Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 4
 HANS Fróði Hansen, færeyski varnarmaðurinn hjá Fram, verður ekki með gegn Keflavík í úrvals- deildinni í knattspyrnu í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í bikarleikn- um gegn sama liði á mánudag. Sam- kvæmt vef Fram ætti hann ekki að missa af nema einum leik.  HELGI Valur Daníelsson, miðju- maður Fylkis, fór af velli eftir aðeins rúmlega 6 mínútna leik gegn ÍA í gærkvöld. Helgi stífnaði upp í baki og gat ekki haldið áfram. Björgólfur Takefusa og Guðni Rúnar Helgason voru ekki í liði Fylkis vegna meiðsla.  HARALDUR Ingólfsson, vinstri kantmaður ÍA, var borinn af velli eft- ir að hann skoraði annað mark liðs- ins gegn Fylki í gærkvöld. Bjarni Halldórsson markvörður Fylkis braut á Haraldi sem var með svöðu- sár, nánast frá hné og niður að ökkla. Það vakti athygli að Bjarni fékk ekki einu sinni tiltal fyrir brotið.  BOLTON hefur gert tveggja ára samning við Rahdi Jaidi frá Túnis. Jaidi er 28 ára varnarmaður og á að baki 68 landsleiki fyrir Túnis sem varð Afríkumeistari í fyrra.  MARK Palios einn af æðstu mönn- um enska knattspyrnusambandsins hefur neitað fréttum þess efnis að Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, sé með 4 milljónir punda í árslaun. Sagði hann að laun hans væru mun lægri.  BANDARÍSKI hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong og sveit hans vann tímatökuáfanga í Frakklands- hjólreiðakeppninni, Tour de France, í gær. Með þessum sigri tók Arm- strong forustu í heildarkeppninni en hann freistar þess nú að vinna keppnina sjötta árið í röð.  TOYOTALIÐIÐ staðfesti í gær það sem verið hefur orðrómur um hálfs árs skeið; Ralf Schumacher verður keppnisökuþór hjá liðinu næstu þrjú árin í Formúlu eitt kapp- akstri og yfirgefur hann þar með herbúðir Williams í síðasta lagi um næstu áramót. Toyota segist ákveða undir lok vertíðarinnar hver verður liðsfélagi Ralfs. FÓLK Þórður Þórðarson, markvörðurÍA, sagði við Morgunblaðið eftir leik að hann tryði varla því sem gerðist. „Við vorum værukærir og sofnuðum á verðinum undir lok- in. Fylkismenn áttu ekki möguleika gegn okkur, eink- um í fyrri hálfleiknum og það var svekkjandi að missa þessi tvö stig. Fylkismenn refsuðu okkur svo sannarlega en ef við spilum áfram eins og við gerðum í 75 mínútur, erum við í góðum málum. Við skoruðum tvö mörk, þau gátu ver- ið fleiri, og spilið var með því besta sem við höfum sýnt í sum- ar,“ sagði Þórður. Ef undan er skilin fyrsta mínúta leiksins þar sem Fylkir byrjaði af krafti og fékk gott færi sem Sævar Þór Gíslason nýtti ekki, réðu Skagamenn lögum og lofum á vell- inum. Þeir léku eins og þeir sem valdið hafa, ráku Fylkismenn aftur að eigin marki og áttu nokkrar góðar skottilraunir sem geiguðu. Fylkir var einu sinni nálægt því að skora, Eyjólfur Héðinsson átti glæsilegt skot af 35 metra færi og Þórður varði naumlega í horn. Eft- ir það sást ekki til Fylkismanna í vítateig ÍA fyrr en undir lok leiks- ins. Sóknarþungi Skagamanna hefur ekki alltaf skilað þeim miklu í sumar en nú skoruðu þeir í tví- gang á síðustu 13 mínútum fyrri hálfleiks. Grétar Rafn Steinsson og Haraldur Ingólfsson voru þar að verki. Staðan 2:0 í hálfleik. Sami gangur hélt áfram í seinni hálfleik, ÍA réð ferðinni en Fylk- ismenn komust ekkert áleiðis. Þriðja mark gestanna lá frekar í loftinu en að Árbæingar minnkuðu muninn, enda vart heil brú í nokkru hjá þeim síðarnefndu. En með Ólafi Pál Snorrasyni, sem kom til leiks rúmum 20 mín- útum fyrir leikslok, færðist nýr kraftur í Fylkismenn, sem tóku loks að sækja. Þeir ógnuðu þó ekki marki ÍA fyrr en Ólafur Stígsson minnkaði muninn í 2:1 þegar 9 mínútur voru eftir. Við það kvikn- aði heldur betur á þeim og þremur mínútum síðar jafnaði Ólafur Páll, eftir að Þórður hafði varið víta- spyrnu frá Finni Kolbeinssyni. Og í lokin voru það Fylkismenn sem virtust nær því að skora þriðja markið en það hefði hinsvegar ver- ið algjört rán – enda áttu þeir þetta eina stig sem þeir fengu alls ekki skilið. Vorum ótrúlega lélegir í 80 mínútur „Við vorum ótrúlega lélegir í 80 mínútur en sýndum seiglu síðustu 10 mínúturnar og spiluðum