Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						lýgur ekki og með þessum rannsóknum mínum
passa ég inn í þessar einkalífsrannsóknir hér á
sýningunni.
En þessar ljósmyndir af augunum; þau eru
speglar sálarinnar. Þau eru eini hluti líkamans
þar sem eru raunverulegir litir. Augun eru líka
eins og ljós, með þennan svarta depil í miðjunni
og þar fyrir innan er manneskjan. Í skápnum er
ég síðan með niðursneidda konu og hef valið liti
og ávexti með hverjum líkamshluta.? 
Þórdís Alda kveðst skoða lífshætti nútíma-
mannsins. ?Ég vinn út frá þessu smáa sem um-
lykur okkur,? segir hún. Hún leitaði til hóps
fólks og fékk hjá því smáhluti sem hafa dagað
uppi og ekki verið fleygt; hversdagshluti sem
kunna samt að hafa persónulega sögu. ?Við eig-
um öll þetta dót, það endar í kössum eða skúff-
um og er aflagt nema eitthvað komi upp á. Þetta
er ákveðinn endapunktur innan heimilisins. Ég
nýti mér þessa afganga, ber þá á borð og kem
fyrir í hirslum ? eins og um sagnfræðilegar
heimildir væri að ræða.
Flestir Íslendingar virðast eiga bréfaklemm-
ur, gamla penna og skrúfur. Það er oft gaman að
sjá hvað við getum verið lík innbyrðis. 
Á sýningunni eru líka leikföng fullorðna fólks-
ins; allir vilja nýtt sjónvarp eða nýjustu gerð af
hraðsuðukatli eða kaffikönnu. Það er alltaf verið
að skipta hlutum út. Við erum eins og krakkar
sem fara inn í leikfangaverslun og vilja nýjan
bíl, þótt þeir eigi marga nýja bíla. Við erum svo
miklir þrælar auglýsinga og upplýsingastreym-
isins. Fólk er orðið svo ómeðvitað um hvað það
vill og þarf og kærir sig um í raun og veru,? seg-
ir hún. ?Hugurinn nær sjaldnast yfirvegun og
ró, áreitið er svo gífurlegt. Ég er ekki með neina
ádeilu, heldur er ég að skoða þetta munstur.
Endurtekningar í daglega lífinu eru spennandi
og ég notfæri mér þær við að koma þessu öllu í
form, og vinna um leið með liti og ýmis efni.?
?Við spönnum ólík svið í verkum okkar, þótt
þau tengist öll litrófi mannlífsins,? segir Ragn-
hildur að lokum.
Í vestursal Kjarvalsstaða hafa 
þrjár listakonur komið fyrir fjölbreyti-
legum þrívíðum verkum sem þær
opna sýningu á í dag. Þær Anna Eyj-
ólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og
Þórdís Alda Sigurðardóttir kalla sýn-
inguna Óra um ást og smásmugu-
legar einkalífsrannsóknir. Í samtali
við EINAR FAL INGÓLFSSON sögðu
þær sterka kvenlega þætti í verk-
unum en annars væri þeim ekkert
mannlegt óviðkomandi.
Anna Eyjólfsdóttir: Kóngablár.
Þórdís Alda Sigurðardóttir: Sögulegt yfirfall.
Ragnhildur Stefánsdóttir: Íris.
ÁRUR, AFGANGAR,
GOTT OG ILLT
Þ
etta eru þrjár einkasýningar en
við sýnum saman því það liggja
sameiginlegir þræðir á milli okk-
ar og verkanna,? segir ein.
?Við erum allar mynd-
höggvarar,? segir önnur.
?Og allar í áþreifanleg-
um, þrívíðum verkum;
þótt við séum líka komnar út í ljós-
myndirnar,? bætir sú þriðja við.
