. Það þarf að leggja mikið á sig til að bregðast við áreitum, fara þangað, koma hingað. Bara skipulag höfuðborg- arsvæðisins er dæmi um stýringu sem eykur á þreytu, eyðir orku og býr til lýjandi athafnasemi. Inni í þessu kerfi eru bókmenntirnar. Sem mark- aðsvara eru þær einn liður í forritinu. Væru þær það ekki yrðu þær samstundis ósýnilegar megn- inu af þjóðinni. Í áranna rás hafa sterkar raddir í íslenskri bók- menntaumræðu haldið fram fagurfræði þar sem lögð er áhersla á getu texta og listaverka til að af- tengja fólk úr þessu forriti. Eitt besta dæmið er bókmenntaskrif Matthíasar Viðars Sæmunds- sonar. Hann hefur alltaf leitast við að benda á mátt bókmenntatexta til að rjúfa hulu merkingar- innar, hrífa manninn út úr forritinu og inn í heim skapandi formleysu. Þar ríkja sterkar frumhvat- ir, þar kynnist maðurinn reginöflum sjálfs sín og náttúrunnar og skynjar kraftana sem hann hem- ur með menningunni. Forritið er merkingarnet sem fortúlkar allt fyrir manninn. Það færir hon- um á silfurfati skilninginn á skipulagi alheimsins og hans eigin sálarlífs. Öflugir bókmenntatextar megna hins vegar með orðkynngi sinni, hug- myndaauðgi og formvitund að skera í sundur þessa dragnót. Svo við notumst aftur við Matrix- líkinguna þá eru skáldin ekki ósvipuð skipstjór- anum Morfeusi. Morfeus skilur forritið og sér í gegnum það. Hann lifir „raunverulegu“ lífi, skít- ugur í ljótri peysu en þegar hann trengist „mat- rixunni“ (miðstéttarheiminum) er hann flott hannaður og kúl. Hann fer hins vegar inn í for- ritið til að vinna þar skemmdarverk, sækja bar- áttumenn og berjast við „útsendara“ – menn í jakkafötum. Það er auðvelt að sjá hér hliðstæðu við ótal starfandi rithöfunda. Sjálfsmynd verka þeirra er að í textunum grilli maður fyrst hvernig hlutirnir eru í raun og veru. Þeir sem eru í forritinu verða hins vegar að geta sagt af sér sögu eigi þeir að geta svarað nokkurn veginn spurningunni: Hver er ég? Ef við sleppum forritatalinu um stund, þá vitum við öll að samfélagið hangir saman á sögu um sig sjálft, á því sem kallað er sjálfsmynd. Við vitum líka að framlag listarinnar og bókmenntanna til að skapa slíka sjálfsmynd er mikið, kannski gríðarlegt. Styrkleiki sjálfsmyndarinnar byggist á því að ein- hver hafi sagt söguna af þessu samfélagi og það geti sótt í hana þegar þurfa þykir. Má ég nefna lít- ið, en mikilvægt dæmi: Í MTV er sjónvarpsþáttur sem heitir Lick, sem er listamannsnafn Trevors Nelson nokkurs sem er plötusnúður og þátta- gerðarmaður í Bretlandi. Síðasta vetur kom hann til Íslands og tók upp einn þátt hér um leið og hann þeytti skífum. Hann tók viðtöl við fullt af ungum Íslendingum og spurði þá: Hver er þín saga? Af hverju ertu hér? Og þeir svöruðu: Hér er svo mikið skemmtanalíf. Stelpurnar eru svo fallegar (bæði stelpur og strákar sögðu þetta). Og að síðustu sögðu þau: Náttúran er svo falleg. Í sögu þeirra má kenna augljóst bergmál af frá- sögnum annarra um þau sjálf, en hvað um það, þetta var sú saga sem þau kusu að segja. Síðasti liður frásagnarinnar er bókmenntalegur og teyg- ir sig aftur til rómantíkurinnar, sagan af fegurð náttúrunnar. Miðliðurinn, þessi um fegurð mannsins, er ný saga sem við höfum verið að segja sjálfum okkur undanfarna áratugi og sem hefur einmitt valdið deilum milli miðstéttar- heimsins og þeirra sem vilja endurskilgreina merkingarnet hans: Í þessu tilfelli femínista. Fyrsti liðurinn er hins vegar bókmenntalegur. Hann kristallast í bókmenntaverki sem síðan varð kvikmynd, sem síðan varð vörumerki – 101 Reykjavík. Bókmenntirnar geta sum sé bæði skilgreint forritið utanfrá og innanfrá. Mjög mikið hefur verið skrifað um það hvernig hægt er að rjúfa hulur forritsins, frelsa sig frá því og skapa nýjar sjálfsmyndir, nýtt þekkingarsvið og nýja reynslu utan þess. Svo lengi sem forritið heldur áfram að hreyfa til fólk innan brauta sem við sjáum að eru ekki fyrirframgefnar, heldur afrakstur hefðar og stundum bara hreinnar vitleysu, erum við með varann á okkur. Sjálfsmynd nútímabókmennta er nátengd þessari frelsisþrá. Ef til er eitthvað sem kalla mætti sjálfgefna sjálfsmynd þeirra, þá er þetta hún: Bókmenntir geta frelsað okkur út úr miðstéttarheiminum og þær eiga að gera það. Við eigum að kynnast nýjum möguleikum mannsins fyrir tilstuðlan þeirra. Á þessum grundvelli er oftast fjallað um bókmenntir og stöðugt koma 101 Reykjavík. Bókmenntir sem urðu kvikmynd og svo vörumerki fyrir skemmtanalíf á Ísland „Svo við notumst aftur við Matrix-líkinguna þá eru skáldin ekki ósvipuð skipstjóranum Morfeusi.“ IceLit SJÁLFSMYND ÍSLENSKRA BÓKMENNTA „Á hvaða hátt erum við einstök?“ Þessu þurfum við að svara og það sem allra fyrst, segir í þessari grein þar sem því er meðal annars haldið fram að ef íslenskar bókmenntir samtímans eigi að öðlast alþýðuhylli verði þær að panta sér einn latte á morgunfundi með millistéttinni. E F T I R K R I S T J Á N B . J Ó N A S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.