Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1968, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1968, Blaðsíða 15
75 ÁRA GUDJÓN HERMANNSSON bóndi í Skuggahlíö í Noröfjarðarhreppi G-uðjón Hermannsson, bóndi í Skuggahlíð í Norðfjarðarhreppi er 75 ára í dag. Hann er sem sé fædd- uir 15. september 1893, að Skugga- hlíð. Foreldrar hans, Hermann Davíðsson og Valgerður Torfadótt ir, bjuggu þar allan sinn búskap. Torfi afi hans bjó einnig í Skugga- hlíð. Og sjálfur hefur Guðjón alið allan sinn aldur þar, nema reri til fiskjar unglingnr frá Nesi túra og túra. Guðjón naut engrar skólagöngu. Hann varð ungur læs og fékk snemma í hendur þær námsbækur er þá þóttu ágætar mjög og raun- ar ómissandi: Landafræði Mortens Hansen og Helga-Kver og kveðst hafa lært báðar utan að. Má segja það væri upphaf á sjálfsnámi, sem orðið hefir næsta notadrjúgt svo sem síðar greinir. Guðjón hafði fullan hug á að komast til nárns, t.d. í búnaðarskóla, en þess var ekki kostur. Guðjón Hermannsson hóf eigin búskap í Skuggahlíð 1923. Ekki var byrjað stórt, bústofninn aðeins 34 ær og þrjár kýr, töðufall inn- an við 100 hestburði og engjar ekki góðar. En í tíð hans hefir mikil breyting orðið á býlinu og ræktunarlönd margfaldazt. Mynd- arlegt íbúðarhús var byggt 1931. Frá þvi á unglingsárum hafði Guðjón oft aðstoðað Þorstein Jakobsson póst á ferðuni hans milli Eskifjarðar og Seyðisfjarðar. Og þegar Þorsteinn hætti 1925 tók Guðjón við, Póstleiðin var hin versta í fjórðungnum og þó víðar væri leitað. Þessu starfi hélt Guð- jón j 15 ár og drýgði þannig naum ar tekjur af litlu búi. Einstök atvik varpaX stundum skýru ljósi yfir svið liðins tíma: Fyrstu póstferð sína fór Guðjón veturinn 1912, þá fylgdarmað- Ur Þorsteins. Snjóað hafði dögum saman og komin botnlauis ófærð um allar jarðir. Fyrsta dagleiðin var yfir Draugaskarð og á báti yfir Mjóafjörð að Borgareyri (póst- afgreiðsla). Geysilegt .snjóflóð var þá nýfallið í Norðurbyggð fjarð- arins gegnt Asknesi (hvalveiðastöð) og sú leið talin hættuleg. Næsta dag var því farið róandi i smábát með suðurlandinu inn að Firði. Þriðja dagleiðin var svo yfir Hrúta tind og Krókardalsskarð til Se.vðis- fjarðar. Þar höfðu þá einnig fall- ið miki] snjóflóð. Fjórða daainn er lagt upp frá Sevðisfirði kl. 4 að morgni og komið að Firði eftir 12 klst. Síðan átti að taka bátinn og róa út fjörð. En krapið úr flóð unum var þá tekið að frjósa sam- an og sjóleiðin ófær þar innfrá. Var þá gengið út að sunnan, fengn ir menn til að ferja yfir fjörðinn frá Kolbleikseyri og komið að Borgareyri kl. 11 um kvöldið. Fimmta dagieiðin er svo suður yf- ir Mjóafjörð. yfir Draupasikarð.' en þar skildi með pósti og aðstoðar- manni. Laun Þorsteins voru því 28 krónur fyrir ferðina og af því greiddi hann fylgdarmanni 10 krónur. — Þessu lík hefur lífsbaráttan tíð- um verið á Íslandi um áldir, köm sumum á kné en stælti aðra. fáa lét hún ósnortna. Nú er skipt um svið í sögu íslendinga. En reynsla kvnslóðanna er mikilsverð og má ekki leggjast í þagnarþey. Guðjón Hermannsson naut engr- ar skólagöngu á ungdómsárum eins og fvrr segir. En varla fyrir finnast þau trúnaðar- og félags- málastörf í sveit að hann hafi ekki gegnt þeim lengri eða skemmri tíma. Hann átti sæti í hreppsnefnd í bartnær þrjá áratugi og var odd- viti í 22 ár, er sýslunefndarmað- ur. formaður skólanefndar og for maður og gjaldkeri siúkrasamlass. Hann hefur t.d. venð í stiórn m ungmennaélags, Búnaðarfélags og Fiskiræktarfélags um árabií, í stjórn Kf. Fram frá 1934 og for- maður þess frá 1957 o.s.frv. Á þennao hátt hafa sveitungarn- ir gefið Guðióni í Skuggahlíð eink- unn fyrir frammistöðuna í siálfs námi á langri ævi. Fyrir fáum dögum hitti ég Guð- jón Hermannsson heima í Skugga- hlíð Þar er nú fólk á öllum aldri. Tensdasonurinn. Steinþór Þórðar- son, hefir tekið við húsforráðum. Guðjón genpur enn að störfum og er svo vel á sig kominn að erfitt er að hupsa sér að þar fari maður hálf áttræður. ,Og svo mii ið er víst. að þeir sem hámpa ktnning um um skaðsemi árevnslunnar verða að leita -annars staðar dæma, máli sínu til sönnunar. En Kirk.iu- bókum verður ekki hnekkt! Þano 13. nóvember 1930 kvænt- ist Guðjón frændkonu sinni. Val- gerði Þorleifsdóttur fra Hofi í Norðfirði. f. 1. maí 1901. Ha-fa þau eignazt fimtn börn, og eru þrjú þeirra á lífi, Herdís Valgerður hús ÍSLENDINGAÞÆTTIR 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.