Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 1
ZSLEJIfDIJra-AÞJETVIR Timans 16. TÖLUBL. — 3. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 11. NÓV. 1970 NR. 48 AÐALBJÖRG PÁLSDÓTTIR Aðalbjörg Pálsdóttir fæddist að Stóruvöllum í Bárðardal, 13. októ- ber 1891. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdóttur, Illugasonar í Baldursheimi og Páls Hermanns Jónssonar, Benediktssonar, Ind- riðasonar frá Fornastöðum. Móðir Sigríðar var Þuríður, dótturdóttir Ara á Skútustöðum, sem kominn var út af Þorleifi prófasti Skafta- syni. Móðir Páls á Stóruvöllum var Aðalbjörg Pálsdóttir, Jóakimsson- ar frá Hólum í Laxárdal, bróður Jóns Jóakimssonar á Þverá. Stóruvellir í Bárðardal voru fyr- ir marga hluta sakir merkileg bú- jörð, kostamikil og fögur en háð duttlungum náttúrunnar. Að baki bæjarins var víðáttumikil, há og brött fjallshlíð, gróin að mestu upp í brúnir og all víða með kjarri. Neðan fjallsins, beggja vegna bæj- arins, voru víðáttumiklar, renni- sléttar valllendisgrundir, sem óvíða áttu sinn líka. Voru þær hinar feg- urstu til slægna, þegar vel spratt og eru þeim er þær muna, full- sprottnar hávöxnu puntgrasi, sem bylgjaðist fyrir golunni, ógleyman legar. Neðan grundanna tóku við lyngmóar með fram Skjálfanda- fljóti. Beitiland fyrir sauðfé var gott og skammt til hinnar ágætustu af- réttar. Víðáttumikil útsýn var til norðurs og suðurs, allt til fjalla öræfanna, en til austurs horfðu við yfirlætislausar og mjúkar lín- ur Fljótsheiðar. Á kyrrum kvöld- um fyllti niður Skjálfandafljóts all an dalinn. En þarna var náttúran einnig óblíð og duttlungafull. Snjóflóð og skriður féllu úr fjallinu. í erfiðu árferði gat spretta grundanna ger- brugðizt og þá voru Stóruvellir engjalaus jörð. Skjálfandafljót var farartálmi, og klauf sveitina að FRÁ STÓRUVÖLLUM endilöngu, óreitt vikum saman i vor- og sumarvöxtum og illferj- andi fyrir straumkasti, illfært hest um á vetrum vegna krapafara og grunnstönguls, og þá illferjandi vegna flúða og grynninga. Einstaka sinnum undir ís, eða með breiðum skörum með bökkum, og þá þjóð- vegur eftir endilöngum dalnum. Allt þetta og miklu fleira myndaði umgerð um mannlífið á þessari merkisjörð og mótaði persónuleika þeirra er þar ólust upp og batt þá tryggðaböndum við stað og sveit sem engin örlög slitu. Enn fleira kom til, sem gerði Stóruvelli óvenjulegt bændabýli. Haustið 1888 var byrjað að efna til nýs bæjar. Var hann þá fluttur fjær brekkurótum, vegna snjó- flóðahættu og nú byggður úr höggnu grágrýti, steinlímdu. Fyrir mynd, og enda kunnátta, var sótt til Alþingishússins í Reykjavík. í þennan nýja steinkastala fluttu fyrstu ábúendur haustið 1890, en fleirbýlt var á Stóruvöllum. Páll og Sigríður fluttu þangað vorið 1891, og fyrsta barnið sem þar fæddist var Aðalbjörg, og var hún afmælisgjöf til föður síns, því þau áttu sama afmælisdag. Mannmargt var á Stóruvöllum og menning heimilisins í fremstu röð. Þar var sungið, leikið á hljóðfæri, lesnar bækur. Þar voru sKemmti- samkomur og miðstoð félagsmála í sveitinni. Félagslíf í Bárðardal var með ágætum, söngfélög, ung- mennafélag eitt hið elzta á land- inu, búnaðarfélag, lestrarfélag, kvenfélag. Frá Stóruvöllum lágu þræðir félagshyggju og félags- starfs um endilanga sveit og þeir þræðir voru óblíðum náttúruöflum sterkari. Jafnvel Skjálfandafljót, með duttlungum sínum og hama- gangi gat ekki slitið þá þræði. Ahugi á mannlífinu í öllum þess litbrigðum tendraði hugi fólksins og gerði þvi heitt um hjarta. Þessi áhugi og hjartahlýja entist því mörgu um langan aldur. Svo langorður hef ég orðið um Stóruvelli og Bárðardal af því að þar fékk Aðalbjörg Pálsdóttir upp eldi sitt og þroska. Allt þetta, sem lýst hefur verið, mótaði skapgerð hennar og var henni veganesti. Hún unni ekki einungis æskustöðv unum til hins síðasta, heldur höfðu þær mótað hana og orðið með- fæddum hæfileikum þroskameðal. Hún gerðist hin fríðasta atgervis- kona. Hún lærði að taka mótlæti með óbifandi ró og skapfestu og að sigra erfiðleika, en gefast ekki upp fyrir þeim. Áhugi hennar á blómum, fuglum, fjöllum, fossum. MINNING

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.