Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						voru öll mjög samrýmd sem systkin,
og áttu saman margar gleði- og
ánægjustundir, við leiki og störf, sem
vænta mátti. Æsku- og uppvaxtarár
Péturs voru þvi mjög björt og heið.
Hann naut mikils ástrikis foreldra
sinna, sem vænta mátti um einkason,
og auk þess var i heimilinu föðurbróðir
Péturs, hálfbróðir föður hans, Hálfdán
Guðmundsson, og var Pétur sérstakt
uppáhald hans og augasteinn, og bar
Hálfdán jafnan fyrir honum föðurlega
umhyggju og vel það.
Rúmlega 16 ára gamall, haustið
1905, hélt Pétur til Akureyrar, til náms
i gagnfræðaskólanum, gamla Möðru-
vallaskólanum, sem þá var þangað
fluttur fyrir nokkrum árum, og var
enn tveggja vetra skóli. Hann lauk
náminu þar, á tilskyldum tima vorið
1907, og þar með var skólaganga hans
öll. Foreldrar hans og frændi, ásamt
fleiri, höfðu ætlað honum lengra nám,
og jafnvel embættisframa, en ýmis
atvik, sem hér verða ekki tiunduð og
örlög réðu, að svo varð ekki. En hann
notaði þennan stutta skólatima sinn til
fleiri hluta en að læra lexiur, sem
skólareglugerðin krafði. Hann sinnti
iþróttum af lifi og sál gekk i glimu-
flokk með Jóhannesi Jósefssyni glimu-
kappa, siðar kenndur við Hótel Borg i
Reykjavik, og varð mjög þróttugur og
snjall glimumaður. Jóhannes valdi
hann i glimuflokk þann, sem hann fór
með utan, til að sýna og kynna is-
lenzka glimu 1907, að mig minnir, en
vegna heimilisástæðna, gat hann ekki
sinnt þvi boði, og sá ætið eftir þvi
siðar. Þá var fenginn til þeirrar farar i
hans stað, Pétur Sigfússon frá Hall-
dórsstöðum i Reykjadal. Hann hafði
og snemma opinn huga fyrir félags-
málahugsjónum hinnar nýju aldar og
var einn af þeim ungu mönnum, sem
stofnuðu fyrsta ungmennafélagið á
þessu landi, á Akureyri á útmanuðum
1906 og stóð þar framarlega i flokki á
meðan hann dvaldist á Akureyri. t
heimasveit sinni beitti hann sér fyrir
stofnun ungmennafélags, og veitti þvi
forstöðu um nokkur ár, ásamt hand-
skrifuðu sveitarblaði, sem nefnt var
„Græðir".
Þótt skólaganga Péturs væri stutt, á
nútima mælikvarða, fór honum sem
mörgum öðrum mætum mönnum, sem
sóttu nám i Möðruvallaskóla og arf-
taka hans á Akureyri siðar, en ytri að-
stæður og örlög meinuðu frekara
skólanám, en þetta tveggja vetra
námsskeið þar, án litils undirbúnings
eða ekki neins. En menn fengu þar
furðu góða undirstöðu og innsýn til
ýmissa átta, sem hægt var að byggja á
frekara sjálfsnám, og það gerðu menn
þá,   þvi   námssulturinn   krafði,   en
námsleiði var þá ekki þekkt fyrirbæri.
Pétur var meðal þeirra, sem bætti sér
upp stutta skólagöngu, með sjálfs-
námi, og er óhætt að fullyrða, að hann
hefur á lifsleiðinni, eigi staðið að baki
langskólamönnum um almenna
menntun timans. Svona sjálfsnám er
erfiðara og tekur lengri tima, en það
er trúrra og staðbetra, eins og allt sem
á brekkuna verður að sækja.
Pétur kvæntist árið 1915. Þorbjörgu
Jónsdóttur frá Ásmundarstöðum á
Sléttu vænni konu og vel gefinni.
Settust þau þá að búi með foreldrum
hans, að Oddsstöðum og bjuggu með
þeim félagsbúi fram yfir 1930 eða þar
til þau eldri hjónin hurfu af sviðinu.
Annars hafði Pétur lengst af dvalizt og
unnið á búi foreldra sinna með nokk-
rum frávikum þó. Hann var a.m.k. tvö
sumur formaður á vélbáti, sem var
félagsútgerð bændanna á Oddsstöðum
og Grjótnesi, og áður var hann, ásamt
tveimur sveitungum sinum einn vetur
i Noregi á veiðiskipi, sem stundaði
sildveiðar frá Stavangri, og um vorið
linuveiðar frá Hafnarfirði, svo á ýmsu
var tekið.
Þorbjörg og Pétur eignuðust 6 börn,
sem öll eru á lifi, og mætir þjóðfélags-
þegnar, 3 stúlkur og 3 drengi — þreföld
óskabörn, þau eru:
1.  Oddgeir, f. 29. des. 1914, fyrst bóndi
á Oddsstöðum og Alftavatni, nú starfs-
maður við sildar- og fiskimjölsverk-
smiðjuna á Kletti i Reykjavik, kvæn-
tur önnu Arnadóttur frá Bakka, Kópa-
skeri.
