Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 23
LUDVIG RUDOLF KEMP bóndi og verkstjóri Þann 30. júlí s.l. andaðist að heimili sínu, Karlagötu 20 í Reykja vík, Ludvig Kemp fyrrum vega- verkstjóri og bóndi á Uiugastöð um í Laxárdal í Skagafjarðarsýslu, þá nær 82 ára að aldri. Ludvig Rudolf Stefánsson Kemp fæddist að Víkurgerði í Fá skrúðsfirði 8. ágúst 1889. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Stefán Árnason, sem bjó lengst á Ástmars stöðum í Breiðdal og Helga Lud vigsdóttir Kemp. Ársgamall var Ludvig tekinn í fóstur að Hlíð í Breiðdal til þeirra Júlíusar ísleifs sonar og Guðfinnu Eyjólfsdóttur, sem þar bjuggu þá.Ólu þau Ludvig upp sem væri hann sonur þeirra, og síðar dvöldust þessir fósturfor- eldrar hans hjá honum og konu hans til æviloka á Illugastöðum. Ludvig Kemp stundaði nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og varð gagnfræðingur þaðan árið- — Varir um eilífð vorsins fyrirheit: að vakni fræ í nýjum gróðurreit. Allt það sem lifir, leitar afturhvarfs af leyndri þrá. Iiærra — æ hærra, upp til æðra starfs, vill andinn ná. — Dauðinn er aðeins þögn við þáttaskil á þroskans leið, sem hver er vígður til. — Ó, hve er hljótt og kyrrt í kringum þig á kveðjustund. Finnst mér sem enn þú örmum vefjir mig, við endurfund. — Helgi og friður fyllir huga minn. 1909. Tveimur árum síðar lauk hann prófi frá Verzlunarskóla ís í fegurð skín mér kærleiksneistinn þinn. — Líknsami Guð! Þú gefur þjáðum frið, og græðir sár. Sérhverja þreytta sál þú leið og styð. — Hvert sorgar-tár þerra af auga þess, er angur sker. Lát þá sem líða, öðlast hvíld hjá þér. Minningin ljúf er líkn í sárri sorg, já — sigurlaun! Bera svo fáir trega sinn á torg, þó taki í kaun. — Hljóð er mín bæn. — Og þökk mín þúsundföld í þögn sé flutt á bak við himintjöld. J.S. lands, og að því námi loknu réðst hann til verzlunarstarfa hjá Christ ian Popp kaupmanni á Sauðár- króki. Þann 30. maí 1912 gekk Ludvig að eiga eftirlifandi konu sína, Elísa betu Stefánsdóttur bónda og pósts í Jórvík í Breiðdal. Það sama ár hófu þau búskap að Hafragili í Lax árdal og bjuggu þar í tvö ár. Árið 1915 keyptu þau hjón jörðina Illugastaði og bjuggu þar við mikl ar athafnir í full 30 ár. í búskap- artíð þeirra breyttu Illugastaðir mjög um svip. Þar voru stórvirki unnin í húsabótum og ræktun og máttu þær framkvæmdir raunar þrekvirki teljast á þeim tíma, sem þær voru unnar, svo erfitt sem var þá um aðdrætti alla og engra þeirra tækja kostur þá, sem nú gera auðvelt að breyta blautum og grýttum mýraflákum i töðu völl. En með þrotlausu starfi, fyrir hyggju og orkusemi vinnast marg ir sigrar. Svo varð á Illugastöðum í búskapartíð Ludvigs, og fyrir framfarir og framkvæmdir á jörð sinni voru lionum veitt heiðurs verðlaun út sjóði Kristjáns kon- ungs níunda. Jafnframt búnaði sínum á llluga stöðum sótti Ludvig Kemp sér at vinnu utan heimilis. Um 30 ára skeiö var hann verkstjóri við ýms- ar vegagerðir, og voru honum á þeim vettvangi falin hin erfiðustu og vandasömustu verkefni svo sem brúarsmíð yfir vesturós Héraðs vatna og vegagerðin yfir Siglu- fjarðarskarð. Kom glögglega fram í verkstjórn Ludvigs, hversu lag virkur og verkhygginn liann var, og liversu sýnt honum var um að segja fyrir verkum og stjórna þeim til farsælla lykta. Þá var hon um falin smíði ýmissa annarra mannvirkja, svo sem -hafna og húsa, og árið 1938 voru honum veitt meistararéttindi í húsa- og múrsmíði, enda þótt liann hefði ÍSLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.