Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 2004 11 Var óánægjan með Harald hárfagra eina ástæðan fyrir landnámi Íslands? SVAR: Í Landnámabók er sagt frá rúmlega 400 landnámsmönnum Íslands. Af þeim eru um 30 sagðir hafa flúið til Íslands undan of- ríki Haralds konungs hárfagra eða af ein- hvers konar missætti við hann. Meðal þeirra voru nokkrir sem námu stór lönd og áttu mik- ið undir sér á Íslandi, Skalla-Grímur Kveld- úlfsson á Borg á Mýrum, Þórólfur Mostrar- skegg á Hofsstöðum á Snæfellsnesi, Geirmundur heljarskinn á Geirmundarstöðum á Skarðsströnd og Hásteinn Atlason á Stokkseyri. Á hinn bóginn eru þrír landnáms- menn sagðir hafa farið til Íslands að ráði Har- alds konungs. Af þessu verður lítið ályktað með vissu. Um flesta landnámsmenn er það svo að engar sagnir eru um ástæður þeirra til að leggja upp í landnámsferð, og enginn getur vitað hve margir þeirra kunna að hafa flúið það umrót sem Haraldur hárfagri olli í Noregi með því að leggja landið undir sig og stofna þar sam- fellt konungsríki. Á hinn bóginn er ekki útilokað heldur að einhverjar sögur Landnámu af flótta undan ofríki Haralds séu síðari tíma hugarburður og skáldskapur. Þessar sögur voru ekki skráðar fyrr en tveimur til fjórum öldum eftir land- nám, og kann að vera að flótti undan Haraldi hafi orðið að sagnaminni í skálduðum sögum af landnámsmönnum. Veigamestu rökin gegn því að eigna áhrif- um Haralds hárfagra landnám Íslands eru þó þau að landnámið var augljóslega aðeins hluti af langvarandi og víðtækri útrás norrænna manna frá Skandinavíu, útrás sem við erum vön að kalla víkingaferðir. Þær byrjuðu ekki síðar en rétt fyrir alda- mótin 800, meira en hálfri öld áður en Har- aldur hárfagri fæddist. Á þeim tíma segir frá árásum norrænna víkinga á klaustur í Eng- landi; síðar lögðu þeir undir sig lönd á Írlandi, Skotlandi, Mön, Suðureyjar, Orkneyjar, Hjaltland og Færeyjar, áður en þeir náðu til Íslands. Þeir fóru rænandi með vesturströnd Evrópu og inn í Miðjarðarhaf, sóttu suður eft- ir fljótum Rússlands og réðust jafnvel á sjálf- an Miklagarð, höfuðborg Austrómverska keisaradæmisins. Augljóst virðist að rétt sé að telja landnám Íslands hluta af þessari miklu hreyfingu, sem hélt svo áfram til Græn- lands og meginlands Norður-Ameríku. Hvað olli þá víkingaferðunum og þar með landnámi Íslands? Á 19. öld var talið að of- fjölgun fólks á Norðurlöndum væri helsta or- sökin, og var hún einkum rakin til þess siðar norrænna karlmanna að geta börn með mörg- um konum, vera fleirkvæntir og halda frillur. Á 20. öld varð mönnum ljósara að offjölgun fólks á ákveðnum svæðum veldur sjaldan út- rás; flest fólk lifir við skort heima fyrir, deyr út af í hungursneyðum og leysir offjölgunar- vandann þannig tímabundið. Því var tekið að leita að jákvæðari orsökum víkingaferða. Giskað var á að kannski hefði þurrara loftslag gert járnvinnslu auðveldari og bætt þannig möguleika fólks á að nota verkfæri til að fá meira út úr náttúrunni. Í austurhéruðum Noregs hefðu menn lagt und- ir sig meira ræktarland; í þröngum fjörðum vesturstrandarinnar, þar sem þess var ekki kostur, hafi menn smíðað sér skip og vopn og lagt út á hafið. Loks hefur upphaf víkingaferða verið rakið til þess