þá loksins eins og við eigum að geta. Þetta var alls ekki sanngjarnt en nú vita Skagamenn hvernig okkur leið eftir fyrri leikinn gegn þeim á Akranesi þar sem þeir náðu stigi sem þeir áttu ekki skilið,“ sagði Þórhallur Dan Jóhannsson, eini leikmaður Fylkis sem lék af eðli- legri getu allan tímann. Ólafur Stígsson náði sér á strik þegar hann var færður framar á miðjuna seinni hlutann og þáttur Ólafs Páls gerði útslagið fyrir Árbæinga. Skagamenn léku á löngum köfl- um eins og þeir sem valdið hafa, og sýndu þá tilþrifin sem stuðn- ingsmenn þeirra hafa lengst af beðið eftir í sumar – tilþrifin sem leiddu til þess að margir töldu þá sigurstranglega í deildinni í upp- hafi móts. Miðjumenn Fylkis höfðu lítið í Grétar Rafn Steinsson og Julian Johnson að gera, þeir voru báðir firnasterkir og sívinnandi, og það stórsá á Skagaliðinu þegar Grétar fór af velli stundarfjórð- ungi fyrir leikslok. Það hefði vel getað notað krafta hans á lokakafl- anum þegar allt púður var skyndi- lega úr liðinu. Morgunblaðið/ÞÖK Sævar Þór Gíslason, Fylki, og Hjálmur Dór Hjálmsson, ÍA, berjast um boltann á meðan Finnur Kolbeinsson fylgist með. Sofnuðu í lokin SKAGAMENN fengu í gærkvöld að sannreyna þá sígildu speki að knattspyrnuleikur stendur í 90 mínútur. Eftir að þeir höfðu haft talsverða yfirburði gegn Fylkismönnum í Árbænum gáfu þeir eftir á lokakaflanum og misstu öruggan sigur niður í jafn- tefli, 2:2, þegar heimamenn skoruðu tvö mörk á þremur mín- útum undir lok leiksins. Fylkir náði þar með tveggja stiga for- ystu á FH á toppnum en Skagamenn misstu af tveimur dýrmætum stigum sem hefðu komið þeim í vænlega stöðu á hælum efstu liðanna. Víðir Sigurðsson skrifar Fylkir 2:2 ÍA Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeild karla, 10. umferð Fylkisvöllur Miðvikudaginn 7. júlí 2004 Aðstæður: Gola, milt veður, völlurinn ágætur Áhorfendur: 1.139 Dómari: Garðar Örn Hinriksson, Þróttur R., 2 Aðstoðardómarar: Hans Scheving, Einar Guðmundsson Skot á mark: 10(5) - 17(8) Hornspyrnur: 3 - 4 Rangstöður: 4 - 2 Leikskipulag: 4-3-3 Bjarni Halldórsson Kristján Valdimarsson Þórhallur Dan Jóhannsson M Valur Fannar Gíslason Gunnar Þór Pétursson Helgi Valur Daníelsson (Ólafur Valdimar Júlíusson 7.) (Ólafur Páll Snorrason 68.) M Ólafur Ingi Stígsson M Finnur Kolbeinsson Eyjólfur Héðinsson Kristinn Tómasson (Þorbjörn Atli Sveinsson 59.) Sævar Þór Gíslason Ólafur Páll Snorrason M Þórður Þórðarson M Hjálmur Dór Hjálmsson Gunnlaugur Jónsson Reynir Leósson M Andri Lindberg Karvelsson Julian Johnsson M Pálmi Haraldsson Grétar Rafn Steinsson M (Kári Steinn Reynisson 74.) Ellert Jón Björnsson M Stefán Þ. Þórðarson M (Hjörtur J. Hjartarson 60.) Haraldur Ingólfsson (Guðjón H. Sveinsson 46.) 0:1 (32.) Ellert Jón Björnsson lék glæsilega á Val Fannar Gíslason, komst að endamörkum hægra megin og sendi fyrir markið. Haraldur Ingólfsson hitti ekki boltann fyrir opnu marki en Grétar Rafn Steinsson var við öllu búinn í markteignum og kom boltanum yfir marklínuna. 0:2 (44.) Stefán Þ. Þórðarson átti glæsilega sendingu innfyrir miðja vörn Fylkis á Harald Ingólfsson. Hann lék upp að markinu með varnarmann á hælunum og náði að renna boltanum framhjá Bjarna markverði og í stöngina og inn, en Bjarni braut á honum í leiðinni og Haraldur var bor- inn slasaður af velli. 1:2 (81.) Ólafur Páll Snorrason sendi laglega upp hægri kantinn á Sævar Þór Gíslason, sem náði góðri fyrirgjöf. Ólafur Stígsson kom á fleygiferð inn í vítateig Skagamanna og skoraði með viðstöðulausu skoti. 2:2 (84.) Kristján Valdimarsson átti langa sendingu inn í vítateig ÍA þar sem Þor- björn Atli Sveinsson féll við. Lítil snerting var sjáanleg en dæmd var vítaspyrna sem Finnur Kolbeinsson tók. Þórður Þórðarson varði mjög vel, niðri í markhorninu hægra megin, en Ólafur Páll Snorrason var vel vakandi, fylgdi á eftir og sendi boltann í markið. Gul spjöld: Stefán Þ. Þórðarson, ÍA (25.) fyrir mótmæli  Ólafur Þórðarson, ÍA (25.) fyrir mótmæli  Gunnlaugur Jónsson, ÍA (28.) fyrir brot  Ólafur Ingi Stígsson, Fylkir (45.) fyrir brot  Ellert Jón Björnsson, ÍA (86.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.