Það gengur mikið á hjá þeim Önnu,
Ragnhildi og Þórdísi Öldu við uppsetn-
inguna. Þórdís stillir upp verkum sem
byggjast á safni hversdagslegra hluta,
sem hafa verið í eigu fólks sem hún þekk-
ir. Anna er að smíða bátslaga tréramma
utan um stóran bláan sekk; hún er líka
komin með sjónvarpstæki og eftirmyndir af
börnum í salinn. Ragnhildur er að vinna með
tólf ljósmyndir af augum, en bíður einnig eftir
skúlptúrum af árum fólks. Fyrir utan salinn
standa þrír háir skápar, vönduð smíð. Í þá raða
listamennirnir verki eða verkum, hver í sinn
skáp.
Þórdís Alda segir að við undirbúning sýning-
arinnar hafi umræður verið góðar, skilningur
ríkt um hugmyndafræði verkanna og að það
hafi styrkt heildina.
?Svo þegar við erum að koma inn með þessi
nýju verk sjáum við ennþá betur ýmsar teng-
ingar á milli þeirra,? bætir Ragnhildur við.
Anna segir að þær séu líka allar nokkuð póli-
tískar í verkunum. ?Þetta er ákveðin kvenna-
pólitík. Við erum með viss skilaboð, eða umfjöll-
unarefni.?
?Þegar ég byrjaði að vinna þessi verk mín, þá
ákvað ég að hafa gaman af,? segir Þórdís.
?Tímabilið þegar hugmyndirnar eru á þeytingi
út og suður getur verið spennandi. Eitt er valið
og öðru hafnað.
Þegar vinnan sjálf hefst er líka margt sem
kemur til álita varðandi útfærslu. Þetta veldur
bæði spennu og vellíðan.?
Þegar Anna er beðin að lýsa viðfangsefni sínu
nánar segist hún vinna út frá hugmyndum um
jákvæð og neikvæð viðbrögð, hið góða og hið
illa. Það sem getur misfarist hjá mönnunum.
?Annars vegar er ég með hugmyndina um para-
dís og hins vegar ofbeldi eða misbeitingu, hvort
sem það er misbeiting á fólki eða á valdi.?
Anna hefur komið stóru epli fyrir uppi á
háum stöpli og segir að þannig hafi það verið í
paradís, það þurfti að hafa talsvert fyrir því að
ná því. ?Á sýningunni les barn upp úr sögu
Muggs um Dimmalimm en ég er meira að fjalla
um það þegar fólk ætlast til þess að börn séu
fullorðin löngu fyrir tímann.?
Anna segist nota ýmiss konar tákn, þau séu
saklaus á yfirborðinu en undirtónninn er sterk-
ur. 
Ragnhildur er hins vegar að vinna með árur.
Hún hefur gert mót af líkömum og beitir við það
hefðbundnu afsteypuferli, sem hún vinnur síðan
lengra í plastefni.
?Verkið er hugsað sem sneið eða hluti af áru
líkamans. Áran endurspeglar ástand líkama og
sálar.
Á vísindalegan hátt er hægt að taka ljósmynd
af árum, með svokallaðri kirlian-tækni. Áran efi@mbl.is
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
?
MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 2004
ALISTAIR Macintyre opnar einnig
sýningu í Listasafni Reykjavíkur á
Kjarvalsstöðum kl. 16 í dag. Um er að
ræða einkasýningu í miðrýminu undir
yfirskriftinni Veran í deginum. 
Alistair er breskur listamaður sem
dvalist hefur hér á landi um nokkurt
skeið og unnið að list sinni.
Mætti kalla ísþrykk
Í fréttatilkynningu segir meðal ann-
ars: Undanfarin ár hefur hann gert
verk sem hann kallar teikningar en
mætti kannski líka kalla ísþrykk. Við
gerð þeirra notar hann stórar ís-
blokkir sem hann staðsetur á pappírs-
örkum og lætur bráðna. Í ísblokk-
unum hefur hann komið fyrir
járnformum sem fyrr eða síðar lenda
á yfirborði pappírsins og ryðga þar.
Niðurstaðan er heillandi verk þar
sem stöðugt kallast á tilhneiging
mannsins til að sveigja náttúruna að
sínu höfði og tilviljanakennt ferli
náttúrunnar.? 
Sýningarnar standa báðar til 28.
mars.
Eitt verka Alistairs Macintyre.
Veran í
deginum 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16