að íslamstrúar Arabar lögðu mikinn hluta Miðjarðarhafsins undir sig á 7. og 8. öld. Við það færðust verslunarleiðir kristinna manna norðar um Evrópu, Norðurlandamenn komust í kynni við millilandaverslun og fóru að smíða sér haffær skip til að geta stundað hana sjálfir. Þessa miklu sæfarendur hlaut fyrr eða síð- ar að reka vestur yfir Norður-Atlantshafið, þannig að þeir uppgötvuðu Ísland. Að vissu leyti er meira undrunarefni hvers vegna það byggðist ekki löngu fyrr, því ekki munu mörg jafnbyggileg lönd á jörðinni hafa verið óbyggð fólki svo lengi. Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við HÍ. Hvað merkir peningaþvætti? SVAR: Talað er um að þvo peninga eða pen- ingaþvætti þegar uppruni illa fengis fjár er hulinn svo að þess virðist hafa verið aflað með löglegri starfsemi. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að upp komist að einhver á illa fengið fé en gera honum engu að síður kleift að nota það. Sem dæmi má nefna að maður sem situr uppi með mikið af seðlum sem eru afrakstur þjófnaðar eða fíkniefnasölu á væntanlega erf- itt með að útskýra fyrir viðskiptabanka sínum hvers vegna hann vill leggja svo mikið reiðufé inn á reikning. Það myndi líka vekja athygli ef hann reyndi að kaupa sér dýran bíl eða fasteign og greiddi fyrir með reiðufé. Þess vegna er freistandi fyrir hann að þvo féð, það er láta líta út fyrir að þess hafi verið aflað heiðarlega. Hann gæti til dæmi fengið kunningja sinn sem rekur verslun sem hefur miklar tekjur í reiðufé til að taka við fénu og setja sig á launaskrá í staðinn. Þá fær hann reiðufénu breytt í laun sem hann getur lagt inn á bankareikning og tekið þaðan út og not- að án þess að mikið beri á því. Peningaþvætti er ólöglegt, bæði á Íslandi og víðast hvar annars staðar, þótt misjafnt sé hve langt er gengið í að uppræta það. Um þetta fjalla lög nr. 80 frá 1993 með síðari breytingum um aðgerðir gegn peningaþvætti. Þau lög leggja meðal annars ríka skyldu á fjármálastofnanir að reyna að koma í veg fyr- ir að þær séu notaðar til peningaþvættis. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ. FÓRU MENN TIL ÍS- LANDS ÚT AF HARALDI? Hvernig urðu beygingar til í tungumálum, eru ljón hættuleg mönnum, hvernig mynduðust Kvosin og Tjörnin í Reykjavík, hver er réttur barna til einkalífs og hvað merkir hver röndóttur. Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svar- að að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDI D ökkgrænar eiturnálar ýviðarins mynda sterk litahvörf í hvítaheimi nor- ræns vetrar. Þetta sígræna tré af furuætt nær háum aldri og stendur fyrir þrautseigju í mótlæti, oft gróðursett á útfararstöðum, en var á tímum víkinga notað í stríðsboga, svo sem íslenska rúnakvæðið ber vitni um: „Ýr er bendur bogi/ og óbrotgjarnt járn/ og fífu fárbauti.“ Rúnin er hér tengd dauðatólum, ljám og vopnum, föður Loka sem Fár- bauti hét, en í norska kvæðinu er dregin upp flóknari mynd: „Ýr er vet- urgrænstur viða; vant er, er brennur, að svíða.