2.  Borghildur, f. 12. júni 1918, gift Sig-
urði Finnbogasyni frá Harðbak, nú-
verandi verzlunarmanni við útibú
KEA i Hrisey. Þau bjuggu um skeið á
Oddsstöðum.
3.  Jón, f. 29. sept. 1920, vélstjóri, að
mennt. Hefur starfað sem slikur á
varðskipum rikisins og hjá Land-
simanum i Reykjavik.
4.   Friðný, stúdent frá M. A. gift
Guðjóni Guðnasyni yfirlækni við
Fæðingarheimili Reykjavikurborgar,
Reykjavik.
5.  Arni Guðmundur, f. 4. júni 1924, bú-
fræðikandidat, fyrrv, kennari og
skólastjóri við bændaskólann á Hólum
i Hjaltadal, núv. sauðfjárræktarráðu-
nautur hjá Búnaðarfélagi Islands
Reykjavik.
6.  Aðalbjörg, f. 25. april 1926, gift Jóni
Einarssyni útvegsmanni á Raufar-
höfn.
Pétur varð fyrir þvi áfalli að liða
tjón á heilsu sinni og starfsþreki vetur-
inn 1924—'25 og heimti þetta aldrei að
fullu siðan. Lá hann rúmfastur þann
vetur allan og fram á sumar, bæði i
heimahúsum og sjúkrahúsi á Akur-
eyri.
Mun þetta verið hafa slæm brjóst-
himnubólga, og jafnframt magasár.
Þessi veikindi gengu svo nærri þreki
hans, að hann varð að leggja af alla
erfiðisvinnu, og var það ekki björgu-
legt fyrir bónda, þar sem mjög var
farið að sneiðast um vinnufólk til
sveita og gjaldgeta bænda i lágmarki
vegna verðleysis landbúnaðarvara á
milliheimsstyrjaldanna. Varð þetta til
þess, að hann hætti búskap á Odds-
stöðum og lét jörð og bú i hendur eldri
börnum sinum en réðst verkstjóri til
Sildarverksmiðju rikisins á Raufar-
höfn vorið 1935, en það sumar var hið
fyrsta, sem verksmiðjan á Raufarhöfn
var rekin af Sildarverksmiðjum
rikisins, þá nýkeypt af norskum eig-
anda á 60 þús. kr. Vann Pétur mjög að
þvi, sem oddviti sveitarstjórnar,
ásamt Gisla Guðmundssyni alþingis-
manni, að þau kaup gengju fram gegn
verulegri mótstöðu ýmissa áhrifa-
manna. En fullyrða má, að tæplega
hafi annar meiri búhnykkur verið
gerður i islenzkum sjávarútvegs-
málum en kaup þessi, og það sem af
þeim leiddi.
Pétur var ekki verkstjóri hjá verk-
smiðjunni nema i tvö sumur, en var þá
ráðinn til að taka við skrifstofunni, og
var siðan skrifstofustjóri og gjaldkeri i
rúman aldarfjórðung. Gengu miklir
fjármunir um greipar hans þau ár.
Hann átti kost á að vera verksmiðju-
stjóri, en hafnaði þvi, eftir eins árs
reynslu. Taldi það miður henta heilsu
sinni, en skrifstofustarfið sökum
margs konar erils og ónæðis oft um
nætur. Pétur vann þarna oft lengri
starfsdag en titt var og er um skrif-
stofumenn, þegar mikið lá fyrir að
gera. 1 honum var bóndinn og upp-
eldisáhrifin úr sveitinni, sem kröfðust
að sem mestu væri komið undan,
þegar verkefni hlóðust upp, og fór
aldrei fram á yfirvinnukaup. Var þó
ávallt á fremur lágum laúnum, eftir
aðstöðu og ábyrgð. Hann var ekki
kröfugerðarmaður, fyrir sjálfan sig,
„alheimti ekki daglaun að kvöldi".
Enn er ógetið, að mestu, félags-
málastarf Péturs i sveit sinni og
héraði, en þau voru margþætt og giftu-
rik, og af þeim meiri saga en rúmast
má i þessari minningargrein. Þess
skal aðeins getið, að hann var kjörinn i
hreppsnefnd Presthólahrepps áriö
1914 þá 25 ára, og oddviti sveitar-
stjórnar árið 1918 og siðan til 1942, að
hann lét þess eigi lengur kost vegna
starfa sinna hjá sildarverksmiðjunni,
sem þá urðu æ umfangsmeiri, eftir að
stærri og fullkomnari sildarbræðslu-
verksmiðja hafði verið reist á Raufar-
höfn og sildveiðar aukizt.
Þá er aldur leyfði, gerðist Pétur fé-
islendingaþættir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24