Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Qupperneq 13

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Qupperneq 13
sjálfstæð, trúuð, hófsöm og starfs- glöð æska er það, sem ég heM vlldi óska þjóð minni og það, sem ég af vleikum mætti hefi viljað stuðla að.“ . Æska íislands og þjóðin öil mun minnast skáldkonunnar á þessum tímamótum ævi hennar, þakka frá- bær störf og árna henni allra heilla »meðan dagur er.“ Sjálfur þak-ka ég Margréti Jóns- dóttur — og þeim hjónum báð- irm — áigæta samfylgd og vlnáttu um áratuga skeið, og óska þeim alls velfamaðar á óförnum ævivegi. Ingimar Jóhannsson. Margrét Jónsdóttir, skáldkona, varð sóötíu og fimm ára 20. ágúst. Hún er svo landskunn af skáld- skap sí-num og ritstörfum, að þjóð hennar er gerður greiði með pví að minna á þessi tímamót í lífi hennar. Margrét er fædd að Árbæ í Holtum 20. ágúst árið 1893. For- eldrar hennar voru þau Jón Gunn laugur Sigurðsson sýsluskrifari í Rangárþingi og síðar bóndi í Hoif- görðum á Snæfellsnesi. En móðir Margrétar var Ste-fanía Jónsdóttir, bónda á Skjaldþingsstöðum, Vopna firði og síðar í Krossavík í sömu sveit. Margrét var ein af þeim ungu stúlkum samtíðar sinnar, sem þráði menntun, meira víðsýni, meira af andlegum verðmætum. Hún sat í 3. og 4. bekk Kvenna- skóla Reykjavíkur og myndi marg ur hafa látið þar staðar numið. Það þótti allgóð menntun á þeim tíma. En það var langt frá því, að þar með væri menntaþrá Margrét- ar fullnægt. Það þótti raunar ekk- ert aðkallandi nauðsynjamál að láta ungar stúlkur ganga menntaveg- Inn í þá daga, eins og það var kallað. En Margréti héldu engin bönd. Vorið 1915 sækir Margrét kenn- aranámskeið í Reykjavík, og var þá krókurinn farinn að beygjast að því starfi, sem hún gerði að ævistarfi sínu, hvort sem það hef- hr nú verið hennar heitasta áhuga- máil. Árið 1923 dve'lur Margrét á Hindsgavl á Fjóni til að safna þekkingu, menntun og andlegu víð- sýni. Kennarapróf tekur hún svo árið 1926. Síðan er hún enn á kcnnaranámskeiði í Vaðstena í Sví- þjóð, og nú virðist hún vita hvað hún vill. Árið 1935 heimsækir hún barnaskóla í Stokkhólmi og Kaupmannaliöfn. Mun Margrét hafa komið heim með léttan mal, en gldan sjóð þekkingar og mennt unar. Hún hafði n-ú fengið útþrá sinni svalað og kom nú heim með víðari sjóndeildarhring. Það kom henni vel, bæði sem kennara og skáldi og rithöfundi. Mörgum árum áður hafði Mar- grét verið að reyna kennarahæfni sína með því að gerast heimilis- kennari í Gullbringusýslu og sið- ar í Borgarfirði. En þegar hér er komið sögu verður Margrét kenn- ari við barriaskóla Reykjavíkur, eða nánar tiltekið við Austurbæjarskól- ann haustið 1930 er hann var stofnaður. En um áramótin 1943— 44 varð liún að láta af störfum við skólann vegna vanheilsu, sem hún fékk þó bót á síðar. Margrét hefur, auk kenn-slunnar sem hún rækti með ágætum á meðan heilsan leyfði, víða komið við í félags- og menningarmálum þjóðar sinnar. Meðal annars vann hún 1 stjórnskipaðri nefnd, sem ha-fði það verkefni að undirbúa lög- gjöf um barnavernd. Þetta var ár- ið 1930—31. Þá hefur Margrét unnið geysilega mikið starf fyrir Góðtemplararegluna allt frá áriinu 1918 og setið þar í trúnaðarstöð- um. Hún var meðal annars í fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar 1942 —43. Þá hefur hún ge-gnt marg- háttuðum trúnaðarstörfum í félags skap barnakennara og ennfremur í lestrarfélagi kvenna, svo að eitt- hvað sé talið. Hi-ns m-á svo ekki láita ógetið, að Margrét hefur allt- a-f staðið framarl-ega í sveit kenn- ara og al'ltaf sýnt m-ikinn áhuga á baráttumálum þeirra. Ekki þekki ég Margréti sem kennars en kunn ugir hafa sagt mér, að hún hafi alltaf verið fágætlega áhugasam- ur og duglegur kennari. Eftir að hún náði aftur heilsu sinni v»nn hú-n mörg ár við þjóðminjasafnið. Margrét átti sína tvo heima. Það var heimur skyldustarfanna, s-kól- inn og þau störf, sem honum fylgdu, en svo hins vegar heimur skáldskaparins og rit-starfanna. Sá heimur var bæði víður og fagur Ef ég man rétt hafa komið út eftir hana fjórar ljóðabækur: — Við fjöll og sæ. — Laufvindar blása. — líéðan dagur er. — Auk þess kom út úrval úr ljóðum hennar fyrir fáum árum. Ljóð Margrétar eru flest hugljúf og hlý. Þau eiga sér djúpar rætur í íslenzkri nátt- úru. Hún ann blómum og börnum og bera þess vitni að hún er mann vinur, ekki sízt barnavinur og henni lætur mjög vel að yrkja fyrir börn og um börn. Margrét er gáfuð kona og listelsk og sér fegurðina víða eins og títt er um listelskar sálir. Margrét gaf út eitt smá-sagna- safn: Ljósið í glugganum, en ekki hef ég lesið það. Þá hefur hún sent frá sér eigi færri en átta frumsamdar barna- og unglinga- bækur, og er þar fyrirferðarmest- ur flokkurinn um Toddu, sem varð á sinum tíma vinur allra telpna á landinu. Auk þess hefur hún þýtt jnargar bækur. Þá hefur Mar- grét skrifað mikið í blöð og tíma- rit, en gildasti þátturinn í þeim ritstörfum er ritstjórn hennar á Æskunni um 14 ára skeið. Hann verður lengi munaður. Þegar Mar- grét tók við ritstjórn þessa aldna og virðulega blaðs kemur þegar fram nýr og listrænn tónn, bæði í frumsömdu og þýddu ef-ni. Hún þýddi meðal annars margar sögur Selmu Lagerlöf og fór þannig með þaC efni, að það var eins og þessi ókrýnda skálddrottning væri þarna sjálf á ferð. Enda hafði Margrét að vonum miklar mætur á henni. Margrét getur nú litið til baka yfir langa ævi og glaðzt af verk- um sínum, bæði þeim, sem skráð eru í nokkur hundruð bar-nshjörtu, en einnig hinum, sem hún hefur fest á bók og gefið þjóð sinni, bæði í ljóðum og sögum. Á efri árum giftist Mar-grét göml um æskuvini sínum og úrvals- manni, Magnúsi Péturssyni, kenn- ISLENDINGAÞÆTTIR 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.