“ Viðurinn er sígrænn, líkt og sagt var um veraldartréð, en hvers kyns er hinn sári bruni sem um er rætt? „Ýr nær til alls,“ segir í Abecedarium Nordmanicum. Hvað er betur við hæfi en rúnarófinu ljúki með táknmynd dauðans sem öngvu eirir; með bruna Yggdrasils í fylling tímans, en þar utan mun Ýrsformið hafa verið notað sem rún dauðans, Todesrune, meðal ger- manskra þjóðflokka. Form Ýrs var í öndverðu kennt við eihwaz og vísaði á súlu Yggdrasils, samkvæmt Edred Thorsson, braut íkornans Ratarosks, sem rennur með öfundarorð upp og niður stólpann. Rúnin nær samkvæmt þessu yfir tilverusviðin þrjú, himna, jörð og undirheim, séu þau hugsuð á lóðréttum ás. Ýrsrún íslenska rúnastafrófsins tók aftur form elhaz-rúnarinnar í arf, elgur varð ýr, en þau tengsl koma ekki fram í rúnakvæðunum. Sumir kunna að greina spennu innan táknsins í ljósi þessa, jafnvel þversögn, það var í senn haft um dauða og upp- risu, en ekki má gleyma margræðni sumra tákna – að sitthvað er dauði og tortíming. Dauða sinn ber maður hver hið innra, enda spegla form Manns og Ýrs hvort annað, líkt og Nauðar og Óss, ekki af tilviljun heldur fyrir dýpri rök sem íslenskt skáld, Gunnar Gunnars- son, hefur fært í orð manna best á þessari öld: „Sá, sem var nógu heill, ákveðinn, sterkur og stórlát- ur til að hlíta sköpum sínum, hvert svo sem þau leiddu hann; bjóða þau velkomin þá ekki sízt, er þau færðu honum hrun valda og vegsemdar; ját- ast þeim fúslega jafnvel í dauðanum, – þeim manni gat ekkert, sem „illt“ verður talið á hrinið. Hann slapp lifandi og með örlög sín óskoruð gegnum hlið Heljar.“ Spurt er í djúpin og svarið er óbrigðult sem fyrr. Þótt stofninn sviðni í logum elds og elli, hugar sem náttúru, þá tekur nýtt líf við af því fyrra að eilífu, svo framarlega sem menn hlíti sköpum. Tréð er stöðug umbreyting vaxtar og hnignunar; „Hjörtur bítur of- an,“ segir í Völuspá, „skerðir Níðhöggur neðan“, eitt er öðru háð, en lifi menn í samræmi við lögmál Yggdrasils, þá sigra þeir dauðann, Fárbauta. Þetta grundvallast á því að örlög séu „óslitinn dómsdagur í sálu mannsins, skapi og blóði: sjálfdómur, er úr djúpum vit- undar einstaklingsins færir heildinni þrotlaust, færir öllu mannkyni fulla vitneskju, án undandráttar jafnvel leyndustu raka, um frjómagn stofnsins og ástand…“ Því örlög eru ekki aðeins ytra fyrirbæri þótt þau eigi sér úthverfa ásýnd; örlög eru innri sem ytri líf- heild, ekki fyrir aukvisa, því sá sem þau axlar gjörist þáttur í skapandi framvindu, hlaðinn takmarkalítilli ábyrgð til allra hliða, eins og skáldið komst að orði; örlög krefjast trúar og heilinda, jafnt í meðbyr sem mótvindi, því að öðrum kosti festumst við í síðkvöldi vetrar, kaldavermslin breytast í eiturbrunn, og við rætur trésins myndast sveppagróður fúa og rotnunar, – eldskírn dauðans reynist okkur um megn. RÚNAMESSA LESBÓKAR Morgunblaðið/Jim Smart „Þetta sígræna tré af furuætt nær háum aldri og stendur fyrir þrautseigju í mótlæti, oft gróðursett á útfararstöðum, en var á tímum víkinga notað í stríðsboga.“ ÝR RÚNALÝSING 16:16 M AT T H Í A S V I Ð A R S Æ M U N D S S O N LISTASAFN KÓPAVOGS gerðarsafn, hamraborg 4 12. desember - 22. febrúar opnunartímar: alla daga nema mánudaga kl. 11 - 17 leiðsögn: miðvikud. og fimmtud. kl. 12 laugard. og sunnud. kl. 15 www.carnegieartaward.com Nina Roos, Untitled from Habbit Suddenly Broken c a r n e g i e a r t awa r d 2 0 0 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.