Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						Sólveig Jónsdóttir
Fædd 5. okt. 1902.
Dáin 20. jan. 1972.
A haustdegi fyrir 37 árum lá leið min
norðan um heiðar, þaðan sem úrsvalir
vindar blása af hafi, og rismikil,
brúnaþung fjöll eru bakverðir byggð-
arinnar.
Mildur blær strauk um lágar, linu-
mjúkar hæðir ogdrög Dalabyggðar,
og lék blitt að sölnuðu laufi. Ennþá var
þar mýkt i brosi náttúrunnar, þótt
halla tæki sumri.
Heim að Ljárskógum kom ég gestur
skuggalega skammdegisvöku, en þar
var hlýtt innan veggja og bjartur
hamingjulogi lék um traustan
heimilisarin.
Hjónin, Jón Guðmundsson og Anna
Hallgrimsdóttir, og börn þeirra tóku
útskagapiltinum með innilegu hand-
taki hins hjartahlýja gestgjafa.
Þetta eftirminnilega kvöld var hinn
söngglaði systkinahópur heima. Bræð-
urnir fimm, Guðmundur, Hallgrimur,
Bogi, Ingvi og Jón og systurnar þrjár,
Sólveig, Ragnheiður og Jófriður.
Jófriður — konan, sem var lifsföru-
nautur minn i 34 ár og gaf mérást sina.
Þótt lifsviðhorf mitt væri mótað af
snertingu þeirrar hrjúfu náttúru, sem
bjó mér æskuóðal, fylgdi hún mér
hvert fótmál, jafnt þegar skuggi
byrgði brúnir og sól lék við sund.
1 ljóma morgunroðans, þegar senn
var sólmánuður, hvarf hún svo æðru-
laus, hljóðlát og hjartahlý, eins og hún
hafði alla ævi lifað.
Kona, móðir og amma i göfugustu
merkingu þeirra orða. Sá minninga-
þráður verður ekki rakinn.
En hvers vegna sit ég þá hér á köld-
um miðsvetrardegi" þegar einsemd
fjölbýlisins er átakanlegust, og rifja
þetta upp?
Já. — Hvers vegna?
Hún Sólveig frá Ljárskógum er dáin.
Helzt verður manni orðs vant, þegar
mest mætti segja.
Saga Sólveigar er saga konu, er ætiö
bar ljós á leið þeirra, sem hún hafði
samskipti við. Ung stúlka, elzta dótt-
irin, vann hún heimili foreldra sinna
frá Ljárskógum
allt það gagn er hún mátti, og fylgdi
þeim til leiðarloka.
Guðmundi bróður sinum reyndist
hún vinurinn bezti, meðan hann, ók-
væntur, réð fyrir búi i Ljárskógum að
liðnum starfsdegi foreldra sinna. Og
þegar hennar taldist ekki lengur þörf
þar heima, réðst hún til starfa á slysa-
varðstofunni i Reykjavik og vann þar
meðan hún gat verki valdið.
Sólveig frá Ljjárskógum var greind
kona, Hún las mikið og unni mjög fögr-
um ljóðum, enda sjálf málhög vel. En i
þessu sem öðru var hún hljóðlát. Og
þótt hún væri fús til að miðla vinum
sinum hverju þvi, sem hún hugði að
þeim mætti að gagni verða, vildi hún
litt á lofti halda_þvi, sem hnni fannst
vera sitt eigið.
Þótt Sólveig dveldist nokkuð á annan
áratug i Reykjavik, hygg ég að aldrei
hafi þær rætur slitnað, sem hún ung
festi heima i Dölum. Og vist voru
henni örðug spor að gröf bróður og
tveggja systra. En þau voru heldur
ekki auðveld sporin, þegar hún siðast
gekk frá Ljárskógum.
Allt frá þeim tima, að ég fyrst tengd-
ist Ljárskógafjölskyldunni, var
Sólveig mér systir og vinur. Og á
heimili okkar kom hún oft, sérstaklega
siðustu árin, og sýndi þá systur sinni
og systursonum þá hjartahlýju, sem
henni var svo töm.
Æviskeið hennar hefur ekki verið
stormasamt, enda þótti öllum gott að
eiga við hana samskipti.
Siðustu árin var hún oft vanheil og
þrautum þjáð. Það var þvi stundum
erfið gangan að önn dagsins.
Þessi ár átti hún samastað að Leifs-
götu 11, hjá hjónunum Astu Eiriks-
dóttur og Valdimar Stefánssyni, þar
sem að nokkru var litið á hana sem
heimilisvin og komið fram við hana á
þann hátt, að henni urðu lifsfetin
léttari.
Sólveig min. Nú vikur nótt fyrir
veldi dagsins. Á þeim timamótum var
burtför þin ráðin. Við hvilu þina rikir
ekki sorg, heldur djúpur og innilegur
söknuður. Minningin um þig, göfuga,
góða konu, gerir bjart i þeim mann-
heimi, sem þú ert horfin frá. Þig, sem
þrátt fyrir eigin hreinleika, kastaðir
aldrei steini i breyskan samferða-
mann.
Vertu sæl — þökk fyrir vináttu og
tryggð, sem þú sýndir heimili okkar.
Ef lif er að baki hinnar skynjanlegu
tilveru, þá berðu kveðju yfir hafið.
Þorsteinn frá Kaldrananesi.
í dag er til moldar borin min elsku-
lega vinkona, Sólveig Jónsdóttir frá
Ljárskógum, en hun lézt á Heilsu-
verndarstöðinni i Reykjavik 20. janúar
s.l.
Sólveig var ein af þessum fágætu
perlum, sem enginn getur gleymt, sem
henni kynntust.
A fyrstu búskaparárum minum að
Hóli i Hvammssveit kynntist ég Ljár-
skógaheimilinu. Um það lék ljómi
gestrisni og góðvildar. Hjónin þar, Jón
Guðmundsson og Anna Hall-
grimsdóttir, voru sérstakir gestgjafar.
Allir fundu sig har velkomna, og allt
var gert til þess að þeir, sem þangað
komu, væru sem heima.
Systkinin, börn hjónanna, voru öll
hin glæsilegustu, og þar var alltaf
söngur og gleði.
Kynni okkar Veigu, eins og mér er
tamast að kalla hana, hófust við gröf
sameiginlegrar vinkonu okkar,
Magneu Magnúsdóttur frá Asgarði, og
hafði ég hugsað mér að ganga að leiði
Magneu áður en ég færi heim, og þar
sat þá Veiga i sömu hugleiðingum og
ég.
Þarna tókum við tal saman og
urðum ásáttar um, að við skyldum
láta þennan vinarmissi tengja okkur
vináttuböndum, og siðan hefur aldrei
skuggi fallið á þá vináttu.
Margt hófum við átt sameiginlegt,
og það er dásamlegt að geta nú horft
um öxl og rifjað upp minningar, sem
aðeins ylja og gefa lifinu fagrar
myndir.
Veiga var ein af þeim fáu, sem ofra
lifi sinu öðrum til hjálpar. Fyrst heim-
ili foreldra sinna, siðan heimili Guð-
mundar bróður sins, frá þvi að hann
islendingaþættir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24