Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 14
Jóhannes úr Kötlum: þorleifs þáttur frá Jarðlaugsstöðum / Sunnud.iginn 14. júlí sl. lézt á Elliheimilinu að Grund gamall vel- unnari minn, Þorleifur Erlendsson kennari, tveim árum betur en ní- ræður. Var honum vissulega orð- in þörf á hvíldinni, því mjög voru Iíkamskrafiar hans þrotnir, enda þótt sálarorka hans héldist furðu óskert frnm til hins síðasta. Með þessum öldungi er mér horfinn svo „kynlegur kvistur“ af fornri rót, að mér finnst ég enn áttavillt- ari í nútímanum en nokkru sinni fyrr og gríp því til þeirrar fró- unar að geta hans að nokkru, þótt lítið verði á því að græða fyrir aðra. Urn lífshlaup Þorleifs er þetta helzt að segja: Hann var fæddur að Jarðlangsstöðum á Mýrum 5. marz 1876 sonur Erlends Guð- mundssonar bónda þar o| Guðlaug ar konu hans Jónsdóttur, er lézt þegar sveinninn var á þriðja ári. Ólst hann s-íðan upp í föðurgarði á stóru heimili og reyndist snemma námfús, og þó einkum sönghneigður, enda var hann ekki nema milri tektar og tvítugs þeg- ar hann komst til lærdóms í org- anslætti hiá hinum þjóðkunna tón listarmanni Jónasi Helgasyni. Eftir það fékkst hann í og með við kennslustörí, þar til hann hóf skólagöngu að nýju og lauk kenn- araprófi ríá Flensborg rúmlega hálfþrítugur. Hófst svo hinn langi kennaraferill han3 og kom hann þar víða v’.ð, ekki einungis á Mýr- um og S’iæfellsnesi, í Borgarfirði og Dölurn, heldur jafnvel í Arnar- firði vestur, Breiðdal austur og Selvogi suður, auk pess sem hann var um skeið heimiliskennari bæði í Reykjavik og uppi á Hvalfjarðar- strönd. Það er til marks um viðleitni Þorleifs til endurhæfingar í starfi að rúmlega hálffertugur gerðist hann óreglulegur nemandi í Kenn- araskólanum einn vetrartíma, en árið eftir aflaði hann sér söng- kennaraprófs. Hálfsextugur að aldri fór nann svo til námsdvalar í Kaupmannahöfn og oftar mun hann hafa brugðið sér utan til að kynna sér skólanýjungar. Þegar hann loks lét af kennslustörfnm að fullu tveim árum yfir sjötugt gerð- ist hann um hríð umsjónarmaður við Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en bjó síðan einn að sínu fáein ár, unz sjálfsbjargarmöguleikar þrutu og hann nlaut, sjúkur og sár, að leita vistar á hjúkrunarheimili. En næsta illa undi hann þar hag sín- um fyrst í stað — eða þar til hann eignaðist sambýlismann sem var honum vel að skapi. Eftir það sætti hann sig mun betur við hlut- skipti sitt, enda naut hann allrar þeirrar umönnunar sem unnt var að láta í té. Þorleifur Erlendsson var um flest haría sérstæður persónuleiki: ekki aðsópsonikill fyrir mann að sjá né snurfusaður í háttum, enda mun sumum.hafa virzt að þar færi fáráðlingur nokkur sem hann var. En bak við kæki hans og gamal- gróinn sveitabrag duldist óvenju- lega næm og gerhugul greind, stál minni og fróðleikseign, ásamt hnit miðaðri og meinfyndinni frásagn- argáfu, þegar hann vildi svo við hafa. Varð flysjungum og oflátung um stundum hált á því að ætla að skemmta sér á hans kostnað, því honum tókzt ævinlega að af- vopna þá með einni markvissri setningu. Hinsvegar var hann grandvar maður og óáreitinn að fyrra bragði, einrænn nokkuð að eðlisfari, en gat þó orðið glaður meðal vina og tók gamansemi allra manna bezt, ef hann fann að hún var græzkulaus — og svo hollur var hann þeim sem liann tók tryggð við, að hann mátti ekkert hnjóðsyrði um þá heyra. Sumir kynnu að ætla að hinar tíðu til- færslur hans milli fræðsluhéraða hafi stafað af vanþóknun hlutað- eigenda á starfi hans, en það hygg ég fjarri sanni, því þrátt fyrir sér- leik sinn og hneigð til að fara eig- in götur, þar sem annarsstaðar, var hann merkilega fordómalaus og kunni því vel að laða að sér börn og unglinga, enda veit ég þess sönniir, að margir nemenda hans báru til hans langminnugan vinaihug. Hitt hygg ég hafa mestu ráðið um vistaskiptin, að hann hafi verið að leita þar nokkurrar til- breytingar um staðhætti og aðbún- að, enda hvort eð var hvarvetna um farkennslu eina að ræða, sem ekki var alltaf né alls staðar nein sérleg rósabraut. Ég kynntist Þorleifi fyrst fyrir um það bil hálfri öld og eftir það hélzt eitthvert samband okkar í milli og urðu ævinlega fagnafund- ir þegar við hittumst, því enda þótt honum þætti ég kannski stundum nokkuð flasfenginn í skoðunum, tók hann öllu slíku með stöku umburðarlyndi, eins og þegar hann með bliðlátri vork- unnsemi í röddinni afgreiddi bolsa þjónkun mína með svolátandi at- hugasemd: Ekkert skil ég í þér, Jóhannes minn, þetta vel af guði gerðum, að vera að binda trúss við þessa bölvaða rauðu vitleysu. — Og aldrei gleymi ég því, þegar hann náði mér einu sinni í rúm- 14 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.