Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 29

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 29
fjgjgj m 131 RgUpjp E G ÞÓRHALLA JÓNSDÓTTIR FRÁ HAFRAL/fK Fædd 25. nóvember 1886. Dáin 15. október 1970. Fyrir skömmu var til hvíldar bor in frá Akureyrarkirkju, Þórhalla Jónsdóttir, Hamarsstíg 33, þar í bæ. Hún fæddist á Ytra-Fjalli í Að- aldal 25. nóvember 1886 og andað- ist á Akureyri 15. þ.m. Ytra-Fjalls- baðstofa, fæðingarhús hennar, stendur enn uppi og er eina bað- stofan í hreppnum fyrir utan G renjaðarstaðarbaðstof u. Foreldrar Þórhöllu voru Jón Frí mann Jónsson frá Reykjum og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir skálds á Helluvaði. Þau bjuggu lengi í Brekknakoti í Reykjahverfi og þar ólst Þórhalla upp. 18. júlí 1909 giftist hún Konráði Vilhjálms syni á Hafralæk í Aðaldal. Hann var þá barnakennari. Þau bjuggu á Hafralæk í liðug 20 ár, en fluttu til Akureyrar vorið 1930 Um það leyti urðu margháttað- ar breytingar á svipmóti Aðaldals. Séra Helgi Hjálmarsson á Gremjað- arstað hætti prestsskap og flutti til Reykjavíkur og allt hans skyldu lið. Þar var stórbú og fjöldi fólks. Annað stórheimili, Múlaheimilið hvarf og úr dalnum. Helgi og Karó tina og öll þeirra börn fluttu og lá leið þeirra til Húsavíkur. Hrepp- stjórinn, Jóhannes á Fjalli andað- ist snögglega. Og Konráð og Þór- halla á Hafralæk fóru alfarin til Akureyrar, og ungmenni þeirra öll: Kristín, Hólmfríður, Steinunn, Gísli. Líka var verið að búta stór- staðinn, Grenjaðarstað niður og Sera að 5 býlum, eða öllu heldur þó 6. Það var þá, sem Friðfinnur í Skriðu lagði leið sína til höfuð- borgarinnar í fyrsta skipti á æv- inni og fór á fumd valdsmanna í Ukisstjórn og kirkjuhöfðingja og iékk þvi afstýrt að sjálít prests- Setrið væri lagt niður. Grenjaðar- staður fé'kk að vera Grenjaðarstað- ÍSLENDINGAÞÆTTIR ur í smækkaðri mynd. För Frið- finns varð ailfræg. Það er mikill missir einu sveit- arfélagi, þó sæmilega liðað sé, að þrjú mikil heimili hverfi svo til samtímig. Tuttugu manna fækkun í einu. Allt þetta smækkaði ásýnd Aðaldals. Það leyndist engum, og allra sízt þeirn, sem reyndu að láta sem ekkert væri. Að vísu komu fljótlega menn í manna stað. Þetta er sögukafli úr bók sveitanna og um leið kafli úr sköpunarsögu bæj anna. Þeirra hefur ábatinn orðið en sveitarinnar skaði. Hver metur það þar og virðir ábatann? En hvað um það. Dalurinn har-maði missi sinn, en gat ekki að gert. Ráðabreytni Konráðs og Þór- höliu var á margan hátt eðlileg. Þó Konráð væri bóndi af lífi og sál og allar hans rætur lægju all- djúpt í jörð niður í heimahögum hneigðist hann iíka til margra an-n arra hluta, sem hann gat ekki sin-nt heima á Hafralæk að neinu ráði. Á Akureyri ætlaði hann sér að fá tóm til að sinna hugðarefn- um öðrum en búskapnum Á Akur eyri skrifaði hann að mestu sína Þin-geyingaskrá, stundaði kennslu, ritstjórn, kom út ljóðmælum sín- um og kom að orðfimi sinni við þýðingar. Fleira mætti telja. Heima í Aðaldal sinnti Þórhalla mikið féla-gsmálum og blandað/ geði við aðra. Hún var ungmenna- félagi af lífi og sál og áberandi í kvenfélagasamtökum. Hvasst gat stundum orðið kringum hana á ungmennafélagsfundum. Því húii var jafnan aðsópsmikii en Iíka glæsileg mjög svo af bar í allri framkomu. Hún var skarpgreind. Hún strjálaði u-m sig glaðværð og átti til að vera dálítið ertin Og aldrei skar hún utan af meiningu sinni, sem jafnan var ákveðin og hiklaus. Á hveitibrauðsdögunum nefndi Konráð hana „sól sína í kvennaflokki“ í vísu. Það var vel að orði komizt. Ekki mun hún hafa notið mikillar skólavistar í sæku fremur en þá var títt. Samt var hún einhverjar vikur á einka- heimilum ágætum og naut þar til- sagnar. í kringum Þórhöllu var aldrei logn. Þar var heldur aldrei dimmt. Þegar skruggur þéttust um hana gat hún vel sagt og staðið við það. „Drepi sorg á dyr hjá mér til dyranna ég reyndar fer og segi: Ég í önnum er og ekki sinni ég þér“. Vart voru þau Hafralækjarhjón búin að koma sér til fulls f.yrir á Oddeyri og allur þeirra fríði barna hópur, er Hólmfríður veiktist af berklum og dó, mjög glæsileg stúlka um tvítugt. Það var ægilegt áfall. Önnur systirin, sem eftir var veiktist lí'ka, Kristín. Hún bar samt sigur af hólmi í átökum við þann hvíta, en varð aldrei söm og jöfn eftir það. Fleiri veikindaskuggar féllu yfir. ÖIlu því tók Þórhalla með þreki. Við sum þau tækifæri sá ég hana stærsta í raun Strax er Hafralækjarfólkið hafði komið sér fyrir í höfuðstað Norð- urlands komst á nýtt samband við sveitir austan Vaðlaheiðar. Þar var þess rót. Til húss Konráðs og Þór- 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.